Dundað í horninu

Ég ætlaði að vera hrikalega dugleg í jólafríinu og taka til og breyta helling í saumahorninu – mikil þörf á breytingu þar sem nýju/gömlu efnin sem ég keypti í október þurfa góðan stað 🙂

Ég skellti mér hins vegar í flensu og komst ekki einu sinni í tiltekt. Í gær fór ég svo niður og þá leit saumahornið mitt svona út…

Þarna er nú ýmislegt sem ekki er á sínum stað – það má líka sjá hluti eins og t.d. straujárn sem ekki hefur fengið sinn stað ennþá 🙂  Ekkert annað í stöðunni en að bretta upp ermar og byrja…

Saumaborðið orðið vinnuhæft, við hjónin skelltum upp hillu til að geyma stóru tvinnakeflin. Svo þegar saumaborðið er tilbúið til að vinna við….þá er ekki hægt annað en að græja sníðaborðið. Ég á flottasta sníðaborðið, það er hæðastillanlegt og rafmagns…

Ég stilli sem sagt hæðina á borðinu, allt eftir því hvað ég er að gera og hvernig ég vil vera við borðið. Stundum finnst mér betra að standa – eða sitja á stólnum í hæstu stillingu. Svo vil ég stundum sitja venjulega og stundum bara standa. Það er alveg ómetanlegt að vera með svona borð þegar kroppurinn er duglegur að láta mann vita þegar hann þreytist 🙂

Jæja, eins og sést á sníðaborðinu þá liggur þarna snið ofan á efni. Það er nefnilega þannig með mig að þegar ég er búin að taka til – langar mig að “skíta út” aftur. Þetta er líka svona í eldhúsinu, að lokinni tiltekt þar þá langar mig alltaf að baka!

Ég stóðst ekki mátið, Edda vinkona er að bíða eftir siffonkjól frá mér og ég ætlaði að sauma hann fyrir áramótin. Þar sem ég var veik þá varð enginn kjóll til þannig að nú skellti ég mér í verkið 🙂

Þetta líka fína straujárn fengum við hjónin í jólagjöf frá mágkonu minni og hennar manni. Ég auðvitað tók það strax niður í saumastofu og er búin að finna því stað.

Svo er hérna kominn, siffonkjóllinn handa henni Eddu minni 🙂

5 Comments

  1. vilborg

    Æði hjá þér 🙂

  2. helenagunnarsd

    Glæsilegt blogg Sigga! Gaman að fylgjast með. Velkomin í WordPress klíkuna 😉

  3. Edda

    Frábært hjá þêr vinkona, hlakka til að lesa meira frá þér og takk æðislegust fyrir kjólinn 🙂

  4. sNtMEt

    priligy in usa Genetic Approaches to Hypertension Relevance to Human Hypertension

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Áhugaverðar greinar