Sustainable fashion Archives - Saumaheimur Siggu https://saumaheimursiggu.is/category/sustainable-fashion/ Nýtum textíl, eitt saumspor í einu Thu, 08 Aug 2024 11:03:49 +0000 en-US hourly 1 https://wordpress.org/?v=6.7.2 https://saumaheimursiggu.is/wp-content/uploads/2024/07/cropped-Logo-2-32x32.png Sustainable fashion Archives - Saumaheimur Siggu https://saumaheimursiggu.is/category/sustainable-fashion/ 32 32 230878731 Fjársjóðurinn í fataskápnum https://saumaheimursiggu.is/2024/08/01/fjarsjodurinn-i-fataskapnum/ https://saumaheimursiggu.is/2024/08/01/fjarsjodurinn-i-fataskapnum/#respond Thu, 01 Aug 2024 09:46:41 +0000 https://saumaheimursiggu.is/?p=3941 Ef þú átt flíkur í fataskápnum sem þú notar sjaldan eða aldrei…bojóboj – þá áttu fjársjóð. Það sem meira er, ef þú átt flíkur frá mömmu og pabba, ömmu og afa eða frænku og frænda – þá erum við að tala um verðmæti. Staðreyndin er nefnilega sú, að flíkur og textíll sem voru framleiddar fyrir […]

The post Fjársjóðurinn í fataskápnum appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>

Ef þú átt flíkur í fataskápnum sem þú notar sjaldan eða aldrei…bojóboj – þá áttu fjársjóð.

Það sem meira er, ef þú átt flíkur frá mömmu og pabba, ömmu og afa eða frænku og frænda – þá erum við að tala um verðmæti.

Staðreyndin er nefnilega sú, að flíkur og textíll sem voru framleiddar fyrir 25+ árum eru úr margfalt meiri gæðum en flíkur framleiddar í dag. Ekki bara eru efnin gæðameiri, sniðin eru fallegri, saumaskapurinn betri og frágangur vandaðri. Það er ekki hægt að tapa í verðmætum með því að halda fast í gömlu flíkurnar.

Reglulega heyrum við fréttir af fatafjöllunum sem við vesturlandabúar “gefum” í góðgerðargáma – fatnaður sem oft á tíðum endar í landfyllingum eða eyðimörkum minna efnaðri landa. Við heyrum meira að segja af verslunum sem “henda” óseldum fatnaði sem “kominn er úr tísku” þann mánuðinn.

Við hérna á Íslandi erum jafn sek og aðrir Evrópubúar

– Á heimasíðu Umhverfisstofnunar stendur þetta um textíl

“Árið 2019 var áætlað að meðal Evrópubúinn kaupi um 26 kg af fatnaði og losi sig við um 11 kg árlega. Hér á landi er hins vegar talið að hver einstaklingur losi sig við um 15-23 kg af textíl árlega, sem er margfalt meira en meðal-jarðarbúi.

Þegar textílúrgangur á Íslandi er skoðaður hefur Umhverfisstofnun áætlað að um 60% (14kg/íbúa/ári) sé urðaður með blönduðum úrgangi. Rauði Krossinn tekur við um 40% (9kg/íbúa/ári) til endurnotkunar og endurvinnslu. Næstum allur notaður textíll sem safnast á Íslandi er sendur í flokkunarstöðvar erlendis þaðan sem honum er svo dreift til endursöluaðila eða komið í besta mögulega farveg. Til eru farvegir fyrir öll textílefni, ekki einungis heillegar flíkur, og því mikilvægt að neytendur skili öllu inn í sérsöfnun. Þetta á við um lök, götóttar nærbuxur, ofþvegin handklæði og svo mætti lengi telja.” (Textíll | Saman gegn sóun (samangegnsoun.is)

– Samkvæmt Guðbjörgu hjá Rauða Krossinum fóru 196 gámar, fullir af textílúrgangi erlendis á síðasta ári…og þá er búið að taka frá allt það sem hægt er að nýta hérlendis…

196 gámar af fötum og textíl sem við viljum ekki nota!
Við erum að tala um yfir 2000 tonn af fatnaði

Mér finnst virkilega mikilvægt að við séum meðvituð um magnið og að við kennum okkar börnum – og öðrum sem á þurfa að halda – að vera það líka

– að við leggjum okkur fram við að vinna gegn þessu viðhorfi að alltaf megi bara kaupa nýtt.

Textíll er nú skilgreindur sem heimilisúrgangur, samkvæmt nýjum hringrásarlögum sem tóku gildi 1. janúar, 2023. Sorpa er því að taka við þessu verkefni af Rauða Krossinum. Frá og með haustinu verður textílúrgangur flokkaður hjá Sorpu og núna er verið að að koma upp 90 grenndarstöðum til að safna textíl um allt höfuðborgarsvæðið. Sveitafélög utan höfuðborgarsvæðis sjá um fata- og textílsöfnun eins og annað heimilissorp.

Hvernig getum við nýtt fötin okkar betur og notað þau lengur?

    • þvo sjaldnar, oft er nóg að viðra flíkina eða leggja hana í bleyti í stað þess að skutla í þvottavél. Þvottavélin losar um plastagnir sem eru í flíkinni, agnir sem enda í sjónum og hafa áhrif á lífríkið – vélin slítur líka flíkinni hraðar 

    • sleppa þurrkaranum – hann slítur flíkinni meira út en snúran  

    • gera við ef bilar, stoppa í göt, laga saumsprettur

    • vinna á blettum, í stað þess að nota hörð efni sem leysa upp erfiða bletti er hægt að setja bætur og fela þannig blettina – það fer betur með efnið í flíkinni. oft skilja hreinsiefni eftir sig blett í efninu og þá ertu á sama stað og áður – með blett í flíkinni

    • hressa upp á flíkina þegar þú nennir hana ekki lengur, skreyta á ýmsan hátt, breyta hálsmáli eða framan á ermum, setja bætur, perlur eða annað sem hressir uppá

    • þegar flíkin hættir að passa; víkka/þrengja, breyta ermum (víkka handveginn eða skipta um efni í ermunum, taka kjól í sundur og búa til pils/topp með því að skella teygjanlegu efni í strenginn

 

Þegar kemur að breytingum á fötum, þá eru í raun engin takmörk fyrir því hvað hægt er að gera

eina…eða tvennt…eða þrennt sem þarf er hugmyndaflug, þor til að klippa og kjarkur til að prófa sig áfram.

Að mínu mati er ekki hægt að skemma breytingar á flík, stundum fara hlutirnir ekki eins og upphaflega var planað en með því að hafa opinn huga, finnur maður alltaf nýja leið.

Þegar þú svo kaupir föt, kannaðu hvaðan flíkin kemur, hvar hún er framleidd og hvaða efni eru í henni

– og gerðu ráð fyrir að nota hana minnst 30 sinnum

Það er því gott að hafa á bakvið eyrað að velja flík úr gæðaefnum og flík sem passar við eitthvað af því sem þú átt nú þegar í fataskápnum. Þegar við erum meðvituð um hvað við kaupum þá smám saman byggjum við upp klæðaskáp með margnota fötum (já, sum föt eru nánast einnota í dag v/lélegra gæða) sem passa saman á margvíslegan hátt.

Það getur t.d. verið kjóll sem bæði er hægt að klæða upp og niður;

– sem sagt, fara í spariskóna og setja fallegt skraut um hálsinn – og annan dag, skella sér í gallabuxur eða leggings innan undir og hefðbundna götuskó við.

Þetta getur líka átt við um buxur, skyrtur, peysur og jakka.

Karlmenn geta þetta líka;

– jakkaföt er hægt að klæða upp og niður, gallabuxur og bolur við jakkann eða peysa utan utan yfir bolinn og jakkafatabuxurnar við…

 

Lítum okkur nær, það er hellingur sem við getum gert til að minnka fatasóun og hvert einasta lítið skref, skiptir máli – fyrsta skrefið er að kaupa minna!

Ef þú hefur hug á námskeiðum í vetur, smelltu þá á Þjónusta, hér efst á síðunni!

Ég skil þetta myndband eftir hér fyrir áhugasama https://www.textilemountainfilm.com

Takk fyrir að lesa, ef þér líkar máttu gjarnan deila <3

Allt það besta til þín og þinna

Sigga

The post Fjársjóðurinn í fataskápnum appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>
https://saumaheimursiggu.is/2024/08/01/fjarsjodurinn-i-fataskapnum/feed/ 0 3941
Sjálfbær fatastíll – 4. hluti https://saumaheimursiggu.is/2023/03/10/sjalfbaer-fatastill-4-hluti/ https://saumaheimursiggu.is/2023/03/10/sjalfbaer-fatastill-4-hluti/#respond Fri, 10 Mar 2023 12:33:41 +0000 https://saumahornsiggu.is/?p=2675 Jæja, núna erum við búin að vera rosalega dugleg; taka til í fataskápnum, gefa, breyta og bæta og allt klárt. Hvernig er það samt, er þá bara bannað að kaupa sér föt? Uh, nauts auðvitað ekki. Það er samt ekkert vitlaust að hafa nokkra hluti á bakvið eyrað þegar farið er í fatakaup 🙂 Flíkur […]

The post Sjálfbær fatastíll – 4. hluti appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>
Jæja, núna erum við búin að vera rosalega dugleg; taka til í fataskápnum, gefa, breyta og bæta og allt klárt. Hvernig er það samt, er þá bara bannað að kaupa sér föt? Uh, nauts auðvitað ekki. Það er samt ekkert vitlaust að hafa nokkra hluti á bakvið eyrað þegar farið er í fatakaup 🙂

Flíkur og textíll

Þegar talað er um sjálfbæran fatastíl, er talað um að þegar þú kaupir þér flík, þarf útgangspunkturinn að vera sá að þú getir notað flíkina minnst 30 sinnum – og síðan endurunnið flíkina á einhvern hátt eða komið henni áfram í hringrásarferli endurnýtingar.

Bara þetta eitt kallar á að við þurfum að skoða gæði flíkur sem við ætlum að kaupa og það verður að segjast að gæði og verð hafa tilhneigingu til tengjast í þessum efnum – ég vil þó nefna líka að verð er ekki alltaf það sama og gæði.   

Hvort sem þú ert að kaupa nýja flík eða notaða er gott að kanna hvaða efni er notað í flíkina. Þetta á kannski sérstaklega við um kaup á nýrri flík því samseting tráða í efninu skiptir öllu máli um það, hvort hægt er að endurnýta textílinn eða ekki. 

Það er nefnilega alveg „no, no“ að blanda saman þráðum úr náttúrefnum og gerfiefnum – vissir þú það? 

Um leið og náttúrlegum þráðum, s.s. bómull, silki, viscose, ull og hör er blandað með gerfiþráðum, s.s. polyester og elastaine – verður textíllinn óendurnýtanlegur. 

Það verður því miður að segjast eins og er, að fjöldaframleiðslumarkaðurinn í dag er nánast einungis með blandaðan textíl í fatnaði.  

Þess vegna er svo mikilvægt að flíkurnar sem við eigum, flíkur sem eru saumaðar úr blönduðum þráðum (náttúru og gerfi), séu nýttar eins lengi og við mögulega getum; breytum þeim og bætum – því þetta eru mögulega flíkurnar sem enda sem landffylling einhvers staðar úti í heimi. Þeim mun ódýrari sem flíkin er í kaupum, þeim mun meiri líkur á svona endalokum. Gæðameiri flíkur hins vegar geta gengið milli manna því það „góða“ við gerfiefnin er að þau endast endalaust. 

Þegar við kaupum nýjar flíkur, skoðum miðann, hvaða efni eru í flíkinni?  Flík úr 100% polyester er td. ekki slæm kaup, 100% polyester er vel hægt að endurnýta. Flíkur úr polyester halda sér almennt mjög vel, krumpast ekki og fara vel í þvotti. Þar sem efnið heldur sér nánast endalaust, er líka gott að nýta efnið áfram þegar flíkin sem slík hefur lokið sínu hlutverki.

Aðalatriðið er að forðast að kaupa nýjar flíkur sem eru með blandaða náttúrulega og gerfiþræði í textílnum.

Það má blanda náttúrulegum þráðum saman í efnastranga, það er hægt að endurnýta ull/bómull eða bómull/silki því bæði koma beint frá Móður Jörð 

Þegar ég er að tala um efnablöndur í flík þá er ég að tala um samsetningu þráðanna í efninu. Það má alveg blanda saman mismunandi efnum í eina flík, ég hika td. ekki við að blanda saman efnum, í mínum Karakterum úir og grúir saman af ólíkum efnum. Karakterana er hins vegar hægt að taka í sundur og þá stendur eftir hver efnisbútur fyrir sig. 

Hvað gerir maður þá?

Hvað er þá best að gera þegar maður vill kaupa sér nýja flík? Eins og heimurinn er í dag, fjöldaframleiðslan og samfélögin hér og þar á vesturlöndum, getur þessi spurning verið ansi stór. Við hér á Íslandi erum hins vegar heppin með það að hér má finna einyrkja. Fatahönnuðir sem framleiða allt sitt hérna heima – eða hafa beinan aðgang að sinni framleiðslu erlendis, setjandi réttláta standarda fyrir starfsfólkið. Við þurfum heldur ekki að leita neitt sérstaklega langt þegar við förum erlendis, ef við viljum finna einyrkja þar. Það eina sem þarf er að sleppa því að fara í risastóru verslunarmiðstöðvarnar og leita þar að “góðum dílum”.

Hérna á Íslandi erum við líka það heppin að það er hægt að leigja sér föt! Hver þarf að kaupa sér fjöldaframleidda flík þegar hægt er að leigja? Ég segi það ekki, það var lengi verið hægt að leigja sér brúðarkjól og karlar hafa lengi getað leigt sér smoking og kjólföt. Nú er hins vegar komin leiga fyrir alls konar fatnað. Mér finnst þetta bara alger snilld og set bara hér inn slóðina, https://spjara.is/

Nú veit ég ekki hvort það eru komnar fleiri svipaðar leigur – húrra fyrir því ef svo er 🙂

Svo er auðvitað ekki hægt að benda nógu oft á hagkvæmni þess að kaupa fatnað í “Second-hand” verslunum og á fatamörkuðum. Í raun er það besta ráðið sem hægt er að gefa þeim sem vilja stefna á sjálfbæran fatastíl, bæði vegna þess að þá ertu ekki að kaupa nýja flík og fatamarkaðir og verslanir með notaðan fatnað eru oft búin að flokka í burtu flíkur úr lélegri gæðum. Þetta á þó ekki við slár þar sem hver og einn er að selja sitt 🙂

Þetta er spurning um viðhorf, að mínu mati verðum við að breyta þessum hugsunarhætti að vilja alltaf meira, fá góðan díl og kaupa þrjár flíkur í stað einnar – ef við þurfum eina flík, þá þurfum við ekki þrjár, er það? Mér finnst margir svo uppteknir af því að fá eitthvað á góðu verði – hvað er gott verð? Hvað með góð gæði? Hvað með góðan aðbúnað starfsfólks? Hvað með góð snið? Hvað með góð efni?

Sjálfbær fatastíll kallar á það að við breytum viðhorfinu. Sjálfbær fatastíll kallar á að við nýtum betur það sem við eigum, að við kaupum hrein og góð gæði þegar við kaupum, að við kaupum sjaldnar og að við vitum hvað við erum að kaupa.

Erum við tilbúin í ferðalag til sjálfbærni?

Að lokum langar mig að bæta hér inn, hvernig við getum sinnt fötunum okkar, það er nefnilega ýmislegt hægt að gera til að flíkin endist lengur – sérstaklega þegar kemur að þvotti:

  • þvo sjaldnar, þvottavélin losar um plastagnir sem eru í flíkinni, agnir sem enda í sjónum og hafa áhrif á lífríkið – vélin slítur líka flíkinni hraðar 
  • leggja í bleyti, það getur verið nóg að leggja flíkina í bleyti til að “hressa” hana við
  • viðra, mörg efni vilja þetta helst og með því að viðra flíkina td. í froststillu, nærðu oft úr lykt sem ekki á að vera. Hvítt verður hvítara í sólskini
  • vinna beint á blettum, í stað þess að þvo alla flíkina getur verið nóg að nudda bletti með blautum klút
  • sleppa þurrkaranum – hann slítur flíkinni meira út en snúran  

Takk fyrir lesturinn, ef þér líkaði máttu gjarnan smella þumal á færsluna – og ekki er verra ef þú vilt fylgja mér 🙂

Allt það besta til þín og þinna <3

Sigga

The post Sjálfbær fatastíll – 4. hluti appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>
https://saumaheimursiggu.is/2023/03/10/sjalfbaer-fatastill-4-hluti/feed/ 0 2675
Sjálfbær fatastíll 1. hluti https://saumaheimursiggu.is/2023/02/15/sjalfbaer-tiska/ https://saumaheimursiggu.is/2023/02/15/sjalfbaer-tiska/#respond Wed, 15 Feb 2023 12:30:33 +0000 https://saumahornsiggu.is/?p=2574 Mig langar að tjá mig aðeins um tísku, tískustrauma, hrað- og hægtísku – og persónulegan fatastíl Undanfarin ár hefur mikil áhersla verið lögð á hvað svokölluð Fast-fashion er umhverfismengandi og hræðilegt fyrirbæri – sem það er. Textíliðnaðurinn er annar stærsti mengunnarvaldurinn í heiminum, á eftir olíu – plastmengun hvað! Mér finnst einhvern veginn svo öfugt […]

The post Sjálfbær fatastíll 1. hluti appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>
Mig langar að tjá mig aðeins um tísku, tískustrauma, hrað- og hægtísku – og persónulegan fatastíl

Undanfarin ár hefur mikil áhersla verið lögð á hvað svokölluð Fast-fashion er umhverfismengandi og hræðilegt fyrirbæri – sem það er. Textíliðnaðurinn er annar stærsti mengunnarvaldurinn í heiminum, á eftir olíu – plastmengun hvað!

Mér finnst einhvern veginn svo öfugt að vera að einblína á þetta neikvæða – eins og góðir menn segja „Það sem þú beinir athyglinni að, vex og dafnar“. Mig langar miklu meira að skoða hvernig við, Jón og Gunna útí bæ, getum ýtt undir Hæg-tísku og sjálfbærni í fatastíl og fatanýtingu. Það er nefnilega svo margt sem við getum gert bara ein með okkur sjálfum

– þó ekki væri annað en að færa athyglinna frá því neikvæða, yfir á hið jákvæða.

Hvað er sjálfbær tíska?

Sjálfbær tíska sem skilgreining er stórt hugtak og skilgreiningin nær yfir allt sem kemur að tísku; umhverfisvænar aðferðir við framleiðslu textíls, umhverfisvænn textíll, réttlát laun fyrir vinnuafl innan framleiðslu, sem og mannsæmandi vinnuaðstæður.

Samkvæmt Vikipedia er hugtakið Hæg-tíska  (Slow-Fashion) afbrigði af sjálfbærri tísku og lýsir andstæðu við Hraðtísku (Fast-Fashion). 

Hæg tíska kallar á virðingu í garð fólks dýra og umhverfis og ýtir undir siðferðislega og sjálfbærar leiðir til lifnaðar og neyslu. Þessi hreyfing er viðskiptamódel sem einbeitir sér bæði að því að hægja á neyslu og auka virðingu gagnvart umhverfinu og siðferði almennt, (https://en.wikipedia.org/wiki/Sustainable_fashion). 

Fyrir okkur sem almenna neytendur er þetta hugtak ansi stórt og við getum spurt okkur sjálf, hvernig getum við haft áhrif á þetta risastóra batterí; hvað get ég, sem Jón og Gunna hér á Íslandi, gert til að hafa áhrif á og taka þátt í þessari hreyfingu Sjálfbærni í fata-og textílnýtingu?

Það er ýmislegt sem við getum gert og í næstu póstum, langar mig að fjalla aðeins um hvað við getum gert til að hjálpa Móður Jörð sem er að drukna í ónýtum og óendurnýtanlegum fatnaði og textíl.

Fyrstu skrefin

Fyrstu skrefin okkar sem almennir neytendur er að endurskoða okkar eigin hugsunarhátt og spyrja okkur sjálf mikilvægra spurninga; 

  • Hvar kaupi ég fötin mín?
  • Hvað kaupi ég oft föt?
  • Hvað liggur að baki mínum fatakaupum?
  • Hvaða efni eru í flíkinni?

Það eitt að svara þessum spurningum heiðarlega er fyrsta skrefið í átt að sjálfbærum fatastíl. 

Á meðan þú veltir þessum spurningum fyrir þér, getur þú farið í gegnum fataskápinn þinn. Fataskápurinn okkar geymir oft margan fjársjóðinn sem lítið er notaður af einhverjum orsökum. Í fataskápnum geta verið flíkur sem passa ekki lengur, hvort sem stærðin á kroppnum hefur breyst eða við hreinlega skipt um stíl.

Hvort sem er, þá eru nokkur skref sem við getum tekið til að koma fötunum í fataskápnum í notkun, ýmist með því að taka þau fram aftur, breyta þeim eða koma þeim áfram í hringrásarferlið.

Fataskápurinn

Ég mæli með því að byrja á að taka fram fötin sem ekki hafa verið notuð í ca. 2 ár:

  • Af hverju er þessi flík hérna?
    • Eru tilfinningatengsl?
    • Gleymdist hún í skápnum?
    • Á einhver annar flíkina?
    • Passar hún?
    • Get ég notað hana í dag?

Þetta eru allt góðar vanganeltur varðandi flíkur sem ekki hafa verið notaðar þetta lengi og með því að spyrja sig þessara spurninga, ættir þú að komast að niðurstöðu um örlög þessarar flíkur.

Svona fikrar þú þig fram til fatanna sem þú notar reglulega og þá ertu komin með flotta yfirsýn á það sem þú átt nú þegar í fataskápnum.

Ég mæli alltaf með að byrja á því að finna leiðir til að eiga flíkina áfram, góðgerðarfélög sem taka á móti fatnaði og textíl eru að drukna því framboðið er svo mikið og margir fljótir að skutla bara fötunum í poka og gefa. Staðreyndin er sú að með því að skoða flíkina með opnum huga, er yfirleitt hægt að komast að þeirri niðurstöðu að það er ýmislegt annað hægt að gera við flík sem ekki er notuð.

Ég hvet þig til að fara svona í gegnum fataskápinn þinn, í staðinn fyrir að stökkva út í búð og kaupa þér eitthvað ódýrt og smart. Hvur veit nema þú dettir niður á flík sem þú varst búin að gleyma 😉

Þegar þú hefur farið gegnum fötin í skápnum; flokkað þau í td:

  • Nota áfram
  • Laga 
  • Breyta
  • Selja á markaði
  • Gefa 

Áður en þú stekkur af stað, gerir „góðverk“ og setur þetta í gám hjá góðgerðarfélagi, spurðu þig þá hvort einhver í kringum þig geti notað flíkina. Skoðaðu hvort þú getir ekki komið flíkum sem þú vilt gefa, beint í hendurnar á annarri manneskju.

Í næstu færslu fjalla ég um hvernig við getum nýtt áfram flíkur sem við viljum nota en nýtum ekki í dag.

Tak fyrir lesturinn og gangi þér vel að fara í gegnum fataskápinn 🙂

Allt það besta til þín og þinna, Sigga

Ef þér líkaði lesturinn máttu gjarnan deila með fleirum <3

The post Sjálfbær fatastíll 1. hluti appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>
https://saumaheimursiggu.is/2023/02/15/sjalfbaer-tiska/feed/ 0 2574
Fatanýting og sjálfbærni https://saumaheimursiggu.is/2022/06/05/fatanyting/ Sun, 05 Jun 2022 09:47:00 +0000 https://saumahornsiggu.is/?p=2360 Reglulega heyrum við fréttir af fatafjöllunum sem við vesturlandabúar “gefum” í góðgerðargáma – fatnaður sem oft á tíðum endar í landfyllingum eða eyðimörkum minna efnaðri landa. Við heyrum meira að segja af verslunum sem “henda” óseldum fatnaði sem “kominn er úr tísku” þann mánuðinn. Vissir þú td. Að Rauði Krossinn á Íslandi fær yfir 2000 […]

The post Fatanýting og sjálfbærni appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>

Reglulega heyrum við fréttir af fatafjöllunum sem við vesturlandabúar “gefum” í góðgerðargáma – fatnaður sem oft á tíðum endar í landfyllingum eða eyðimörkum minna efnaðri landa. Við heyrum meira að segja af verslunum sem “henda” óseldum fatnaði sem “kominn er úr tísku” þann mánuðinn.

Vissir þú td. Að Rauði Krossinn á Íslandi fær yfir 2000 tonn af fatnaði og textíl inn á borð til sín á ári? Bara Rauði Krossinn. Þá erum við ekki að tala um Hertex, ABC nytjamarkaði, Samhjálp, Konukot, Fjölskylduhjálp Íslands, Mæðrastyrksnefndir…og öll önnur frábær samtök sem taka við fatnaði og textíl.

– og vissir þú að af þessum 2000 tonnum nýtast einungis 500 tonn hér á landi?

Mér finnst virkilega mikilvægt að við séum meðvituð og að við kennum okkar börnum að vera það líka

– að við leggjum okkur fram við að vinna gegn þessu viðhorfi að alltaf megi bara kaupa nýtt.

Hvernig getum við nýtt fötin okkar betur – notað þau lengur og minnkað fatafjöllin í heiminum?

  • þvo sjaldnar, oft er nóg að viðra flíkina eða leggja hana í bleyti í stað þess að skutla í þvottavél. Þvottavélin losar um plastagnir sem eru í flíkinni, agnir sem enda í sjónum og hafa áhrif á lífríkið – vélin slítur líka flíkinni hraðar 
  • sleppa þurrkaranum – hann slítur flíkinni meira út en snúran  
  • gera við ef bilar, stoppa í göt, laga saumsprettur
  • vinna á blettum, í stað þess að nota hörð efni sem leysa upp erfiða bletti er hægt að setja bætur og fela þannig blettina – það fer betur með efnið í flíkinni. oft skilja hreinsiefni eftir sig blett í efninu og þá ertu á sama stað og áður – með blett í flíkinni
  • hressa upp á flíkina þegar þú nennir hana ekki lengur, skreyta á ýmsan hátt, breyta hálsmáli eða framan á ermum, setja bætur, perlur eða annað sem hressir uppá
  • þegar flíkin hættir að passa; víkka/þrengja, breyta ermum (víkka handveginn eða skipta um efni í ermunum, taka kjól í sundur og búa til pils/topp með því að skella teygjanlegu efni í strenginn

Þegar kemur að breytingum á fötum, þá eru í raun engin takmörk á hvað hægt er að gera

eina…eða tvennt…eða þrennt sem þarf er hugmyndaflug, þor til að klippa og kjarkur til að prófa sig áfram. Að mínu mati er ekki hægt að skemma breytingar á flík, stundum fara hlutirnir ekki eins og upphaflega var planað en með því að hafa opinn huga, finnur maður alltaf nýja leið.

Þegar þú svo kaupir föt, kannaðu hvaðan flíkin kemur, hvar hún er framleidd og hvaða efni eru í henni

– og gerðu ráð fyrir að nota hana minnst 30 sinnum

Það er því gott að hafa á bakvið eyrað að velja flík úr gæðaefnum og flík sem passar við eitthvað af því sem þú átt nú þegar í fataskápnum. Þegar við erum meðvituð um hvað við kaupum þá smám saman byggjum við upp klæðaskáp með margnota fötum (já, sum föt eru nánast einnota í dag v/lélegra gæða) sem passa saman á margvíslegan hátt.

Það getur t.d. verið kjóll sem bæði er hægt að klæða upp og niður;

– sem sagt, fara í spariskóna og setja fallegt skraut um hálsinn – og annan dag, skella sér í gallabuxur eða leggings innan undir og hefðbundna götuskó við.

Þetta getur líka átt við um buxur, skyrtur, peysur og jakka.

Karlmenn geta þetta líka;

– jakkaföt er hægt að klæða upp og niður, gallabuxur og bolur við jakkann eða peysa utan utan yfir bolinn og jakkafatabuxurnar við…

 

Lítum okkur nær, það er hellingur sem við getum gert til að minnka fatasóun og hvert einasta lítið skref, skiptir máli – fyrsta skrefið er að kaupa minna!

Ég skil þetta myndband eftir hér fyrir áhugasama https://www.textilemountainfilm.com

Takk fyrir að lesa, ef þér líkar máttu gjarnan deila <3

Allt það besta til þín og þinna

Sigga

The post Fatanýting og sjálfbærni appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>
2360
Kynslóðakjóllinn https://saumaheimursiggu.is/2022/05/22/kynslodakjollinn/ https://saumaheimursiggu.is/2022/05/22/kynslodakjollinn/#respond Sun, 22 May 2022 11:05:37 +0000 https://saumahornsiggu.is/?p=2326 Undanfarið er ég búin að vera að endurnýta gamlar slæður. Áslaug systir mín lét mig hafa poka fullan af slæðum frá systur okkar, mömmu og ömmusystur – allt konur sem komnar eru á aðrar slóðir en áttu það sameiginlegt að nota slæður. Slæðurnar voru notaðar á ýmsan hátt; til að halda rúllunum stöðugum í hárinu, […]

The post Kynslóðakjóllinn appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>
Undanfarið er ég búin að vera að endurnýta gamlar slæður. Áslaug systir mín lét mig hafa poka fullan af slæðum frá systur okkar, mömmu og ömmusystur – allt konur sem komnar eru á aðrar slóðir en áttu það sameiginlegt að nota slæður. Slæðurnar voru notaðar á ýmsan hátt; til að halda rúllunum stöðugum í hárinu, til að skýla nýju hárgreiðslunni, til að leggja yfir axlir og skreyta axlarsvæðið eða um hálsinn til að verða ekki kalt.

Ég er búin að vera með þessar slæður núna í nokkra mánuði og hef hlakkað mikið til að byrja að hanna uppúr úr þeim kjóla. Kjólana hugðist ég selja áhugasömum eftir pöntun.

Það merkilega gerðist að vikan varð bara svolítið tilfinningarík – af hverju? Jú, vegna þess að í hvert skipti sem ég setti heitt straujárnið á slæðurnar, steig upp gamalkunnur ilmur – Chanel no. 5. Mamma og Elsa systir notuðu báðar Chanel no. 5 og ilmurinn hreinlega situr í öllum þráðum. Ég hef því verið í þeirra félagsskap alla vikuna og hef notið hverrar mínutu. 

Þetta fékk mig auðvitað til að endurhugsa hugmynd mína um að selja slæðukjólana. Staðreyndin er sú að svona flík er ein sú besta minning sem þú getur eignast um ástvin – að mínu mati. Niðurstaðan er því sú að úr slæðunum í pokanum ætla ég að gera kjóla handa okkur systrum og öðrum kvenkyns afkomendum mömmu sem áhuga hafa.

Hins vegar þróaðist önnur góð hugmynd…að bjóða fólki sem er með slæður formæðra liggjandi heima, að koma með þær til mín og ég sauma úr þeim fallegan kjól. Mögulega legg ég svo í leiðangur og slæðukaup á nytjamörkuðum, til þess að nota á framhaldsnámskeiðinu mínu þar sem við hönnum nýjar flíkur uppúr gömlum.

Hér eru nokkrar myndir frá saumaferlinu 🙂

Hvernig er með þig, hefur þú saumað úr flíkum ástvina og fundið minningarnar streyma fram? 

Takk fyrir lesturinn og ef þér líkaði máttu gjarnan deila <3

Allt það besta til þín og þinna

Sigga

The post Kynslóðakjóllinn appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>
https://saumaheimursiggu.is/2022/05/22/kynslodakjollinn/feed/ 0 2326
Sjálfbærni – fatabreytingar https://saumaheimursiggu.is/2022/03/05/fraenkur-i-fatabreytingum/ https://saumaheimursiggu.is/2022/03/05/fraenkur-i-fatabreytingum/#respond Sat, 05 Mar 2022 15:45:38 +0000 https://saumahornsiggu.is/?p=2013 Selma Rán dóttir Svövu systur segist ekki kunna að sauma en hún á hins vegar nokkrar flíkur sem hún notar lítið. Hún er líka snillingur í að finna gersemar á mörkuðum og í “second-hand” búðum og kaupir oft flíkur sem þarf að peppa aðeins upp. Þar sem Selma Rán er dásemdar dúskur þá bauð ég […]

The post Sjálfbærni – fatabreytingar appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>
Selma Rán ánægð með fatabreytinguna

Selma Rán dóttir Svövu systur segist ekki kunna að sauma en hún á hins vegar nokkrar flíkur sem hún notar lítið. Hún er líka snillingur í að finna gersemar á mörkuðum og í “second-hand” búðum og kaupir oft flíkur sem þarf að peppa aðeins upp.

Þar sem Selma Rán er dásemdar dúskur þá bauð ég henni að koma í Saumahornið með flík og ég myndi hjálpa henni að breyta henni – hún lærir lítið sjálf ef ég geri þetta fyrir hana 🙂

Selma Rán mætti með kjól sem hún notaði ekki, sumarkjóll sem var hreinlega of stór á hana og hana langaði að gera eitthvað annað uppúr honum. Eftir smá vangarveltur skelltum við okkur í að breyta kjólnum í samfesting.

Staðreyndin er sú að það þarf oft svo lítið til að geta. Það þarf ekki mikla kunnáttu í saumaskap til að þora út í fatabreytingar, oft er nóg að hafa einhvern til aðstoðar á kantinum.

Svona ferli er skemmtilegast í myndum svo hér koma þær.

Hér er svo myndband af ferlinu 🙂

Takk fyrir að lesa, ef þér líkaði máttu gjarnan deila til þeirra sem gætu haft gaman af <3

The post Sjálfbærni – fatabreytingar appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>
https://saumaheimursiggu.is/2022/03/05/fraenkur-i-fatabreytingum/feed/ 0 2013