Míns eigins…

Undanfarið hefur verið mikið að gera hjá mér, bæði í að afgreiða pantanir á kjólunum mínum, og í að vinna við prototypu fyrir fyrirtækið sem ég sauma fyrir. Ég ákvað því að gefa mér tíma til að sauma kjól handa sjálfri mér. Mér finnst öll efnin mín svo falleg og mig langar að sauma mér flíkur úr þeim öllum. Spenningurinn fyrir tilraunastarfsemi með ullarefnin varð öðru yfisterkari og því ákvað ég að sauma mér kjól úr ullarefni.

Úr ýmsu var að velja…

Ég valdi þetta, fallega yrjótt með lituðum yrjum innan um þetta svarta og hvíta. Mig langaði að prófa að nota ullarefni í sams konar kjólastíl og ég hef verið að gera, þ.e. nota sama góða sniðið. Til þess að það gangi upp, þ.e. sleppa rennilás og mittissaumum þá ákvað ég að setja prjónaefni í hliðarnar. Ullarefnin hef ekki teygjueiginleika þannig að sniðið góða hentar ekki nema að hafa eitthvað teygjanlegt á móti.

Þetta efni setti ég í hliðarnar á kjólnum, ermar og kraga.

Miðjan sniðin úr ullarefni…

…og hliðar úr prjónaefni.

Svona er svo útkoman…

Mér finnst hann æðislegur, hann er mjög þægilegur með prjónaefni svona í hliðum og í ermum. Hann kemur líka sérstaklega vel út á kroppnum því einlitt í hliðunum einfaldlega grennir þegar sniðið er svona.

Þar sem ég er voða viðkvæm fyrir ull – og grunar að ég sé ekki sú eina – þá mun ég örugglega fóðra kjólana sem ég á eftir að sauma úr ullarefnunum.

Takk fyrir mig 🙂

4 Comments

  1. Jung

    Have you ever considered about including a little bit more than just your articles?

    I mean, what you say is fundamental and everything. But think about if you added some great graphics or
    videos to give your posts more, “pop”! Your content is excellent but with pics and video clips, this website could undeniably be one of the greatest in its field.
    Good blog!

  2. Kerri

    I’m not sure where you are getting your info, but good topic.
    I needs to spend some time learning much more or understanding more.
    Thanks for excellent information I was looking for this
    info for my mission.

  3. Marty

    There’s definately a lot to find out about this subject.
    I love all of the points you have made.

  4. Edmundo

    Hey, I think your website might be having browser compatibility issues.
    When I look at your blog in Safari, it looks fine but when opening in Internet Explorer,
    it has some overlapping. I just wanted to give you a quick heads up!
    Other then that, amazing blog!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Áhugaverðar greinar