Jæja, núna erum við búin að vera rosalega dugleg; taka til í fataskápnum, gefa, breyta og bæta og allt klárt. Hvernig er það samt, er þá bara bannað að kaupa sér föt? Uh, nauts auðvitað ekki. Það er samt ekkert vitlaust að hafa nokkra hluti á bakvið eyrað þegar farið er í fatakaup 🙂 Flíkur… Halda áfram að lesa Sjálfbær fatastíll – 4. hluti
Category: Saumaskapur
Sjálfbær fatastíll 1. hluti
Mig langar að tjá mig aðeins um tísku, tískustrauma, hrað- og hægtísku - og persónulegan fatastíl Undanfarin ár hefur mikil áhersla verið lögð á hvað svokölluð Fast-fashion er umhverfismengandi og hræðilegt fyrirbæri – sem það er. Textíliðnaðurinn er annar stærsti mengunnarvaldurinn í heiminum, á eftir olíu – plastmengun hvað! Mér finnst einhvern veginn svo öfugt… Halda áfram að lesa Sjálfbær fatastíll 1. hluti
Ágúst í Saumahorninu
Ágústmánuður er búinn að vera ansi viðburðaríkur hjá mér, kannski sérstaklega því ég er búin að vera að undirbúa ný námskeið sem byrja núna í upphafi september. Það er svo skondið að þótt ég hafi sett námskeiðin upp í maí og í raun verið tilbúin með þau nokkurn veginn alveg, þá er alltaf eitthvað sem… Halda áfram að lesa Ágúst í Saumahorninu
„Ein sit ég og sauma…“
Þá er Saumaheimur Siggu kominn á laggirnar og nú er hægt að skrá sig á netnámskeið. Þetta netnámskeið, “Sjálfbærni í saumaskap, endurnýtingu og fatastíl” er sjálfstætt nám, þ.e. þú kaupir aðgang að kennsluefninu, hefur aðgang í 12 mánuði og lærir það sem þú vilt á þeim tíma, þegar þér hentar. Efnið, sem er allt á… Halda áfram að lesa „Ein sit ég og sauma…“
Rana Plaza
Í dag, sunnudaginn 24. Apríl 2022 eru 9 ár síðan ég vaknaði af alvöru gagnvart textíl- og fataframleiðslu og þá sérstaklega aðbúnaði verkafólksins sem vinnur við framleiðsluna. Þennan dag fyrir 9 árum hrundi til grunna, átta hæða verksmiðjubygging í Bangladesh – bygging sem kölluð var Rana Plaza. Í byggingunni var fataframleiðsla, banki, íbúðir og nokkrar… Halda áfram að lesa Rana Plaza
Breytingaskeiðið
Af hverju fatabreytingar – af hverju að breyta fötum sem eru jafnvel alveg nothæf? Það eru margar ástæður fyrir því að fólk breytir fötunum sínum; það kemur blettur, gat eða annað, flíkin hættir að passa eða eiganda langar bara að poppa upp flík. Oft er ástæðan sú að eiganda langar ekki að nota flíkina lengur… Halda áfram að lesa Breytingaskeiðið
Á persónulegum nótum
Mig langar að segja frá því hvernig ég fór út í saumaskap en til þess að geta sagt frá því, þarf ég að verða svolítið persónuleg. Ég hef nefnilega ekki verið saumandi frá barnsaldri. Ef ég væri spurð, þá myndi ég segja að ég eigi tvenns konar líf, íþróttalíf og ekki-íþróttalíf – og ekki-íþróttalífið hjálpaði… Halda áfram að lesa Á persónulegum nótum
Frænkur í fatabreytingum
Selma Rán ánægð með fatabreytinguna Selma Rán dóttir Svövu systur segist ekki kunna að sauma en hún á hins vegar nokkrar flíkur sem hún notar lítið. Hún er líka snillingur í að finna gersemar á mörkuðum og í “second-hand” búðum og kaupir oft flíkur sem þarf að peppa aðeins upp. Þar sem Selma Rán er… Halda áfram að lesa Frænkur í fatabreytingum
That 70´s
Endurnýting á gömlum kjólum Ég er alger sökker fyrir gömlum kjólum - er nú bara doldið stolt af því og ég elska að fara á markaði þar sem ég dett niður á gersemar. Eitt sumarið sem við fjölskyldan vorum á Akureyri í stuttu fríi, gengum við fram á hús og þar inni var verið að… Halda áfram að lesa That 70´s
Endurnýting – buxnavíkkun
Endurnýting á buxum Fataskápurinn sem minnkar fötin Mér finnst þetta doldið skemmtileg útskýring á því að fötin okkar verða of lítil. Við brosum að þessari lýsingu og vitum öll raunverulegu ástæðuna. Þetta er svona eins og með sumt heimilisfólk sem skilur ekkert í því að fötin koma bara hrein og samanbrotin inn í herbergið -… Halda áfram að lesa Endurnýting – buxnavíkkun