Facebook
Picture of Sigga

Sigga

Út í bæ

Mikið óskaplega er ég búin að vera andlaus varðandi bloggið í vetur, það góða er nú samt að ég hef tekið myndirnar og séð greinarnar fyrir mér…það hefur bara vantað textann 🙂

Eitt af því sem ég gerði núna á nýju ári var að taka að mér verkefni utan Saumahornsins. Það var nú doldið ævintýri, ég tók með mér saumavélina niður í Skeifu, þar voru tveir ungir og myndarlegir menn með fyrirtæki sem heitir Keyhabits, hér er hægt að skoða það. Þeir þurftu að láta stytta ansi stórar og miklar drapperingar. Drapperingar nefnast öðru nafni tjöld 🙂

Ég vissi í raun ekkert hvað ég var að fara útí og veit ekki alveg hvort ég hefði tekið þetta að mér, vitandi nú hvernig kroppurinn myndi taka því – en ég fór og græjaði þetta, tók svo nokkra daga í að jafna mig 🙂

Svona leit þetta út þegar ég kom… 

Tjöldin 3-4 metra há og 40cm of síð, sem gerði það að verkum að drapperingarnar virkuðu ófrágengnar og “sjoppulegar” Ég byrjaði á að skríða með gólfinu til að næla efnið upp í rétta sídd- efnið var allt of þungt og mikið til að taka niður og mæla þannig. Þar að auki var loftið á sumum stöðum hallandi, og drapperingarnar festar í það, og því hefði verið miklu meira mál að mæla rétta sídd með tjöldin liggjandi á gólfinu.

Svo var ekkert annað í stöðunni en að stilla litlu borði við tjöldin, saumavélina ofaná og ná svo í efnið til að sauma – færa síðan reglulega borðið með öllu hafaríinu á, þangað til ég náði að sauma út á enda 🙂 Skemmtilega öðruvísi verkefni og hér koma nokkrar “eftir” myndir – þess má geta að hvítu drapperingarnar voru alveg eins; stórar, þungar og 40cm of síðar  🙂

Jamm, eins og ég segi, skemmtilega öðruvísi verkefni – veit ekki hvort ég tæki svona að mér aftur en þeir mega eiga það, myndarlegu gaurarnir í Keyhabits að þeir voru hjálplegir í alla staði, röltu um svæðið með borðið og gerðu allt sem þeir gátu til að gera mér verkið sem léttast 🙂

Takk fyrir mig 🙂

Saumasaga Siggu

“…uhhh, mögulega geturðu breytt honum…” Uppúr árinu 2000 hófst mín vegferð í saumaskap. Það þróaðist þannig að ég varð óvinnufær á hinum almenna vinnumarkaði og

Lesa áfram »