Category: Óflokkað

  • Fermingarkjóllinn

    Fermingarkjóllinn

    Þennan valdi hún sér, skvísan mín hún Freyja Ósk, til að vera fermingarkjóllinn. Við fundum hann í gömlu…..eða ekki svo gömlu Burdablaði. Fyrst höfðum við gengið búða á milli og hún mátað óteljandi kjóla….enginn samt sem hún féll fyrir og að lokum bað hún mömmsuna sína um að sauma fyrir sig. Mamman auðvitað varð ekstra…

  • Tónleikakjóllinn

    Tónleikakjóllinn

    Þá er annasamri viku lokið, tónleikar kórsins yfirstaðnir og tvíburarnir okkar fermdir með stæl og skemmtilegri veislu. Tvennir kjólar voru saumaðir fyrir þessa viðburði dísin fékk fermingarkjól og mamman tónleikakjól. Tónleikakjóllinn varð nú ekki eins og upphaflega var lagt upp með, eins og ég skrifaði síðast þá breytti ég fyrst um efni til að geta notað…

  • Að breyta sniði

    Að breyta sniði

    Ferming tvíburanna okkar nálgast óðfluga, vika til stefnu, undirbúningur á fullu og tímanum í saumahorninu er fórnað fyrir undirbúning. Áfram heldur samt saumaskapurinn á fermingarkjól dótturinnar – en hann fáið þið ekki að sjá fyrr en eftir fermingu 🙂 Mér finnst reyndar mjög gaman að hafa nóg að gera – tók t.d. að mér að…

  • Margt smátt…

    Margt smátt…

    Stundum fæ ég verkjaköst, þau koma þegar ég hef ekki hlustað nógu vel á kroppinn minn. Hann er svo dásamlegur þessi kroppur, hann talar við mann og leiðbeinir. Ég verð betri og betri í að hlusta á hann og bregðast við en af og til þá hlusta ég ekki… Verkjaköstin gera það að verkum að…

  • Veislutíð

    Veislutíð

    Mér finnst þessi tími svolítið skemmtilegur – þá er ég ekki að meina veðrið. Nei, á þessum tíma, mars/apríl er mikið um veislur, árshátíðir og fermingar. Jói leikari kom til mín um daginn, hann var að fara að vera veislustjóri á árshátíð og vantaði að láta þrengja buxur. Buxurnar voru nú ekkert endilega mjög algengar…

  • …og tíminn flaug

    …og tíminn flaug

    Ó mæ, ó mæ hvað tíminn hefur flogið frá mér – það eru tæpar tvær vikur síðan ég setti inn færslu! Síðasta vika var mjög annasöm enda loksins komin á skrið og með fulla orku eftir flensuna. Hamagangurinn kostaði mig svo tveggja daga þreytu – en það er kostnaðurinn við að fara framúr sjálfri mér…

  • Uppskriftir og snið

    Uppskriftir og snið

    Ermar úr Léttlopa – uppskrift Jæja, vikan búin að vera alherjar flensa og slappleiki, ég hef ekkert farið í saumahornið mitt og sakna þess alveg ágætlega. Til að horfa á þessa viku með jákvæðum augum þá hafði ég mig í að prjóna smávegis í flensuhangsinu. Ein af pælingunum á bak við bloggið er að deila…

  • Míns eigins…

    Míns eigins…

    Undanfarið hefur verið mikið að gera hjá mér, bæði í að afgreiða pantanir á kjólunum mínum, og í að vinna við prototypu fyrir fyrirtækið sem ég sauma fyrir. Ég ákvað því að gefa mér tíma til að sauma kjól handa sjálfri mér. Mér finnst öll efnin mín svo falleg og mig langar að sauma mér flíkur…

  • Hugleiðing

    Hugleiðing

    Mér finnst ég vera ótrúlega heppin að hafa uppgötvað þessa getu mína til að sauma. Ég hef eins lengi og ég man eftir mér, haft áhuga á líkamanum; hvernig hann lítur út, hvers vegna hann lítur út eins og hann gerir, mismunandi líkamsgerðir og svo auðvitað, hvernig hann virkar. Í mörg ár var líkamsræktin efst…

  • Lutterloh

    Lutterloh

    Vikan í saumahorninu er búin að vera frekar þreytt hjá mér, líklega vegna anna síðustu viku – tek svona annasömum vikum fagnandi en greiði stundum fyrir þær með þreyttum kroppi. Mér finnst ég hafa gert ósköp lítið en er nú samt búin að sauma ca. 25 pör af ullarlúffum og stytta tvennar buxur. Það er…