peysur Archives - https://saumaheimursiggu.is/tag/peysur/ Making the world a better place one stitch at a time Sat, 03 Jun 2023 05:39:05 +0000 en-US hourly 1 https://wordpress.org/?v=6.5.3 https://saumaheimursiggu.is/wp-content/uploads/2023/05/cropped-SSW-favico-32x32.png peysur Archives - https://saumaheimursiggu.is/tag/peysur/ 32 32 230878731 Ó mæ, þetta efni… https://saumaheimursiggu.is/2015/10/28/o-mae-thetta-efni/ https://saumaheimursiggu.is/2015/10/28/o-mae-thetta-efni/#comments Wed, 28 Oct 2015 11:32:14 +0000 http://saumahornsiggu.com/?p=521 Þegar ég byrjaði með þetta saumablogg þá sagði ég ykkur frá efnaútsölunni í húsinu við hliðina á okkar, þar var einu sinni efnabúð sem hér …

The post Ó mæ, þetta efni… appeared first on .

]]>

Þegar ég byrjaði með þetta saumablogg þá sagði ég ykkur frá efnaútsölunni í húsinu við hliðina á okkar, þar var einu sinni efnabúð sem hér Hornið. Alla vega, ég týndi bæði stað og stund þarna á útsölunni, innan um rykfallin efni sem einnig höfðu lent í sóti og sum í raka (sem ég keypti að sjálfsögðu ekki) Mest af þessum efnum voru ullarefni en allt í einu blasti þetta við mér

– uppvafið í stranga reyndar, en samt… Þetta efni kallaði bara á mig, ég skildi eiginlega ekkert í því, þetta er alls ekki minn stíll og ég hafði ekki hugmynd um hvað ég ætlaði að nota efnið í…Ég reif samt  strangann fram – doldið í græðgi – og skellti honum í bunkann sem ég ætlaði að kaupa, hugsaði að ég hlyti á endanum að fá einhverja hugmynd að notkunarmöguleikum. Efnið er trúlega akrýl heilt í gegn – efni sem margir fúlsa við því það er ekki snefill af náttúrulegum eiginleikum – túrkis blátt að lit og með gulu neonlitu mynstri…

Jæja, efnið fór með mér heim, upp í hillu  í saumahorninu og beið þar…og beið….og beið…og ekki datt mér neitt sniðugt í hug að nota það í. Síðan leið tíminn og ég gerði mér peysu, svona eins og þessa

og hélt svo opið hús, sagði frá því hér um daginn. Það skemmtilega við opið hús er að fá fólk inn, fólk sem skoðar efnin, fiktar og dettur ýmislegt í hug. Þar voru tvær sem féllu fyrir efninu góða og pöntuðu svona peysu úr því efni. Sif fékk sér peysu eins og þessa brúnu hér að ofan…

Gunnhildur besta mín leyfði mér að prófa mig áfram í sníðagerð og þetta varð útkoman á hennar peysu…

Peysuna gerði ég eftir sníðakerfi Lutterloh en þar tekur maður brjóst-og mjaðmamál og býr til snið úr þeim málum – eftir kúnstarinnar reglum 🙂

Það er skemmst frá því að segja að peysurnar hafa slegið í gegn, vekja athygli hvar sem þær koma, pantanir detta inn og nú er efnið uppselt, síðasta peysan verður tilbúin fyrir lok nóvember.

Ótrúlega skemmtilegt hvernig hlutirnir detta á sinn stað – ég var t.d. að stefna á ullarjakkagerð fyrir veturinn en peysurnar tóku yfirhöndina…

Sjáum til hvað ég geri með ullarjakkana 🙂

Takk fyrir mig 🙂

The post Ó mæ, þetta efni… appeared first on .

]]>
https://saumaheimursiggu.is/2015/10/28/o-mae-thetta-efni/feed/ 3 521