Áður en hið eiginlega konsept, “Tískuhönnun” kom til, voru saumakonur og kjólasaumarar hér og þar fengnir til að sauma eftir fatnaði konungsborinna… Það var ekkert til sem heitir Tískuhönnuður.

Charles Frederick Worth er upphafsmaður og faðir hátísku “Haute Couture”. Hann var ungur Englendingur árið 1845, tvítugur á leið til Parísar að freista gæfunnar. Hann hafði þá unnið í London sem aðstoðarmaður efnasölumanns og þar aflaði hann sér mikillar þekkingar í textílefnum. Auk þess var hann duglegur að fara á söfn og skoðaði þar sérstaklega, fatnað kvenna sem hann síðar notaði sem innblástur í hönnun sinni. Í París fékk hann vinnu hjá Gagelin, virðingarverðri verslun sem seldi fataefni, sjöl, og einstaka saumaða flík.

Hann varð hratt þeirra aðalsölumaður og ekki leið á löngu þar til hann opnaði sérstaka deild innan Gagelin, þar sem hann saumaði og seldi kjóla. Þetta var hans fyrsta verk sem kjólameistari 🙂 Hann jók hróður Gagelin þar sem kjólar Worth vöktu athygli meðal fyrirmanna Parísarborgar. Seinna fengu kjólarnir hans, stæði á hinum ýmsu sýningum; The Great Exhibition in London (1851) og Exposition Universielle í París (1855). Árið 1858 opnaði Charles ásamt félaga sínum, sitt eigið fyrirtæki, “House of Worth” .

Tímasetningin gat varla verið betri, á þessum tíma var margt á uppleið í Frakklandi. Napoleon III var keisari og mikill uppgangur í París sem gerði borgina að einni eftirsóttustu borg í Evrópu. Eftirspurn eftir hágæða vörum jókst og þar var Charles í essinu sínu. Ekki spillti fyrir honum að nýja keisaraynjan, Eugénie, var einn af hans aðal viðskiptavinum, það tryggði honum sess innan tískugeirans og hann varð einn vinsælasti kjólameistari Parísar frá árinu 1860.

Charles vakti athygli fyrir hönnun sína en uppistaðan í henni samanstóð af fíngerðum efnum, skreytingum og vel hönnuðum sniðum. Virðingarverð tenging hans við söguna í hönnun sinni, jók hróður hans og þar komu safnaheimsóknirnar forðum daga til góða. Þótt hann væri mikið í að sérhanna og sauma eftir máli, kjóla fyrir ríkustu viðskiptavini sína, bauð hann líka uppá lifandi módel sem sýndu hönnun hans. Þar gátu viðskiptavinir setið og skoðað módelin og valið síðan flík sem hann svo sérsaumaði. Þetta var upphafið að því sem er kallað “Haute Couture” í dag – og upphafið að hönnun á heilli fatalínu sem síðan er kynnt á formlegri tískusýningu.

Charles var alls ekki sá eini sem seldi sína hönnun á þennan hátt en þar sem hann var verulega duglegur að selja sjálfan sig, var það hann sem hlaut titilinn “Faðir hátískunnar” og nafn hans þekkti fólk alls staðar í heiminum. Fólk ferðaðist yfir heimsins höf til að hitta hann og kaupa af honum heilu fataskápana af flíkum. “Fataskápur” samanstóð af morgunklæðum, miðdegis- og kvöldklæðum, auk undirklæða eins og náttkjóla og kvöldsloppa. Konur leituðu líka til hans varðandi brúðkaup og aðrar sérathafnir.

Charles Frederick Worth var vel virtur hönnuður og “House of Worth stóð lengi. Þegar hann lést árið 1895, tóku synir hans tveir við rekstrinum og héldu bæði hönnun og virðingu hans á lofti. Fyrirtækið blómstraði allt fram til um 1920 í höndum þeirra bræðra. Árið 1952 ákvað barna-barna-barn Charles Frederick Worth að hætta störfum við House of Worth og þar með lagðist rekstur eins fyrsta tískuhús sögunnar af.

Þetta var fróðleikur dagsins, fróðleikurinn og myndirnar var fenginn af síðunni https://www.metmuseum.org/toah/hd/wrth/hd_wrth.htm 🙂

Takk fyrir að lesa <3

7 Comments

  1. The Air Ducts

    Please tell me more about this. May I ask you a question?

  2. Hair Cuts

    Sustain the excellent work and producing in the group!

  3. Hairstyles

    Thank you for your articles. They are very helpful to me. Can you help me with something?

  4. Find Fix It

    I enjoyed reading your piece and it provided me with a lot of value.

  5. Short Hairstyles

    Thank you for your help and this post. It’s been great.

  6. Hairstyles

    You helped me a lot by posting this article and I love what I’m learning.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Áhugaverðar greinar