Facebook
Picture of Sigga

Sigga

DIY andlitslyfting í horninu

Það er aldeilis langt síðan síðast, sumarið bara langt liðið og ég veit ekki hvað. Ýmislegt hefur á dagana drifið, lítið saumað samt enda saumastofan á hvolfi 🙂 Já, ég skellti mér í að breyta sæta saumahorninu…ja, skellti mér kannski ekki þar sem þetta tók alveg sex vikur…

Ég er nú alveg í allan vetur búin að vera að velta fyrir mér horninu mínu. Ég hef fengið nokkrar heimsóknir þar sem skvísur og gæjar hafa verið að máta – og ekkert skjól. Svo hef ég líka fengið fylgjendur þeirra sem máta án skjóls – og ekkert til að sitja á. Og ef gesti saumahornsins langaði að skoða flíkurnar sem ég hef hangandi til sýnis á slá – þá þurftu þeir að “troða” sér á bak við mig þar sem ég sat við saumavélina. Sem sagt, allt í einum skemmtilegum graut.

Allt svolítið brúnt líka svona að líta yfir. Eftir 3 vikur í afslöppun á Spáni kom ég heim með kláða í kroppnum eftir að skella mér í framkvæmdir. Ég tók hillurnar stóru við endann og pússaði þær, málaði og veggfóðraði svo bakið á þeim. Það kom svona líka flott út.

Ég datt niður á svo smart veggfóður sem er alveg í mínum anda, gamaldags með alls konar myndum af fólki. Þetta fékk ég í Laura Ashley – búðinni í Faxafeni – og það á 50% afslætti. Ég keypti næstum því heila aðra rúllu, bara af tómri gleði 🙂

Svo var náttlega öllu raðað upp á nýtt, tekið til í efnunum og mér til mikillar gleði gat ég losað mig við slatta sem ég sá ekki fram á að nota – það fór auðvitað í Rauða Krossinn svo aðrir gætu notað það 🙂

Að málningarvinnu lokinni tók við að raða upp á nýtt. Mig langaði að hafa saumahorn og svo horn þar sem ég gæti tekið á móti fólki sem gæti sest niður og fengið sér kaffi – og skoðað flíkurnar mínar.

Svona tókst þetta – fyrir og eftir myndir

   Hér er sníðaborðið komið þar sem fatasláin var áður og saumaborðið afmarkar skilin milli vinnu og gesta (saumaborðið var áður við hliðina á sníðaborðinu).

Ég á ekki einu sinni “fyrir” myndir af fremri hluta saumahornsins, þar var einhvern veginn ekki neitt, á sama tíma var voða lítið pláss þar 🙂 Það stendur til að fá sér betri stóla en núna er þó hægt að tylla sér, fá sér kaffibolla og skoða sníða-og prjónablöð…

Ég náði mér í vörubretti sem ég stilli þarna upp. Þetta er hitagrindin fyrir húsið og mig langaði að hylja hana – án þess að loka á hitann sem kemur frá henni. Ég átti gamla hillu sem ég lakkaði og festi ofaná. Þarna geymi ég svo fínu expressukönnuna svo ég geti boðið gestum í sopa 🙂

Fatasláin blasir núna við öllum þeim sem koma inn um dyrnar hjá mér, á sama tíma myndar hún skilrúm og þar með “skýli” fyrir þá sem eru að máta 🙂

Ég er voða ánægð með útkomuna og hlakka til að taka á móti gestum – í tilefni breytinganna verður opið hús laugardaginn 12. september, frá kl. 14 – 16.

Hér koma svo nokkrar fyrir og eftir myndir – svo gaman að skoða 🙂

Takk fyrir mig 🙂

Saumasaga Siggu

“…uhhh, mögulega geturðu breytt honum…” Uppúr árinu 2000 hófst mín vegferð í saumaskap. Það þróaðist þannig að ég varð óvinnufær á hinum almenna vinnumarkaði og

Lesa áfram »