Ég hef undanfarið talað um hugmyndaflæði, kannski stundum eins og það sé eitthvað sérstakt sem aðeins sumir búa yfir. Mig langar í þessum pistli að velta oggu vöngum yfir þessu hugtaki.
Ég vona að þú njótir
Við fáum öll hugmyndir – hugmyndaflæði er ekkert annað en að leyfa huganum að reika;
Okkur vantar yfirleitt ekki hugmyndir, og sum okkar eru með hugmyndaóreiðu í höfðinu nánast allan sólarhringinn.
Hugmyndaflæði gengur að mínu mati, ekki einungis út á að fá hugmyndir – við fáum öll hugmyndir 😊
Hugmyndaflæði gengur út á að flokka hugmyndirnar, koma skipulagi á þær og framkvæma svo þær sem eru raunhæfar og álitlegar.
Ég legg mikla áherslu á þennan hluta á námskeiðum Saumaheims Siggu. Á ferðalagi að sjálfbærum fatastíl er mikilvægt að geta flokkað og skipulagt hugmyndir varðandi fatanýtingu. Þannig flokkum við ekki bara frá þær hugmyndir sem eru ekki raunhæfar, heldur byggjum við upp opinn huga sem hjálpar okkur í hverju einasta verkefni sem við stöndum frammi fyrir.
Þess vegna hef ég sett saman nákvæmt skipulag varðandi flokkun og síun á hugmyndum. Með því að taka hugmyndir saman skipulega, flokka þær og sía óraunhæfar hugmyndir frá, þá endum við yfirleitt með örfáar hugmyndir sem eru ekki bara raunhæfar, heldur mest spennandi – og framkvæmanlegar.
Tökum dæmi
Ein af leiðinlegri spurningum okkar heimilisfólks:
Hvað eigum við hafa hafa í matinn í kvöld?
Hugmyndaflæði;
Flokkun og síun – þá tökum við hverja hugmynd fyrir sig og skoðun hana nánar
Kaupa take out: nýbúin að kaupa, kostar pening, einfalt og yfirleitt gott, óhollt samt…hvaða mat?
Elda eitthvað: hagkvæmast, hugguleg samvera, eigum við mat til að elda? Þarf að fara í búð?
Fara út að borða: dýrt, tekur tíma að fá matinn, hvert á að fara?
…og svo fram eftir götunum.
Síðan veljum við 3-5 hugmyndir sem okkur líst best á og tökum þær lengra:
Elda heima:
Svona getum við hugmyndaflætt – látið hugann reika – um hverja einustu hugmynd. Þegar við höfum farið í gegnum hugmyndirnar varðandi hvað á að vera í matinn í kvöld, stöndum við mögulega uppi með hugmyndir að kvöldmat næstu 4-6 dagana.
Leyfðu nú huganum að reika varðandi fötin sem þú átt í fataskápnum, þessi sem þú notar ekki!