Facebook
Picture of Sigga

Sigga

Breytingaskeiðið

Af hverju fatabreytingar – af hverju að breyta fötum sem eru jafnvel alveg nothæf?

Það eru margar ástæður fyrir því að fólk breytir fötunum sínum; það kemur blettur, gat eða annað, flíkin hættir að passa eða eiganda langar bara að poppa upp flík.

Oft er ástæðan sú að eiganda langar ekki að nota flíkina lengur í því ástandi sem hún er. Ég ætla svo sem ekkert að fjölyrða um ástæður annarra, heldur ætla ég að segja þér mínar ástæður.

Ég hef breytt mínum fötum í mörg ár, það er eins og ég hafi einhverja meðfædda þörf fyrir að vera ekki eins og aðrir, mig hefur aldrei langað til að hitta aðra manneskju í eins klæðnaði og ég – nema ég hafi sjálf ákveðið svoleiðis fyrirkomulag 🙂 Ég hef lítið gert af því að kaupa mér föt í verslanamiðstöðvum á höfuðborgarsvæðinu því mér finnst meira eða minna allar verslanir hafa sama úrvalið. Ég reyndar get ekki sagt um úrvalið síðustu ára því ég hef ekki skoðað fötin þar síðustu 5-7 árin. Ég er einfaldlega meira fyrir að kaupa mér sjaldan flíkur og kaupa þá einstakar flíkur sem fáir eiga – nú eða sauma mér flíkurnar sjálf.

Eftir því sem ég saumaði meira, fór ég að taka eftir efnunum í flíkunum í búðum, í stað sniðs og fljótlega þróaðist þetta út í að þegar ég keypti flík, þá keypti ég hana út af efni og ætlunin var alltaf að breyta. Þá valdi ég stærstu stærðina til að fá sem mest af efninu og breytti svo í eitthvað sem ég fílaði

Þennan kjól keypti ég í búð sem hét Corner og var í Smáralind – held ég árið 2017
Breytti honum í þennan – svarta efnið er mesh sem er frekar gegnsætt, teygjanlegt efni
Þessi er saumaður upp úr pilsi sem ég fann á markaði á þriðju hæðinni í Kringlunni – mögulega árið 2009 en get þó ekki verið viss.
Fliss, veit ekki alveg af hverju ég er svona alvarleg, ég sem var að fara í partý 🙂

Það var svo þegar ég byrjaði á breytingaskeiðinu víðfræga sem ég uppgötvaði töfrana við fatabreytingar. Einkenni mín sem kona á breytingaskeiði voru m.a. hitakóf þar sem líkaminn ætlaði að brenna upp innan frá…með eftirfylgjandi skjálfandi kulda – þar var grundvallaratriði að eiga flík sem hægt var að fleygja af sér 1, 2 og 3, til þess eins og vefja henni svo vel að sér 1 mínútu síðar. Þarna fór ég því að breyta lokuðum kjólum í opna og keypti prjónaflíkur og -efni til að sauma opnar peysur.

Þessi kjóll er líka keyptur í Corner sem var í Smáralind – ég var virkilega hrifin af þeirri búð
Opin…nauðsynlegt í aðstæðunum
Efnið í þessa….og fleiri fékk ég í frábærum markaði í Leeds
Þetta efni er líka frá markaðnum í Leeds
Elska þetta efni, bæði það köflótta og fóðrið eru frá lagernum sem ég komst í hjá afkomendum konunnar sem átti Efnabúðina Hornið

Annað einkenni var svo líkamsbreytingarnar…já líkamsbreytingar vel ég að kalla þær því kroppurinn minn breyttist um 2-4 númer í fatastærðum með nokkurra daga millibili. Föt sem ég stefndi á að nota nokkrum dögum seinna, voru orðin of lítil þegar dagurinn kom. Þessar breytingar gátu svo alveg farið í hina áttina – þótt það gerðist nú sjaldnar. Þetta leiddi til teygjanlegra strengja á buxum (geymi samt originalinn) og víðra kjóla.

Besta leiðin til að lýsa þessum breytingum er með myndum og myndbandi – njótið 🙂

Takk fyrir að lesa og skoða – þessari færslu má deila til þeirra sem gætu haft gott og gaman af 🙂

Allt það besta til þín og þinna <3

Sigga

Saumasaga Siggu

“…uhhh, mögulega geturðu breytt honum…” Uppúr árinu 2000 hófst mín vegferð í saumaskap. Það þróaðist þannig að ég varð óvinnufær á hinum almenna vinnumarkaði og

Lesa áfram »