Ég hef undanfarið talað um hugmyndaflæði, kannski stundum eins og það sé eitthvað sérstakt sem aðeins sumir búa yfir. Mig langar í þessum pistli að velta oggu vöngum yfir þessu hugtaki.

Ég vona að þú njótir

Hvað er hugmyndaflæði?

Við fáum öll hugmyndir – hugmyndaflæði er ekkert annað en að leyfa huganum að reika;

  • Hvað ætti ég að hafa í matinn í kvöld
  • Hvernig blóm/plöntur langar mig að hafa í garðinum?
  • Hvað ætla ég að verða þegar ég verð stór?
  • Ef ég væri 10x hugrakkari en ég er í dag, hvernig lífi myndi ég lifa, hvernig manneskja væri ég?
  • Ef ég fengi lottóvinning, hvað myndi ég gera við peningana?
  • Hvernig get ég orðið meira sjálfbær í fatastíl?
  • Hvað langar mig að sauma?

Okkur vantar yfirleitt ekki hugmyndir, og sum okkar eru með hugmyndaóreiðu í höfðinu nánast allan sólarhringinn.

Hvað gerum við svo við hugmyndirnar okkar?
  • Gleymum við þeim, flokkum þær sem drauma sem við slökkvum?
  • Koma sömu hugmyndirnar upp aftur og aftur, trufla okkur stundum?
  • Keyrum við hverja einustu hugmynd í gang, rekumst svo á vegg og gefumst upp?
  • Flokkum við hugmyndir skipulega, búum til forgangslista og framkvæmum við svo allar hugmyndir sem koma upp – alltaf?

Hugmyndaflæði gengur að mínu mati, ekki einungis út á að fá hugmyndir – við fáum öll hugmyndir 😊

Hugmyndaflæði gengur út á að flokka hugmyndirnar, koma skipulagi á þær og framkvæma svo þær sem eru raunhæfar og álitlegar.

Saumaheimur Siggu

Ég legg mikla áherslu á þennan hluta með meðlimum Saumaheims Siggu. Á ferðalagi að sjálfbærum fatastíl er mikilvægt að geta flokkað og skipulagt hugmyndir varðandi fatanýtingu. Þannig flokkum við ekki bara frá þær hugmyndir sem eru ekki raunhæfar, heldur byggjum við upp opinn huga sem hjálpar okkur í hverju einasta verkefni sem við stöndum frammi fyrir.

Þess vegna hef ég sett saman nákvæmt skipulag varðandi flokkun og síun á hugmyndum. Með því að taka hugmyndir saman skipulega, flokka þær og sía óraunhæfar hugmyndir frá, þá endum við yfirleitt með örfáar hugmyndir sem eru ekki bara raunhæfar, heldur mest spennandi – og framkvæmanlegar.

Tökum dæmi

Ein af leiðinlegri spurningum okkar heimilisfólks:

Hvað eigum við hafa hafa í matinn í kvöld?

Hugmyndaflæði;

  • Kaupa take out
  • Elda eitthvað
  • Fara út að borða
  • Troða okkur í mat hjá öðrum
  • Bjóða einhverjum heim sem kemur með mat
  • Bjóða einhverjum heim sem nennir að elda fyrir okkur

Flokkun og síun – þá tökum við hverja hugmynd fyrir sig og skoðun hana nánar

Kaupa take out: nýbúin að kaupa, kostar pening, einfalt og yfirleitt gott, óhollt samt…hvaða mat?

Elda eitthvað: hagkvæmast, hugguleg samvera, eigum við mat til að elda? Þarf að fara í búð?

Fara út að borða: dýrt, tekur tíma að fá matinn, hvert á að fara?

…og svo fram eftir götunum.

Síðan veljum við 3-5 hugmyndir sem okkur líst best á og tökum þær lengra:

Elda heima:

  • Fiskur; tilbúinn frá fisksala, kartöflur keyptar þar
  • Kjöt; lamb, naut, grís – tilbúnir réttir, marinerað í búð, grilla eða setja í ofn
  • Grænmetisrétt; pasta með grænmeti, tilbúið í ofn frá Nettó, kalt salat, baguette með fersku grænmeti og djúsí sósu…

Svona getum við hugmyndaflætt – látið hugann reika – um hverja einustu hugmynd. Þegar við höfum farið í gegnum hugmyndirnar varðandi hvað á að vera í matinn í kvöld, stöndum við mögulega uppi með hugmyndir að kvöldmat næstu 4-6 dagana.

Leyfðu nú huganum að reika varðandi fötin sem þú átt í fataskápnum, þessi sem þú notar ekki!

Ef þú vilt aðstoð við hugmyndaflæði ertu velkomin í Saumaheim Siggu, þú getur meira að segja bókað hjá mér spjall áður en þú tekur ákvörðun um að vera með

Bóka spjall um ferðalag til sjálfbærni í fatastíl

Takk fyrir að lesa, ef þér líkar máttu gjarnan deila áfram <3

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Áhugaverðar greinar