Þetta er námskeið fyrir þá sem hafa lokið Grunnnámskeiði í Fatabreytingum og/eða eru nokkuð reyndir saumarar.
4 mánuðir: Haustnámskeið: september, október, nóvember og janúar
Vornámskeið: febrúar, mars apríl og maí
– mætt 2. og 4. fimmtudag í hverjum mánuði, kl. 18:30 – 21:30 ATH. TAKMARKAÐUR FJÖLDI
Næsta námskeið hefst haustið 2023 Skráning hér


Markmið og tilgangur:
- Mynda félagsskap fólks sem hittist og sinnir sameiginlegu áhugamáli
- Auka hugmyndaauðgi gagnvart fatanýtingu og endurhönnun
- Vekja meðvitund um sjálfbærni varðandi fatanýtingu og fatastíl
Þátttakendur mæta með saumavél, nálar í vélina og sníðaskæri – allt annað er innifalið í verði.
- Áhersla lögð á að vinna með flíkur úr mismunandi efnum
- Í upphafi hvers mánaðar er lagður fram efniviður og þemað kynnt
- Þátttakendur vinna með sama verkefni í mánuð
- Áhersla lögð á hugmyndaferlið sem fylgir því að hanna nýja flík upp úr annarri
- Klæðskeri verður þátttakendum til halds og trausts við uppbyggingu nýrrar flíkur
Fyrirkomulag námskeiðs:
Fyrri vika í mánuði:
- Verkefni kynnt – þátttakendur fá efnivið og þemað kynnt
- Hugmyndaflæði; hugmyndir skrifaðar á töflu og allir taka þátt í flæði í einu
- Hugmyndir ræddar, flokkaðar og síaðar – og hver þátttakandi velur eina hugmynd að vinna með
- Allir í gang
Seinni vika í mánuði:
- Unnið áfram með verkefni
Næsti mánuður – nýtt verkefni úr annars konar flíkum – sams konar ferli
Efniviður á námskeiði: 1. mánuður – Skyrtur, 2. mánuður – Gallabuxur, 3. og 4. mánuður – Jakkaföt
Í lok námskeiðs verður tekin ákvörðun um hvaða flíkur verði seldar til styrktar góðu málefni – og hvaða málefni verður valið.
Verð – 100.000kr. eingreiðsla eða mánaðarleg greiðsla, kr. 25.000 4 sinnum. Stéttarfélög taka sum þátt í kostnaði.
Staðfestingargjald kr. 25.000 greiðist við skráningu og tryggir sæti. Staðfestingargjald er ekki endurgreitt.
Næsta námskeið hefst haustið 2023 – Skráning hér
Myndir frá skyrtuþema









Myndir frá Gallabuxnaþema














