Fatabreytingar · Fróðleikur · Námskeið · Patterns · Saumaskapur · Sewing · Up-cycling

Miðlun…

Þegar ég byrjaði með bloggið mitt þá langaði mig að miðla því sem ég kann, það var útgangspunkturinn. Svo einhvern veginn fannst mér ég ekki vera að skrifa þannig að fólk gæti lært en var samt ekki tilbúin að fara að útbúa kennsluvideo eða eitthvað þannig.

Tíminn leið og alltaf var ég með þessa tilfinningu um að langa til að miðla því sem ég kann, bloggið varð stopult því mér fannst ég þurfa að skrifa svo mikið og heilinn var bara oft ekki þar. Það var svo ekki fyrr en Covid-árið fræga 2020 sem hugmyndin um námskeið í Saumahorninu fór að vakna. Eftir alls konar vinnu (innri vinnu aðallega) er ég farin að halda námskeið og vá, hvað þetta er nákvæmlega það sem ég vil. Ég hef vitað í mörg ár að það er kennari í mér, ég er góð í að miðla til annarra og að kenna – fór í KHÍ meira að segja 🙂 og loksins hef ég fundið flöt á minni ástríðu sem hentar mér.

Námskeiðin byrjuðu í haust, þau eru fyrir einstaklinga, mesta lagi tvo saman og þau fara fram í Saumahorninu. Þar tek ég á móti einstaklingum sem langar að læra að sauma – eða auka núverandi saumagetu og saman finnum við flöt sem hentar öllum.

Ég eeeelska þetta, bara elska. Það er svo gaman að hitta áhugasama manneskju, fara með henni í grunnatriði saumaskapar og fylgjast með henni móta nýja flík; finna snið og efni, mæla, sníða og sauma.

Eins og ég segi þá elska ég að kenna, svo er það hitt, að kenna fólki að verða sjálfstætt í saumaskap, að efla sjálfstraust í að búa til sínar eigin flíkur og horfa á hvernig hugmyndaflug og frumkvæði eykst með hverju skiptinu sem mætt er. Þetta er draumur fyrir manneskju eins og mig, sem brennur fyrir meðvitund um fatasóun, sem blöskrar offramleiðslan á lélegum textíl og fatnaði – að ég tali nú ekki um umhverfisáhrif og meðhöndlun vinnuafls í textíl- og fataverksmiðjum heimsins.

Staðreyndin er nefnilega sú að þegar þú lærir að sauma, ferð í gegnum ferlið sem fylgir því að búa til eina flík, þá vaknar þú (vonandi) til meðvitundar um verðmætin sem liggja að baki framleiðslunni. Að flík sem kostar 3.000kr í verslun er grunsamlega ódýr þegar horft er til hönnunar, sníðagerðar, efnisframleiðslu, sníðunnar, saumaskapar, flutninga, tolla, álagningar verslunar…..einhvers staðar í þessu ferli er einhver sem ekki fær réttlát laun. Hver skyldi það nú vera?

Ég vil gjarnan leggja mitt af mörkum varðandi fatasóun og geri það með því að kenna fólki að sauma sínar eigin flíkur, að breyta flíkum sem það á nú þegar og legg áherslu á endunýtingu fatnaðar og gamalla gæða efna.

Takk fyrir lesturinn – ef þér líkar, smelltu þá á stjörnu fyrir mig ❤

Ein athugasemd á “Miðlun…

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s