Veistu að besti dagur ársins hjá mér er afmælisdagurinn minn? Ég vakna alltaf, undantekningarlaust, glöð, þakklát og hress á afmælisdaginn minn. Svona hefur þetta alltaf verið – afmælisdagurinn minn er bara undantekningarlaust betri en aðrir dagar.
Ég átti sem sagt afmæli 26. mars og þess vegna er þessi póstur skrifaður – ef þú hefur áhuga á saumaskap, eða langar að byggja upp áhuga á saumaskap, fatabreytingum og endurnýtingu…og langar að kynnast fólki…
Lestu þá áfram, þetta gæti hentað þér 😉
Ég hef heyrt að margir eru eins og ég, finnst gaman að sauma og gott að sauma ein – en langar á sama tíma að vera í félagsskap fólks sem saumar líka – svona svipað og prjónahópar.
Þetta er markmiðið mitt með Saumaskóla á netinu, að við getum saumað með fólki úti um allan heim – Íslendingar hér og þar sem skiptast á hugmyndinum, sækja ráð, stuðning og hvatningu hver til annars – hendum í hugmyndaflæði og sköpum nýtt saman.
Ég er líka að heyra að fólk langar að byrja að sauma en ýmist treystir sér ekki að byrja eitt – eða finnur ekki tíma…
Mánaðarlegar Zoomstundir; spjall, spurt og svarað, stutt námskeið í alls konar atriðum (td. rennilásar, vasar, sníðun, sniðgerð o.fl.) og samsaumur – allt eftir þörfum hvers og eins.
Í tilefni af afmælinu mínu ætla ég að bjóða þér alveg meiriháttar tilboð á 12 mánaða áskrift í Saumaskólann minn.
Þar sem ég á afmæli 26. býð ég 26% afslátt af 12 mánaða áskrift – innifalið í skráningu er 30 mínútna einkasamtal varðandi óskir þínar og drauma í saumaskap og endurnýtingu.
…og þar sem talnaspekitalan mín er 7 þá stendur tilboðið í 7 daga 🙂
Tilboðið gildir frá 26. Mars til 2. Apríl.
Þegar þú hefur skráð þig hef ég samband og við finnum tíma í spjall.
Kíktu hérna, þú finnur upplýsingar og hnapp til að kaupa áskrift, velur svo hvaða áskrift þú vilt – ég mæli auðvitað með að stökkva á afmælistilboðið 🙂
https://saumaheimursiggu.teachable.com/p/sjalfbaerni-i-saumaskap-endurnytingu-og-fatastil-preview-logged_out