Year: 2015

  • …og tíminn flaug

    …og tíminn flaug

    Ó mæ, ó mæ hvað tíminn hefur flogið frá mér – það eru tæpar tvær vikur síðan ég setti inn færslu! Síðasta vika var mjög annasöm enda loksins komin á skrið og með fulla orku eftir flensuna. Hamagangurinn kostaði mig svo tveggja daga þreytu – en það er kostnaðurinn við að fara framúr sjálfri mér…

  • Uppskriftir og snið

    Uppskriftir og snið

    Ermar úr Léttlopa – uppskrift Jæja, vikan búin að vera alherjar flensa og slappleiki, ég hef ekkert farið í saumahornið mitt og sakna þess alveg ágætlega. Til að horfa á þessa viku með jákvæðum augum þá hafði ég mig í að prjóna smávegis í flensuhangsinu. Ein af pælingunum á bak við bloggið er að deila…

  • Míns eigins…

    Míns eigins…

    Undanfarið hefur verið mikið að gera hjá mér, bæði í að afgreiða pantanir á kjólunum mínum, og í að vinna við prototypu fyrir fyrirtækið sem ég sauma fyrir. Ég ákvað því að gefa mér tíma til að sauma kjól handa sjálfri mér. Mér finnst öll efnin mín svo falleg og mig langar að sauma mér flíkur…

  • Hugleiðing

    Hugleiðing

    Mér finnst ég vera ótrúlega heppin að hafa uppgötvað þessa getu mína til að sauma. Ég hef eins lengi og ég man eftir mér, haft áhuga á líkamanum; hvernig hann lítur út, hvers vegna hann lítur út eins og hann gerir, mismunandi líkamsgerðir og svo auðvitað, hvernig hann virkar. Í mörg ár var líkamsræktin efst…

  • Lutterloh

    Lutterloh

    Vikan í saumahorninu er búin að vera frekar þreytt hjá mér, líklega vegna anna síðustu viku – tek svona annasömum vikum fagnandi en greiði stundum fyrir þær með þreyttum kroppi. Mér finnst ég hafa gert ósköp lítið en er nú samt búin að sauma ca. 25 pör af ullarlúffum og stytta tvennar buxur. Það er…

  • Fjölbreytt vika

    Fjölbreytt vika

    Vikan í litla saumahorninu er búin að vera aldeilis frábær og nóg að gera. Ég seldi þessa þrjá kjóla og fékk pöntun á einn grænan í viðbót. Ég elska þegar fólk vill vera í fötunum sem ég bý til 🙂 Svo er ég búin að vera þó nokkuð í ullinni. Undanfarin þrjú ár hef ég…

  • Eitt snið, margar flíkur

    Eitt snið, margar flíkur

    Ég er búin að vera að leika mér með sniðin sem ég hef búið til. Tískan í dag er svo einföld, bolir og kjólar frekar víðir, beint snið og stundum stroff. Ég er ein af þeim sem hef þennan beina vöxt, þ.e. það vantar á mig mittið – svona að mestu leyti 🙂 Ég lít því…

  • Að fela saumfarið

    Að fela saumfarið

    Síðasta vika var skrýtin vegna þess að overlock saumavélin bilaði og ég gat ekki saumað á hana…ekki nóg með það, tölvan mín bilaði líka þannig að ég komst ekki að blogga – alveg getur maður orðið háður því. Því miður lítur út fyrir að hún sé látin. Ég er sem sagt að stelast í tölvu dóttlunnar…

  • Að sauma gardínur

    Að sauma gardínur

    Jæja, er nú eitthvað að flækjast með uppsetninguna – alltaf að læra 🙂 Það er ekki meiningin að vera með sérstakt fróðleikshorn, heldur bara setja inn svona þegar verkefnin bjóða uppá lýsingu. Hver veit, kannski breyti ég þessu aftur, það kemur bara í ljós 🙂 Skvísuna mína vantaði gardínur fyrir gluggann hjá sér og við…

  • Litla, hvíta hænan

    Litla, hvíta hænan

    Þetta er hún, litla, gula…nei hvíta hænan mín. Nú gætu sumir spurt sig, hvað er eldhústímamælir að gera á saumastofu? Nú skal ég segja þér lesandi góður, þessi hæna er búin að vera mín stoð og stytta núna í u.þ.b. ár. Það er nefnilega þannig að kroppurinn minn og hugur eru ekki alltaf tengdir og hugurinn ekki…