Mamma sagði svo oft þegar ég kom heim með flík…eða efni: “Það er svo gott í þessu”         – sem þýddi auðvitað að gæði voru á efninu. Ég ætla nú ekki að halda því fram hér að ég hafi jafnmikið vit á efnum og mamma hafði – en ég hef mikla tilhneigingu til að kaupa bæði efni og flíkur út frá því hvernig mér líkar efnið. Ég er t.d. alveg ómöguleg í að panta efni á netinu – það er ekki hægt að káfa á því!

Ég kaupi oft flíkur á útsölu bara útaf efninu sem þær eru úr. Þá kaupi ég yfirleitt stærstu stærðina því þá hef ég meira efni að moða úr. Svo fer ég heim og bý til eitthvað uppúr flíkinni.

Ekki alls fyrir löngu, reyndar fyrir áramót, kíkti ég á útsölu í Corner í Smáralind. Corner er ein af mínum uppáhaldsbúðum því þar eru öðruvísi föt en annars staðar – hver elskar ekki öðruvísi búðir 🙂 Á útsölunni datt ég niður á tvennt; allt of stóran prjónakjól og oggu fínni kjól sem var með allt of þröngar ermar. Ég fór glöð heim, gerði þarna bargin og skellti mér í að hugsa upp eitthvað nýtt að búa til úr þessum flíkum.

Hér er fyrri flíkin, prjónakjóllinn…

Það er ekki hægt að segja að sniðið sé flatterandi, enda benti krúttlega afgreiðslustúlkan mér á það “…hann gerir ekkert fyrir mann, sérstaklega ekki grennandi…” sagði hún meðal annars 🙂 Mér fannst það verulega skemmtilegt því ég var fyrst og fremst spennt fyrir efninu…og hún var ekkert að fara með rangt mál. Kjóllinn verulega undarlegur í sniðinu og – eins og myndirnar sýna og stúlkan sagði – gerir nákvæmlega ekkert fyrir mig.

Ég byrjaði á að rekja allan kjólinn upp, hann var samsettur úr mörgum bútum sem stóðu mismikið út í loftið 🙂

Mjög snemma í ferlinu ákvað ég að búa til opna peysu, efnið er mjög mjúkt og frekar þungt þannig að ég vissi að það myndi falla vel. Mér tókst að nota bútana að mestu án þess að breyta þeim mikið, t.d. hélt ég efsta stykkinu á bakinu alveg óbreyttu. Hér er svo útkoman eftir breytingar…

…og það skemmtilega var að það var nánast enginn afgangur af efninu 🙂

Í næstu viku ætla ég svo að segja ykkur frá kjólnum góða 🙂

Takk fyrir að lesa <3

1 Comment

  1. […] á útsölunni í Corner í Smáralind. Eins og ég sagði í síðustu færslu, sem má lesa hér, þá elska ég að breyta flíkum og keypti mér fallegan kjól á góðu verði. Hann var hins […]

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Áhugaverðar greinar