kjóll Archives - https://saumaheimursiggu.is/tag/kjoll/ Making the world a better place one stitch at a time Sat, 03 Jun 2023 05:40:06 +0000 en-US hourly 1 https://wordpress.org/?v=6.5.3 https://saumaheimursiggu.is/wp-content/uploads/2023/05/cropped-SSW-favico-32x32.png kjóll Archives - https://saumaheimursiggu.is/tag/kjoll/ 32 32 230878731 Búningaþema https://saumaheimursiggu.is/2022/05/01/buningathema/ https://saumaheimursiggu.is/2022/05/01/buningathema/#respond Sun, 01 May 2022 19:21:42 +0000 https://saumahornsiggu.is/?p=2220 Stundum hefur okkur hjónum verið boðið í svona þemapartý gegnum árin, mér finnst þau ekkert svakalega skemmtileg því ég er ekkert rosalega hugmyndarík þegar kemur …

The post Búningaþema appeared first on .

]]>
Stundum hefur okkur hjónum verið boðið í svona þemapartý gegnum árin, mér finnst þau ekkert svakalega skemmtileg því ég er ekkert rosalega hugmyndarík þegar kemur að römmum. Hahaha já ég sagði það, ef ég er sett í ramma og á að finna uppá einhverju – þá er eins og heilinn á mér fari bara í frystinn, í pásu í smá stund. Ég læt mig samt hafa það en ekki búast við að vera boðið í búningapartý til mín 🙂

Eitt svona boðið var alveg sérstök áskorun, við áttum að mæta í Skota – einhverju, karlmenn áttu að mæta í Skotapilsi og öllu sem því tilheyrði og konurnar áttu að mæta í stíl við eiginmanninn – og í síðkjólum. Síðan fylgdi þessari áskorun alls konar vitleysa sem ég er nú að mestu búin að gleyma.

Nema hvað, góðu ráðin voru dýr í þetta skiptið, ekki átti Héðinn Skotapils en ég átti hins vegar nokkur svona köflótt efni – galdurinn var hins vegar að fá okkur í stíl. Við eiginlega ákváðum að vera þannig „Klan“ að efnin blönduðust (það er víst þannig að hver ætt í Skotlandi á sína eigin útfærslu á köflunum í pilsefninu). Þannig gat ég búið eitthvað til úr einhverju af efnunum mínum og svo myndi Héðinn leigja sér Skotapils og ég gera slaufu handa honum í stíl við dressið mitt – ekki alveg reglurnar sem lagt var upp með en hvað um það.

Ég skellti mér því í Saumahornið mitt og fór að grafa í kassana, ég fann gamalt, fallegt pils úr svörtu sléttflaueli og ég fann efni sem hentaði sem „Skotapilsefni“ Þetta var alveg ekta efni, einhver hafði meira að segja byrjað að sauma sér Skotapils úr því en gefist upp því það voru sylgjur og plíseringar í efninu.

Ég byrjaði á því að pressa plíseringarnar úr hálfsaumuðu pilsinu – eiginlega til að sjá hvað þetta væri mikið efni. Ég fann síðan annan bút af sama efni og þá var ég bara í góðum málum.

Ég ákvað að hafa neðri hlutann af kjólnum úr svarta flauelspilsinu og setja síðan eitthvað af Skotaefninu að ofan. Ég ákvað strax að þetta yrði kjóll sem ég myndi ekki eiga og því lagði ég akkúrat enga áherslu á sníðaskap – ég vildi halda eins miklu af efninu án þess að klippa það niður, til að eiga það í merkilegra verkefni 🙂

Ég opnaði pilsið að ofan, tók strenginn af því ég vildi hafa síddina niður í gólf, festi þetta svo á Gínu og fór bara í að prófa mig áfram við að vefja efninu einhvern vegin utanum þannig að þetta myndi hylja kroppinn minn. Ég átti gæjalegan rennilás með blingi og ég tengdi efnið saman með honum og lét hann vera í bakið. Síðan tók ég hinn bútinn af efninu, bjó til lengju af efninu og setti í það plíseringar – mældi bara og títaði annan endann, gerði svo það saman á hinn endann og pressaði svo.

Þessa lengju festi ég svo yfir öxlina – tilgangurinn var aðallega að halda toppnum uppi því ekki nennti ég að vera að hífa hann stanslaust upp. Ekki gleyma því að toppur og pils voru á þessum tímapunkti saumuð saman og ég er ekki það barmmikil að hann haldi þessari þyngd uppi 🙂

Þess má geta að Klanið okkar fékk það skemmtilega nafn McCVities (gott báðum megin) og ástæða þess að enginn þekkir til þessa Klans er sú að þetta er eina Klanið í sögu Skotlands sem hafði það eina hlutverk að njósna – var sem sagt í felum 😉

Hér má svo sjá endanlega útkomu, slaufan og við hjónin saman – þess má geta að “kjóllinn” hefur verið tekinn í sundur og efnið notað í annað 🙂

Takk fyrir að lesa og skoða myndir – þessu má deila ef þér líst vel á <3

Allt það besta til þín

Sigga

The post Búningaþema appeared first on .

]]>
https://saumaheimursiggu.is/2022/05/01/buningathema/feed/ 0 2220
That 70´s https://saumaheimursiggu.is/2022/02/26/that-70s/ https://saumaheimursiggu.is/2022/02/26/that-70s/#respond Sat, 26 Feb 2022 11:50:00 +0000 https://saumahornsiggu.is/?p=1978 Ég er alger sökker fyrir gömlum kjólum – er nú bara doldið stolt af því og ég elska að fara á markaði þar sem ég …

The post That 70´s appeared first on .

]]>
Endurnýting á gömlum kjólum

Ég er alger sökker fyrir gömlum kjólum – er nú bara doldið stolt af því og ég elska að fara á markaði þar sem ég dett niður á gersemar. Eitt sumarið sem við fjölskyldan vorum á Akureyri í stuttu fríi, gengum við fram á hús og þar inni var verið að selja gamla kjóla á góðu verði. Þarna var ýmislegt í boði auk kjóla sem ég hefði alveg getað kippt með mér líka en… ég hélt aftur af mér og gekk út með þennan stórkostlega 70´s kjól.

Ég einfaldlega elska litina og mynstrið – sniðið er líka flott en ég sá mig ekki nota kjólinn eins og hann var. Það stóð alltaf til að breyta honum. Þar að auki var kjóllinn of lítill á mig – nóg af efni samt til að gera skemmtilega hluti og endurnýta efnið í honum.

Það fyrsta sem mér datt í hug var að nota gamla kórkjólinn minn og blanda þessum tveim saman einhvern veginn. Kórinn sem ég var í notaði alltaf svart sem aðallit á tónleikum og svo puntuðum við okkur með einhverju þematengdu. Þetta var mjög fínt fyrirkomulag, kórkonur ánægðar að geta notað sín eigin svörtu föt – þetta þýddi hins vegar fyrir mig, að þegar ég hætti átti ég alls konar svartar flíkur sem ég bara gat ekki hugsað mér að nota. Ég er allt of litaglöð til að vera í einlitum svörtum fötum 🙂

Einn af kórkjólunum var því tilvalinn í verkið, þægilegur kjóll með vösum og passlega síður fyrir daglega notkun.  Mér finnst skemmtilegast að sýna ferlið í myndum svo hér koma þær 🙂

Kórkjóllinn eins hann var í upphafi breytinga; einlitur og lítið að frétta

Þessi hins vegar mun hressari og skemmtilegri. Það sést ekki á myndinni en rennilásinn í bakið er galopinn 😀

Klippt og skorið, mælt og pinnað niður…mátað og breytt…

Ferlið tók alveg slatta tíma en það var þess virði finnst mér

Ég er virkilega ánægð með útkomuna og elska að nota kjólinn í dag 🙂 Þarna uppgötvaði ég snilldina við að nota keilusniðið, sniðið sem ég nota í nánast öllum mínum fatabreytingum – sérstaklega þegar ég er að stækka flík.

Hér getur þú horft á ferlið

Takk fyrir að lesa, ef þér líkaði lesturinn máttu gjarnan deila með þeim sem þú vilt <3

The post That 70´s appeared first on .

]]>
https://saumaheimursiggu.is/2022/02/26/that-70s/feed/ 0 1978
“Opið hús” https://saumaheimursiggu.is/2015/10/02/opid-hus/ https://saumaheimursiggu.is/2015/10/02/opid-hus/#comments Fri, 02 Oct 2015 10:36:25 +0000 http://saumahornsiggu.com/?p=496 Eins og ég nýt þess að dunda mér alein í saumahorninu mínu, þá er fátt skemmtilegra en að fá fólk í heimsókn í hornið mitt …

The post “Opið hús” appeared first on .

]]>

Eins og ég nýt þess að dunda mér alein í saumahorninu mínu, þá er fátt skemmtilegra en að fá fólk í heimsókn í hornið mitt 🙂 Í síðasta mánuði ákvað ég að halda “opið hús” í tilefni þess að ég var búin að breyta og bæta. Það kallaði auðvitað á að eiga eitthvað til að sýna þannig að ég þrusaði mér í  að búa til nokkrar stærðir af sniði…

Þetta snið hef ég notað ótrúlega mikið, fyrst saumaði ég þessa kjóla, þeir eru úr teygjanlegu efni

Svo prófaði ég að nota önnur efni, minna teygjanleg, m.a. hrein ullarefni

Þetta snið er sem sagt hægt að nota á hvaða efni sem er, ég nota annað hvort prjónaefni í hliðarnar – eins og hér – eða rennilás á bakið.

Ég skellti mér því í að búa til fleiri stærðir af þessu sniði, saumaði slatta af skvísukjólunum bláu og skellti þeim á slánna hjá hinum kjólunum. Allt í einu var sláin bara full, voða gaman 🙂

Í sumar hafa svo verið að fæðast hugmyndir varðandi ullarefnin og mig langaði að gera eitthvað til að sýna sem nýtt fyrir veturinn. Ég er búin að vera með í maganum svona sett, kjóll og kápa í stíl. Þar sem ég á nóg af ullarefnum þá skellti ég í eitt svona sett, í minni stærð auðvitað 😉

Ég er voða hrifin af öllu svona gamaldags, þið ættuð að koma heim til mín, ekkert nema gömul húsgögn 🙂 En þetta sett minnir mig einhvern veginn á eitthvað gamaldags, kannski eru það bara efnin – þau eru nefnilega ansi gömul 🙂

Svo kom jú dagurinn og svo gaman að segja frá því að það kom bara fullt af skemmtilegu fólki sem skoðaði, mátaði, keypti og pantaði – það var náttlega ekki allt til 🙂

Það sem var einna skemmtilegast við þennan dag var spjallið og fiktið í efnunum – sem gaf af sér fleiri hugmyndir og efnisnotkun. Segi betur frá því seinna.

Peysurnar voru, auk skvísukjólanna, vinsælar – enda þægilegar, mjúkar og góðar…

        

Ég er strax farin að hlakka til að segja ykkur frá efninu sem kemur á óvart 🙂

Takk fyrir mig 🙂

The post “Opið hús” appeared first on .

]]>
https://saumaheimursiggu.is/2015/10/02/opid-hus/feed/ 2 496