Viltu vera með í að efla fatanýtingu í félagsskap? Viltu sauma í félagsskap?
Viltu tilheyra skemmtilegu samfélagi fólks sem hefur það sameiginlega áhugamál að nýta textíl og endurskapa klæði sem hafa lokið sínu hlutverki í því formi sem þau voru búin til?
Viltu skapa þinn eigin stíl og ganga um í einstökum flíkum sem enginn annar á?
Ég býð uppá eftirfarandi námskeið – sum stéttarfélög taka þátt í námskeiðskostnaði
Grunnnámskeið í fatabreytingum
6 vikur – hámark 8 þátttakendur – 1x í viku 3klst
Framhaldsnámskeið í fatabreytingum – Endurhönnun
4 mánuðir – hámark 6 þátttakendur – 2x í mánuði 3klst
Helgarpakkinn – Vinnusmiðja
Ein helgi, vinnusmiðja – hámark 8 þátttakendur – 6klst
Saumaskóli á netinu
Aðgangur að myndböndum og íslensku kennsluefni á netinu
Ef þú vilt nánari upplýsingar um námskeiðin, hafðu þá samband á netfangið mitt, namskeid@saumahornsiggu.is eða í síma 8467915









