
Hipp, hipp húrra, í samstarfi við Kvenfélagasamband Íslands, býð ég uppá stuttar vinnusmiðjur varðandi saumaskap og fatabreytingar.
Saumaheimur Siggu býður upp á fjölbreitt úrval af stuttum helgarnámskeiðum, hvert námskeið er 6 klukkustundir sem skipt er niður á föstudagskvöld (2klst) og fyrripart laugardags (4klst). Öll námskeið miða að því að þátttakendur nái tökum á saumaskap og opni hugann gagnvart nýtni saumavélar og endurnýtingar á textíl og fatnaði. Mikilvægt að þátttakendur hafi látið yfirfara og smyrja saumavélar áður en námskeið hefst.
„Saumavélin og töskusaumur“
Þessi vinnusmiðja verður helgina 21. – 22. apríl – Skráning hér
Á þessari Vinnusmiðju ætlum við að vingast við saumavélina. Þessi Vinnusmiðja er sniðið fyrir þá sem hafa litla sem enga þekkingu á saumavélinni og farið verður í:
- Grunnatriði saumavélarinnar; þræðing, nálar, saumspor, þráðspenna
- Að taka upp snið að einfaldri tösku
- Samsetningu og saumaskap á tösku
Þátttakendur koma með saumavélina, nálar í vélina og skæri. Allur efniviður í töskusaum er innifalinn í verði.
Skipulag:
- Föstudagur kl. 18:30 – 20:30: Vélarnar settar upp og farið yfir helstu atriði varðandi notkun á vélinni, saumaðar prufur og efni valið fyrir tösku
- Laugardagur kl. 10:30 – 14:30: Tekið upp snið fyrir tösku og taskan saumuð. Gert er ráð fyrir að taskan sé kláruð
Boðið er upp á létta hressingu í hádeginu á laugardegi – kaffi og te á könnunni allan tímann.
Verð kr. 25.000 sem greiðist við skráningu
„Fatabreytingar“
Þessi vinnusmiðja verður helgina 5.-6. maí – Skráning hér
Áttu flík sem:
- Passar þér ekki lengur en þig langar að nota?
- Þú hefur keypt en lítið sem ekkert notað?
- Þig langar að „poppa upp“?
Helgina 5.-6. maí verður Vinnusmiðja í Fatabreytingum. Þar breyta þátttakendur 1-2 flíkum sem þeir koma sjálfir með
Í þessari vinnusmiðju förum við saman í hugmyndaflæði varðandi fatabreytingar. Við hjálpumst að við að finna skemmtilegar lausnir á breytingum fatanna og förum í gegnum ferlið „hugmyndaflæði – flokkun – greining – val – framkvæmd“
Þegar besta hugmyndin hefur verið mótuð, breytir þú flíkinni í einstaka „nýja, notaða flík“ sem enginn annar en þú átt. Markmiðið er að þátttakendur virki sitt eigið hugmyndaflæði og sjáflstraust til að halda áfram að endurnýta og breyta flíkum í fataskápnum í stað þess að henda.
Smiðjurnar fara fram um helgar; 2 klukkustundir á föstudagskvöldi og 4 klukkustundir á laugardegi. Á þessum tíma er farið í hugmyndaflæði, hugmynd mótuð og efniviður valinn – og flíkum breytt.
Skipulag:
- föstudagur kl. 18:30 – 20:30; þátttakendur hittast og farið er í hugmyndaflæði varðandi fatabreytingar; hvað er hægt að gera til að lengja líftíma flíkur? Hugmyndin er mótuð og teiknuð upp og að lokum er efniviður valinn úr töskunni góðu.
- laugardagur 10:30 – 14:30; unnið er með flíkurnar, gert er ráð fyrir að þátttakendur ljúki breytingum á minnst einni flík.
Fjöldi á vinnusmiðjuna er hámark 8 manns og lágmark 5.
Þú kemur með saumavél, skæri og 1-2 flíkur sem þú vilt breyta. Ef þú átt efni, taktu þau með þér ef þig langar.
Boðið er upp á létta hressingu í hádeginu á laugardegi – kaffi og te á könnunni allan tímann.
Verð kr. 25.000 sem greiðist við skráningu
„Hattasaumur“
Þessi vinnusmiðja verður helgina 2.-3. júní – Skráning hér
Langar þig að hanna og sauma þér hatt? Langar þig að búa þér til snið að hatti sem hægt er að breyta og leika sér með?
Helgina 2.-3. júní verður vinnusmiðja í Hattasaumi. Þar útbúa þátttakendur margnota snið að hatti, velja sér síðan efni og sauma sér hatt
Skipulag:
- Föstudagur kl. 18:30 – 20:30: Þátttakendur útbúa sér snið eftir málum, velja sér efni í hatt og sníða
- Laugardagur kl. 10:30 – 14:30: Hatturinn saumaður og skreyttur að vild, gert er ráð fyrir að þátttakendur ljúki við að sauma einn hatt
Boðið er upp á létta hressingu í hádeginu á laugardegi – kaffi og te á könnunni allan tímann.
Verð kr. 25.000 sem greiðist við skráningu
Innifalið í verði allra Helgarnámskeiða:
- Leiðbeiningar, aðstaða, utanumhald og ráðgjöf
- Efni fyrir breytingar og saumaskap, full ferðataska af efnabútum
- Tvinni, tölur, blúndur, skábönd, rennilásar o.fl.
- Kaffi, te og léttur hádegisverður (brauðmeti)
Það eru takmörkuð sæti á allar Vinnusmiðjur – fyrstur kemur, fyrstur fær 🙂

Hér eru nokkrar myndir frá Vinnusmiðjum sem haldnar voru í samstarfi við Kvenfélagasamband Íslands

















