Saumaheimur Siggu heldur reglulega opin námskeið varðandi endurnýtingu, hugmyndaauðgi, sköpunarhæfni og -gleði. Námskeiðin fara fram á Zoom og fjalla fyrst og fremst um mikilvægi þess að leyfa hugmyndum að flæða, að flokka þær eftir ákveðnu fyrirkomulagi og vera á endanum með 1-3 tilbúnar og framkvæmanlegar hugmyndir fyrir breytingar á flík.

Farið er í gegnum þrjú stig hugmyndaflæðis, hugmyndir flokkaðar eftir 4 spurningum.