Facebook
Picture of Sigga

Sigga

Majonesgúrka – seinni hluti

Fermingarveisla, diskurinn fullur af bullandi kræsingum og efst er þessi dúndurgirnilega brauðterta. Bitinn á gafflinum á leið upp í munninn…

Fyrir einhverju síðan bloggaði ég um kjólinn sem fær á sig majonesmarineraða gúrku í kjöltuna, þá færslu má lesa hér. Í dag er kjóllinn búinn að fara í gegnum ferlið “felum blettina” og mig langar að segja frá því ferli – sem tók reyndar lengri tíma en ég átti von á en allt hefst þetta á endanum.

Ég er búin að flækjast doldið með kjólinn, hvernig hægt væri að fela majonesblett án þess að ástæðan væri gargandi á alla sem sæju kjólinn. Hvernig er hægt að fela blett og skreyta kjólinn á sama tíma? Jú, með því að láta eins og einungis sé verið að skreyta – eða poppa upp. Útgangspunkturinn hjá mér var að ég vildi láta silkið fallega, leiðast niður kjólinn – ekki beint niður miðju og heldur ekki láta silkið liggja eins og borði í fegurðarsamkeppni “Ungfrú Oroblu”. 

Eigum við eitthvað að fjasa um þetta lengur – bara skella okkur í myndirnar? 

Ég var búin að segja frá að kjóllinn var keyptur fyrir fermingardag barnanna minna. Ég var búin að nota alla mína saumaorku í að sauma fermingarkjólinn handa dísinni minni og restin af orkunni fór í undibúning veislu – og veisluna sjálfa auðvitað. Ég fór því í Smáralindina og festi kaup á einum svona týpískum “mömmukjól”. Eins og myndirnar sýna þá var kjóllinn hálf einsleitur og alls ekki stíllinn minn þannig að ég ákvað mjög fljótlega að breyta kjólnum meira en bara að fela blettina. Þar að auki er ég vaxin uppúr kjólnum í dag og til að geta notað hann áfram, þarf ég að stækka hann. Svo er ég bara komin þangað að ég nenni ekki að klæðast fötum sem mér finnast óþægileg – og þessi kjóll hefur alltaf verið það, oggu óþægilegur.

Það sem ég hreifst af við kjólinn var í raun efnið – og hann passaði. Ermarnar hins vegar eru algerlega off í mínum huga, skera handlegginn þar sem hann er breiðastur.
…og ekki var hann líflegri í bakið 🙂
Einfaldur, einlitur og einsleitur – ekki Siggustíll 🙂
Það voru skemmtilegir “handsaums” díteilar svo ég ákvað að nota þá pælingu áfram
Fyrsta verk var að taka ermarnar af, stækka handveginn og opna kjólinn í hliðum
Hefst þá handsaumurinn…
Handsaumurinn var tekinn alla leið…þú veist, hlutföllin 😉
Klaufar í hliðum og að aftan – þú manst, ég þurfti að stækka gaurinn
Lokaútgáfan eins og staðan er í dag – þetta gæti breyst…ef mig langar 😉

Takk fyrir að lesa og skoða, ef þú vilt skoða ferlið í heild sinni þá er hérna myndbandið

Ef þér líkaði máttu gjarnan deila með þeim sem þú vilt 🙂

Allt það besta til þín og þinna <3

Saumasaga Siggu

“…uhhh, mögulega geturðu breytt honum…” Uppúr árinu 2000 hófst mín vegferð í saumaskap. Það þróaðist þannig að ég varð óvinnufær á hinum almenna vinnumarkaði og

Lesa áfram »