Facebook
Picture of Sigga

Sigga

Hér er ég…hér er ég…

…góðan daginn, daginn, daginn!

Síðustu mánuðir hafa verið undirlagðir framkvæmdum innanhúss og litla saumahornið verið notað sem margt annað en saumaaðstaða; þvottahús, sögunaraðstaða, geymsla og margt, margt fleira…

Það segir sig sjálft að lítið hefur farið fyrir saumaskap, ekki bara er aðstaðan fáránleg heldur eru svona framkvæmdir mikið álag á bæði kropp og sál. Margir dagar hafa verið þar sem kroppurinn hreinlega neitar að leika með, heimtar kyrrstöðu og hvíld og þá er ekkert annað í boði en að hlýða því bara.

Það er nú ekkert hlaupið að því fyrir svona hrút eins og mig en þá er að taka andlegu hliðina í gegn og horfa á jákvæðu hliðarnar á því að geta ekki hreyft sig; hægt að horfa á skemmtilega sjónvarpsþætti, lesa góða bók og skipuleggja hvað maður vill gera þegar líkamsgetan eykst.

Það sem ég er þó allra, allra þakklátust fyrir af þessum verkefnum sem ég get tekið mér fyrir hendur, er getan til að prjóna. Það sem ég hef náð að framleiða á þessum tíma er alveg ágætis slatti og hluta af því ætla ég bara að láta fylgja hér að neðan í formi mynda 🙂

Örlítið hef ég þó náð að sauma, enda erfitt að halda sig alveg frá saumahorninu; kjóll og siffonslá fyrir móður brúðar, afmælisgjöf handa fjölskyldumeðlimi, siffonslá og verkefni sem ég tók að mér fyrir HN Gallery  – skemmtilegt verkefni sem stendur ennþá yfir, aðallega vegna vangetu í saumaskap síðustu mánuði…

Nú líður að því að ég fái saumastofuna mína aftur og það sem ég hlakka til að taka til hendinni þar. Það bíða eftir mér verkefni sem ég er búin að afsaka seinkunn á nokkrum sinnum í sumar – en nú styttist í afhendingu 🙂

Hér kemur prjónið – takk fyrir mig 🙂

Saumasaga Siggu

“…uhhh, mögulega geturðu breytt honum…” Uppúr árinu 2000 hófst mín vegferð í saumaskap. Það þróaðist þannig að ég varð óvinnufær á hinum almenna vinnumarkaði og

Lesa áfram »