Saumaheimur Siggu

Saumaheimur Siggu er gagnagrunnur á netinu þar sem finna má allt sem þarf til saumaskapar.

Ég hef heyrt að margir eru eins og ég, finnst gaman að sauma og gott að sauma ein – en langar á sama tíma að vera í félagsskap fólks sem saumar líka – svona svipað og prjónahópar.

Þetta er markmiðið mitt með Saumaskóla á netinu, að við getum saumað með fólki úti um allan heim – Íslendingar hér og þar sem skiptast á hugmyndinum, sækja ráð, stuðning og hvatningu hvert til annars – hendum í hugmyndaflæði og sköpum nýtt saman.

Við skráningu í 12 mánaða áskrift, býð ég upp á 30 mínútna einkasamtal varðandi óskir þínar og drauma í saumaskap og endurnýtingu.

Þegar þú hefur skráð þig hef ég samband og við finnum tíma í spjall.

Hægt er að kaupa áskrift að námskeiðinu „Sjálfbærni í saumaskap, endurnýtingu og fatastíl“ og eru þrjár mismunandi áskriftarleiðir; 1 mánuður, 3 mánuðir eða 12 mánuðir.

Í tilefni af mínu eigin afmæli þ. 26. mars, býð ég 26% afslátt af 12 mánaða áskrift í 7 daga

– sem sagt, tilboð sem stendur frá 26. mars – 2. apríl 2023

Aðgangur að gagnabanka á netinu veitir þér:

  • Aðgang að íslensku kennsluefni
  • Íslenska kennslu, leiðsögn byggða á reynslu
  • Mánaðarlega „Spurt og svarað“ á Zoom
  • Mánaðarleg örnámskeið
  • Samsaum á netinu
  • Fjölbreytta og spennandi efnisflokka
  • Aðgang að hugmyndabanka varðandi fatabreytingar og endurnýtingu klæða
  • Innsýn í minn reynsluheim í Saumahorninu
  • Stuðning, pepp og félagsskap á netinu

Námsefnið spannar m.a:

Saumavélar, máltöku, sniðgerð, saumaskap, fatabreytingar, viðgerðir, endurhönnun, hugmyndabanka og sértækari saumaskap svo sem rennilása, vasa, hálsmál svo eitthvað sé nefnt.

Nánari upplýsingar og skráning er hér https://saumaheimursiggu.teachable.com