Óflokkað · Fatabreytingar · Námskeið · Patterns · Recycling · Saumaskapur · Sewing · Up-cycling

„Ein sit ég og sauma…“

Þá er Saumaheimur Siggu kominn á laggirnar og nú er hægt að skrá sig á netnámskeið. Þetta netnámskeið, “Sjálfbærni í saumaskap, endurnýtingu og fatastíl” er sjálfstætt nám, þ.e. þú kaupir aðgang að kennsluefninu, hefur aðgang í 12 mánuði og lærir það sem þú vilt á þeim tíma, þegar þér hentar. Efnið, sem er allt á íslensku, spannar allt frá byrjendasaumaskap, upp í sniðgerð eftir málum og endurhönnun á gömlum flíkum. Mánaðarlega auglýsi ég vinnusmiðju, þar sem við búum eitthvað til – eða þematengda upplýsingaöflun, td. hvernig er sniðugt að ganga frá hálsmáli. Við verðum í lokuðum hópi á Facebook þar sem ég er til staðar, með ráðgjöf og hvatningu. Reglulega bætist í gagnagrunninn, allt eftir því hvað ég er að vinna með.


Ég trúi því að þegar við kunnum að sauma og förum að endurnýta eða huga að okkar flíkum, þá breytist viðhorf okkar til fjöldaframleidds fatnaðar; þegar við vitum hvað fer mikill tími í að sauma/breyta/gera við flík, þá minnkum við kaup á flíkum sem hafa skringilega lágt verð – því við vitum að einhvers staðar í ferlinu, er einhver sem ekki fær greitt fyrir sína vinnu. Þegar við saumum, fáum við líka tilfinningu fyrir gæðum efnanna og við sjáum hvenær flík er illa saumuð.


Með þessu móti tökum við öll lítil skref í því að minnka þessa svakalegu fatasóun sem á sér stað í hinum vestræna heimi. Þessum texta nappaði ég í Kubuneh í Vestmanneyjum. Ég fékk alveg leyfi til að taka mynd en svona er hann á ensku:
“When many little people, in many little places, do many little things – then the world changes.” 
Mér fannst hann svo flottur að ég snaraði honum á okkar ylhýra:
“Þegar margir, á mörgum litlum stöðum, gera marga litla hluti – þá breytist heimurinn.”
Svo er auðvitað hinn póllinn og það er möguleikinn til að skapa sér sinn eigin fatastíl, byggja upp sjálfstraust til að vera öðruvísi en allir hinir – það er einstök tilfinning skal ég segja þér 🙂
Ég læt hérna fylgja slóðina á netnámskeiðið – svo er líka opin skráning á haustnámskeiðin.https://saumaheimursiggu.teachable.comhttps://saumahornsiggu.is/namskeid/ 
Ef þú hefur spurningar varðandi hvað gæti hentað þér, sendu mér þá línu og við finnum tíma í spjall.

Hérna má líka fá smá innsýn í námskeiðið á netinu

Takk fyrir að lesa – ef þér líkaði máttu gjarnan deila ❤

Allt það besta til þín og þinna – Sigga

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s