Facebook
Picture of Sigga

Sigga

Dedda frænka…

Dedda frænka átti svo fallegar kápur. Reyndar átti hún eiginlega allt fallegt og það var ótrúlega skemmtilegt að koma heim til hennar. Hún var systir hennar ömmu Siggu og kom doldið í staðinn fyrir hana í mínu lífi því amma Sigga dó akkúrat mánuði áður en ég fæddist. Dedda passaði okkur systurnar af og til þegar ég var lítil, sat með mig í fanginu á meðan Svava systir og vinkonur gerðu morgunleikfimi á stofugólfinu með Valdimar Örnólfs í útvarpinu 😉

Dedda dundaði sér mikið og sönglaði þá alltaf “Dibbi dibbi dibb, dibbi dibb – dibbi dibbi dibb, dibbi dibb…” aldrei texta, bara Dibbið. Finnst þetta svo fyndið í minningunni, sé hana svo fyrir mér sönglandi með fjólubláa hárið sitt, lagt og greitt, í Vigdís Finnbogasíðum kjól og skóm með oggu hæl. Dásemdin ein 🙂

Nema hvað, aftur að kápunum hennar Deddu. Ég var svo heppin að fá að erfa tvær kápur eftir hana, báðar gamlar, verulega fallegar og alveg hreint gæðaefni og saumaskapur á þeim auðvitað – en kannski ekki alveg í sniði sem hentaði mér. Ég ákvað að henda mér í að breyta annarri þeirra, reyndar tímdi ég ekki að breyta henni mikið því hún er mjög smart að ofan, en síddin var bara ekki að passa mér…

Ponnsu svona pokaleg á mér en ég hef verið sérstaklega hrifin af staðsetningu talnanna, svona ójafnt bil á milli 🙂 Ekki fyrir alla, ég veit 😉

Þetta var svo sem ekkert mikið mál þannig séð, ég klippti örugglega hátt í 20cm neðan af henni og þá var í raun ekkert eftir nema að ganga frá faldi og fóðri. Ég reyndar bætti við saumum að aftan, sá það í gömlu sníðablaði og það gerir fallega lögun á bakið.

Saumurinn, einn á hvora rasskinn, gerir það að verkum að neðsti hluti jakkans rennur aðeins inn að aftan. Mér finnst það gera mjög mikið fyrir bakið á jakkanum 🙂

Dásemdar kápa sem breyttist í jakka, yndislega hlýr og góður 🙂

Takk elsku Dedda, fyrir góðan smekk og allt hitt <3

Takk fyrir að lesa 🙂

Saumasaga Siggu

“…uhhh, mögulega geturðu breytt honum…” Uppúr árinu 2000 hófst mín vegferð í saumaskap. Það þróaðist þannig að ég varð óvinnufær á hinum almenna vinnumarkaði og

Lesa áfram »