Facebook
Picture of Sigga

Sigga

Endurnýting

Það er svo skemmtilegt hvernig hlutirnir æxlast og ég elska þegar ég næ að sleppa þörfini til að stjórna ferlum og atburðum, að hlutirnir bara smella saman eins og hlutar í púsluspili. Í sumar fór ég í samstarf með Græna Kompaníið í Grundarfirði og auglýstum við viðburð í Fatabreytingum. Planið var að ég myndir mæta, halda Vinnusmiðju í fatabreytingum og slá í gegn…eða þannig. Dömurnar í Græna Kompaníinu sáu um að auglýsa viðburðinn á réttum stöðum í og kringum Grundarfjörð og áhugi vaknaði. Þegar á reyndi varð samt ekkert úr, fólk var einfaldlega upptekið við annað og Vinnusmiðjunni var aflýst.

“Fátt er svo…að ekki boði nokkuð gott” segir máltækið og það er hverju orði sannara. Í þessu tilvikið stórgræddi ég á þessu samstarfi…sem þó varð ekki úr, því einhver rakst á auglýsingu, sagði einhverjum sem sagði Jennýju hjá Kvenfélagasambandi Íslands. Jenný gerði sér lítið fyrir, hringdi bara í mig og bauð mér á fund. Hún er í forsvari fyrir nefnd innan Kvenfélagasambandsins sem vinnur að vitundarvakningu í þjóðfélaginu, gegn fatasóun.

Til að gera langa sögu styttri þá varð úr að þær buðu mér að halda svona Vinnusmiðju á þeirra vegum, þar sem ég var leiðbeinandi í fatabreytingum og endurnýtingu efna. Vinnusmiðjan var haldin miðvikudaginn 22. september og komust færri að en vildu.

Þetta er með því skemmtilegasta sem ég hef gert, kennaragenið í mér elskar að leiðbeina og miðla minni þekkingu og eins og ég nefndi í síðasta bloggi, þá brenn ég fyrir meðvitund um afleiðingar offramleiðslu textíl- og fataframleiðslu – út með fast-fashion og inn með slow-fashion.

Hér má sjá nokkrar myndir, frábærar konur úr nefndinni voru mér innan handar enda reynslumiklar saumakonur og boðið var uppá dásemdar kjötsúpu í kvöldmatinn. Þátttakendur fóru ánægðir heim, sumir kláruðu sínar flíkur, aðrir halda áfram heima undir minni leiðsögn í lokuðum hópi á Facebook.

Þess má geta að ég tek að mér að koma út á land og það má lesa meira um Vinnusmiðjurnar mínar, hér á heimasíðunni.

Takk fyrir lesturinn, ef þér líkaði verð ég þakklát ef þú smellir á stjörnur – að ég tali nú ekki um að fylgja <3

Saumasaga Siggu

“…uhhh, mögulega geturðu breytt honum…” Uppúr árinu 2000 hófst mín vegferð í saumaskap. Það þróaðist þannig að ég varð óvinnufær á hinum almenna vinnumarkaði og

Lesa áfram »