
Hver elskar ekki bíómyndina “Grease” – Danny, Sandy, Rizzo og öll hin? Alla vega ein af mínum uppáhalds og þá var nú ekki leiðinlegt að fá að sauma kjól fyrir “Grease” þema á árshátíð. Anna María bað mig að sauma “Rizzo” kjól – ég var nú smá hikandi, átti ekki snið og var eitthvað að væflast með þetta. Henni fannst þetta nú ekki flókið, pantaði snið á netinu – Burda-snið auðvitað 🙂 Eina sem ég þurfti að gera var að klippa og klístra – og að sjálfsögðu fitta sniðið að Önnu Maríu – það eru nefnilega verulega fáir sem smellpassa í svona snið 🙂



Anna María hafði keypt mjög flott svart efni með smá teygju. Teygjan gerir flíkina eftirgefanlegri, flíkin heldur löguninni lengur og því er minni þörf á að fóðra flíkina.
Ég gersamlega klikkaði á því að taka myndir af saumaferlinu – átti í smá basli með kragann og hnappagöt, þarf að æfa mig betur í svoleiðis fíneríi…
En svona kom kjóllinn út – mig langar eiginlega að gera einn svona handa sjálfri mér – mjög kvenlega töffaralegur kjóll.



Nú er ég á leið í ferð að kaupa efni – hlakki, hlakki til 🙂
Takk fyrir mig 🙂