Saumaheimur Siggu – Fara Beint á síðu

“Allt innifalið” tilboð stendur til 31. ágúst!

Saumaheimur Siggu er samfélag á netinu þar sem finna má nánast allt sem þarf til saumaskapar, fatabreytingar og endurnýtingar á fatnaði og textíl.

Í Saumaheimi Siggu leiði ég þig í ferðalag til sjálfbærni í fatastíl og fatanýtingu. Ég kenni þér aðferðir við að nýta fötin þín áfram, hvort sem er með almennu viðhaldi eða stórtækum breytingum – og hjálpa þér við að komast í rútínu við að setjast við saumavélina.

Saumaheimur Siggu býður uppá lengri tíma aðild að Saumasamfélagi með aðgangi að gagnagrunni og margskonar námskeiðum. 

Þetta er markmiðið mitt með Saumasamfélagi á netinu, að við getum saumað með fólki úti um allan heim – Íslendingar hér og þar sem skiptast á hugmyndinum, sækja ráð, stuðning og hvatningu hvert til annars – hendum í hugmyndaflæði og sköpum nýtt saman.

Við skráningu í Saumaheim Siggu, býð ég upp á 30 mínútna einkasamtal varðandi óskir þínar og drauma í saumaskap og endurnýtingu.

Hægt er að kaupa aðild að Saumaheiminum; annars vegar í 12 mánuði með kosti á að greiða mánaðarlega eða með eingreiðslu – sú aðild kalla ég Gullnálina. Silfurnálin er annar kostur en þar er hægt að greiða eingreiðslu fyrir aðgang í 3 mánuði.

Þar fyrir utan er hægt að kaupa stök námskeið – Öll stök námskeið eru innifalin í aðildarverði!

Aðgangur að Saumaheimi Siggu veitir þér:

  • Aðgang að íslensku kennsluefni
  • Íslenska kennslu, leiðsögn byggða á reynslu
  • Vikulega Zoom tíma þar sem við saumum, spjöllum og skiptumst á hugmyndum og ráðum
  • Mánaðarleg örnámskeið úr völdum köflum Gagnagrunnsins
  • Fjölbreytta og spennandi efnisflokka Gagnagrunnsins
  • Innsýn í minn reynsluheim í Saumahorninu
  • Stuðning, pepp og félagsskap á netinu
  • Allskonar vinnusmiðjum

Námsefnið spannar m.a:

Saumavélar, máltöku, sniðgerð, saumaskap, fatabreytingar, viðgerðir, endurhönnun, hugmyndabanka og sértækari saumaskap svo sem rennilása, vasa, hálsmál svo eitthvað sé nefnt.

Nánari upplýsingar og skráning er hér https://saumaheimursiggu.com