Það sem þetta ár 2020 er búið að vera skrýtið, allur heimurinn nánast á hliðinni og heilu samfélögin vita varla hvernig hentugast er að haga sér. Mér finnst ég ótrúlega heppin að búa hér á Íslandinu góða, með þríeykið vinalega sem bendir mér og okkur daglega á, hvernig veiran þróast og hvernig við getum brugðist við henni.

Þessi hugleiðing á samt ekkert að fjalla um Covid, það er nóg af öðru fólki sem má sjá um það. Þessi tími hefur samt kennt mér mikið og sýnt mér hvað það er gott að sjá það góða sem í kringum mig er. Þá er ég ekkert einungis að tala um fólkið mitt sem er auðvitað best, en litlir hlutir eins og árstíðir, mold, illgresi, útsýni, sólskin, göngutúrar og gömul efni…algerlega nauðsynlegir finnst mér. Sumarið og haustið hefur því að miklu leyti farið í garðvinnu og göngutúra, þó ég hafi að sjálfsögðu nýtt tímann í Saumahorninu til einhvers 🙂

Undanfarið ár hef ég verið mikið að velta fyrir mér framtíð Saumahornsins; hvað vil ég með það…ef eitthvað? Ég hef tekið að mér ýmiss verkefni sem hafa verið alls konar og þar sem tími minn og afkastageta í Saumahorninu hefur verið bæði takmarkaður hvern dag og óstöðugur, þá hef ég oftar en ekki spurt mig hvort þetta sé það sem ég vilji nýta minn dýrmæta tíma í. Ný veikindi síðasta rúma árið hafa svo hvatt mig áfram í þessum pælingum og ég get glöð tilkynnt það hér og nú að það eru breytingar 🙂

Það allra mikilvægasta sem ég komst að var jú sú staðreynd að Saumahornið mitt er mér virkilega mikilvægt. Þarna get ég komið á hvaða tíma dags sem er og gert það sem ég elska – sauma. Suma daga geri ég lítið annað en að strjúka efnunum mínum og skoða blöðin mín en sem betur fer fjölgar dögunum sem ég sauma og hanna. Saumaskapurinn hefur í gegnum árin, bjargað minni geðheilsu og ég get ekki ímyndað mér lífið án þess að vera að sauma. Hvernig kem ég því þá þannig fyrir að ég get notið tímans sem ég hef í Horninu mínu…ásamt því að fá réttláta umbun fyrir þann tíma sem ég hef í Horninu mínu? Júbb, með því að einbeita mér að eigin hönnun og saumaskap á flíkum sem ég get selt 🙂 Ég hef því ákveðið að hætta alfarið að taka að mér viðgerðir; rennilásaskipti, styttingar á skálmum o.þ.h. Það er einfaldlega of mikil vinna fyrir of lítinn pening…ég er nefnilega ekki mjög dugleg í að setja verðmiða á tímann minn :)+

Þessi ákvörðun hefur einhvern veginn búið til svo mikið pláss hjá mér, bæði í huganum og getu. Síðan ég tók þessa ákvörðun hef ég hannað tvær tegudnir af yfirhöfnum og komið tvenns konar kjólasniðum í sölu. Það er nú ekkert smotteri skal ég segja þér. Kjólasniðið hef ég átt í nokkurn tíma, átti eftir að breyta þeim smá og gefa mér tíma í að velja efni fyrir þá og svoleiðis – nú er það komið 🙂

Yfirhafnirnar eru svo einhvers konar flaggskip fyrir mína hönnun sem framundan er. Mig langar að snúa mér að, annars vegar endurnýtingu efna, og hins vegar silkiefnum. Yfirhafnirnar eru allar saumaðar úr gömlum efnum og unnar uppúr gömlum flíkum. Ég kalla þessar yfirhafnir “Karakterkápur” þótt það megi alveg kalla þær líka jakka – þær eru nefnilega kynlausar. Enn sem komið er, eru tvö snið komin í sölu, annars vegar “Kjarkur” og hins vegar “Þor”. Von er á fleiri sniðum fljótlega. Hugmyndin að nafninu kemur til vegna þess að svona yfirhafnir eru ekki fyrir hvern sem er – það eru bara ákveðnar týpur sem þora að vera í svona flíkum – sterkir karakterar sem þola athygli sem sagt 🙂

Ég hlakka mikið til að fara inn í árið 2021, hlaðið saumaskap, útiveru og öðru skemmtilegu – og ég hlakka til að hitta þig <3

Takk fyrir heimsóknina, ég vona að þér hafi líkað lesturinn <3

5 Comments

  1. hdfilmcehennemi

    Çocukluklarındaki bir trajedi onları ayırdı. Şimdiyse güçlü bir intikam duygusu onları tekrar bir araya getiriyor.Biri narkotik ajanı, diğeri general olan iki erkek kardeş, yıllar önce anne babalarını öldüren uyuşturucu baronunun kimliğini sonunda keşfeder.Santana izle Jamison Muntz

  2. hdfilmcehennemi

    Billy ve Nick bir şirketin pazarlama departmanında çalışan ve dijital dünyanın yeniliklerine ayak uydurmakta zorlanan iki pazarlama elemanıdır. Nihayetinde beklenen olur ve işlerinden kovulurlar. İşsizlik sorunuyla baş etmeye çalışan ikili, bir plan yaparak medya devi Google’ın stajyerlik pozisyonlarına başvuruda bulunurlar. Mülakata ve eğitim programına yoğun bir başvuru olmaktadır ve başvurada bulunanların küçük bir kısmı, sadece bu konuda çok zeki olanlar kabul edilmektedir. Robert Maryland

  3. hdfilmcehennemi

    Dedektif Kirli Harry kendisini tuhaf bir bahis oyununda bulur. Önce kimin öleceğine dair iddiaya giren bir grup ünlü insanın tahminleri tutunca, Harry olaya el koyar ama kendisinin de bu ünlüler listesinde yer aldığını dehşetle fark eder Dominique Kina

  4. hdfilmcehennemi

    Rodney Dibibakır bir küçük şehir robotudur… Hayatı boyunca idolü olan muhteşem mucit Koca Kaynak ile tanışmayı hayal etmiştir. Rodney’nin Yaradılıştan sahip olduğu icat etme ve farklılıklar yaratma yeteneği 18 yaşına girdiği gün onu Robot şehrine doğru yola çıkmaya zorlar. Tek hayali Koca Kaynak ile birlikte çalışıp yepyeni ve robotların hayatlarını kolaylaştıracak icatlar yapmaktır. Laverne Caufield

  5. hdfilmcehennemi

    Hdfilmcehennemi – Türkiye’nin en hızlı hd film izleme sitesi. Tek ve gerçek hdfilmcehennemi sitesi. Elwood Sokoloski

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Áhugaverðar greinar