Patterns Archives - Saumaheimur Siggu https://saumaheimursiggu.is/category/saumaskapur/patterns/ Nýtum textíl, eitt saumspor í einu Mon, 11 Nov 2024 11:07:20 +0000 en-US hourly 1 https://wordpress.org/?v=6.7.2 https://saumaheimursiggu.is/wp-content/uploads/2024/07/cropped-Logo-2-32x32.png Patterns Archives - Saumaheimur Siggu https://saumaheimursiggu.is/category/saumaskapur/patterns/ 32 32 230878731 Saumasaga Siggu https://saumaheimursiggu.is/2024/11/11/saumasaga-siggu/ Mon, 11 Nov 2024 11:01:23 +0000 https://saumaheimursiggu.is/?p=5703 “…uhhh, mögulega geturðu breytt honum…” Uppúr árinu 2000 hófst mín vegferð í saumaskap. Það þróaðist þannig að ég varð óvinnufær á hinum almenna vinnumarkaði og þurfti einfaldlega að finna mér eitthvað að gera til að fylla upp í daginn. Ég var þá búin að vera að prjóna í nokkur ár og vantaði nýja áskorun.  Ég hafði […]

The post Saumasaga Siggu appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>
“…uhhh, mögulega geturðu breytt honum…”

Uppúr árinu 2000 hófst mín vegferð í saumaskap. Það þróaðist þannig að ég varð óvinnufær á hinum almenna vinnumarkaði og þurfti einfaldlega að finna mér eitthvað að gera til að fylla upp í daginn. Ég var þá búin að vera að prjóna í nokkur ár og vantaði nýja áskorun.  Ég hafði þá lítið saumað í all nokkur ár, alltaf eitthvað smá samt.

Ég er ekkert endilega að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur, ég er Hrútur og á það til að vaða í gang með hugmyndir – sem stundum springa svo í andlitið á mér, hehe.  

Í þetta fyrsta skipti ákvað ég að sauma samkvæmiskjól á sjálfa mig, úr dýrindis efni sem ég keypti í Föndru, notaði snið úr Burdablaði og allt klárt.  

Ég byrjaði auðvitað á því að taka mál af sjálfri mér – ekki vildi ég sníða of lítinn kjól og eyðileggja efnið – og svo lagðist ég í sníðavinnuna. Eitthvað fannst mér stærðin stór en hei…maður hefur kannski bætt á sig. 

Ég mundi auðvitað orð mömmu með að vanda sníðunina og það gekk allt vel. Þá var bara eftir að setja hlutana saman – það var nú aðeins flóknara en fyrir byrjanda, á kjólnum var mittislindi sem tengdi brjóststykkið við pilsið og lindinn var v-laga að ofan og neðan.  

Þetta kallaði á mikið hugmyndaflug en á endanum kom ég stykkjunum saman.

Þá var bara eftir að máta og dást að sköpunarverkinu í speglinum

– mikið vildi ég að ég ætti mynd af mér í nýja kjólnum… 

           Stutt er frá því að segja að ég, mamma og systir mín hefðum getað verið í kjólnum

                                                                      -á sama tíma!  

Sem betur fer gat ég hlegið að þessu…uh, eða sko alla vega nokkrum vikum síðar. Þá fór ég með kjólinn til mömmu, mátaði hann fyrir hana og spurði hvort ég gæti ekki bara minnkað hann.  

Ég gleymi aldrei svipnum á henni, augun stækkuðu og munnurinn opnaðist aðeins og eftir góða þögn sagði hún: 

„ja, hugsanlega geturðu breytt honum eitthvað…“ 

Ég lét nú samt ekki þetta fyrsta flopp stoppa mig en þarna komst ég að því hvað það er gaman að breyta flík…. 

Það sem er samt allra mikilvægast í þessari stuttu sögu minni af því hvernig ég uppgötvaði, ekki bara áhugamál – heldur ástríðu, er að við verðum að byrja einhvers staðar og við kunnum ekki þegar við byrjum.

Ef við gefumst upp um leið og eitthvað mistekst – þá gerist ekki neitt!

Ef þú vilt byrja, æfa þig og taka upp saumaskap, þá er tilvalið að byrja á þessu námskeiði, 

Eitt spor í einu – Saumaheimur Siggu

Takk fyrir lesturinn, ef þér líkaði máttu deila færslunni með þeim sem gætu haft gaman af.

Knús, Sigga

p.s. ég læt fylgja hér mynd af mömmu minni, með mig í fanginu. Þessi kona er mín fyrirmynd og kenndi mér allt sem ég kann. Hún var snillingur í saumaskap – og almennt bara öllu <3 

The post Saumasaga Siggu appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>
5703
Þessi Grunnatriði… https://saumaheimursiggu.is/2024/11/04/thessi-grunnatridi/ Mon, 04 Nov 2024 12:24:42 +0000 https://saumaheimursiggu.is/?p=5697 Um daginn datt mér í hug að sauma mér buxur. Ég er búin að vera á leiðinni að finna mér eitthvað gott snið sem ég gæti notað aftur og aftur – svona hefðbundið buxnasnið, ekki leggings. Það er orðið ansi langt síðan ég hafði sauma mér flík eftir sniði – mér finnst jú skemmtilegast að […]

The post Þessi Grunnatriði… appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>
Um daginn datt mér í hug að sauma mér buxur. Ég er búin að vera á leiðinni að finna mér eitthvað gott snið sem ég gæti notað aftur og aftur – svona hefðbundið buxnasnið, ekki leggings. Það er orðið ansi langt síðan ég hafði sauma mér flík eftir sniði – mér finnst jú skemmtilegast að breyta notuðum fötum.

Ég hafði fengið gefins fallegt hör efni, eldrautt og mjúkt og ákvað að nota það í að prófa snið sem ég hafði fundið. Ég tók upp sniðið, byrjaði að sníða og sauma og allt þetta skemmtilega – og uppgötvaði hvað ég hef gott af því að fara tilbaka í grunninn af og til.

Staðreyndin er sú, að góð þekking á grunnatriðum í saumaskap er ansi hreint mikilvæg; hvernig efnið leggst, þráðátt og hvað gerist þegar hún er ekki rétt, röð samsetningar á flíkinni…Öll þessi atriði skipta að mínu mati, heilmiklu máli. Þegar við höfum tileinkað okkur þessi algengu grunnatriði, þá gengur okkur betur að átta okkur á eiginleikum fatnaðar sem við viljum breyta.

Við áttum okkur betur á hvernig saumarnir liggja, hvernig sniðstykkin eru formuð. Við sjáum hvað er vel saumað og hvað ekki – og síðan mitt uppáhald, hvernig við getum nýtt okkur eiginleika flíkur til að skapa eitthvað nýtt og skemmtilegt úr henni.

Að mínu mati er maður aldrei of klár til að rifja upp eða læra eitthvað nýtt, ég vissulega fann það sjálf að ég mætti alveg vera duglegri í að sauma einstöku sinnum flík alveg frá grunni – og rifja þessi grunnatriði upp.

Ég hvet þig til að kynna þér sníðun/rifja upp takta – ef ekki er fyrir annað en að skemmta sér við eitthvað sem maður kann ekki eða hefur ekki gert lengi. Það er auðvelt að nálgast fatasnið, mörg bókasöfn lána saumablöð (td. Bókasafn Kópavogs) og þar er hægt að finna snið fyrir alla getuhópa. Burdablöðin td. eru með kerfi varðandi erfiðleikastig saumaskapar, allt frá 1 punkti (auðveldast) upp í 4 punkta. Síðan hefur þú heilan mánuð til að leika þér með blaðið heima hjá þér.

Stutt og snaggaraleg færsla í þetta skiptið, ef þér líkaði, máttu deila henni með þeim sem gætu haft gaman af.

Knús, Sigga

The post Þessi Grunnatriði… appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>
5697
Miðlun… https://saumaheimursiggu.is/2021/09/16/midlun/ https://saumaheimursiggu.is/2021/09/16/midlun/#respond Thu, 16 Sep 2021 17:45:34 +0000 https://saumahornsiggu.is/?p=1671 Þegar ég byrjaði með bloggið mitt þá langaði mig að miðla því sem ég kann, það var útgangspunkturinn. Svo einhvern veginn fannst mér ég ekki vera að skrifa þannig að fólk gæti lært en var samt ekki tilbúin að fara að útbúa kennsluvideo eða eitthvað þannig. Tíminn leið og alltaf var ég með þessa tilfinningu […]

The post Miðlun… appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>

Þegar ég byrjaði með bloggið mitt þá langaði mig að miðla því sem ég kann, það var útgangspunkturinn. Svo einhvern veginn fannst mér ég ekki vera að skrifa þannig að fólk gæti lært en var samt ekki tilbúin að fara að útbúa kennsluvideo eða eitthvað þannig.

Tíminn leið og alltaf var ég með þessa tilfinningu um að langa til að miðla því sem ég kann, bloggið varð stopult því mér fannst ég þurfa að skrifa svo mikið og heilinn var bara oft ekki þar. Það var svo ekki fyrr en Covid-árið fræga 2020 sem hugmyndin um námskeið í Saumahorninu fór að vakna. Eftir alls konar vinnu (innri vinnu aðallega) er ég farin að halda námskeið og vá, hvað þetta er nákvæmlega það sem ég vil. Ég hef vitað í mörg ár að það er kennari í mér, ég er góð í að miðla til annarra og að kenna – fór í KHÍ meira að segja 🙂 og loksins hef ég fundið flöt á minni ástríðu sem hentar mér.

Námskeiðin byrjuðu í haust, þau eru fyrir einstaklinga, mesta lagi tvo saman og þau fara fram í Saumahorninu. Þar tek ég á móti einstaklingum sem langar að læra að sauma – eða auka núverandi saumagetu og saman finnum við flöt sem hentar öllum.

Ég eeeelska þetta, bara elska. Það er svo gaman að hitta áhugasama manneskju, fara með henni í grunnatriði saumaskapar og fylgjast með henni móta nýja flík; finna snið og efni, mæla, sníða og sauma.

Eins og ég segi þá elska ég að kenna, svo er það hitt, að kenna fólki að verða sjálfstætt í saumaskap, að efla sjálfstraust í að búa til sínar eigin flíkur og horfa á hvernig hugmyndaflug og frumkvæði eykst með hverju skiptinu sem mætt er. Þetta er draumur fyrir manneskju eins og mig, sem brennur fyrir meðvitund um fatasóun, sem blöskrar offramleiðslan á lélegum textíl og fatnaði – að ég tali nú ekki um umhverfisáhrif og meðhöndlun vinnuafls í textíl- og fataverksmiðjum heimsins.

Staðreyndin er nefnilega sú að þegar þú lærir að sauma, ferð í gegnum ferlið sem fylgir því að búa til eina flík, þá vaknar þú (vonandi) til meðvitundar um verðmætin sem liggja að baki framleiðslunni. Að flík sem kostar 3.000kr í verslun er grunsamlega ódýr þegar horft er til hönnunar, sníðagerðar, efnisframleiðslu, sníðunnar, saumaskapar, flutninga, tolla, álagningar verslunar…..einhvers staðar í þessu ferli er einhver sem ekki fær réttlát laun. Hver skyldi það nú vera?

Ég vil gjarnan leggja mitt af mörkum varðandi fatasóun og geri það með því að kenna fólki að sauma sínar eigin flíkur, að breyta flíkum sem það á nú þegar og legg áherslu á endunýtingu fatnaðar og gamalla gæða efna.

Takk fyrir lesturinn – ef þér líkar, smelltu þá á stjörnu fyrir mig <3

The post Miðlun… appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>
https://saumaheimursiggu.is/2021/09/16/midlun/feed/ 0 1671