Hver yfirhöfn er einstök og kemur einungis í einu eintaki. Yngvar eru saumaðir úr áður elskuðum textíl, þar sem ýmsum efnum er blandað saman. Yngvarnir endast vel, þeir eru tímalausir í útliti og fyrir öll kyn.
Það er gaman að segja frá því að mestu gæðaefnin í Yngvunum mínum, koma frá vefnaðarversluninni Horninu.
Hornið var búðin sem ég fór í með mömmu þegar ég var lítil, Verslunin var á Kársnesbraut, í bílskúr, áföstum íbúðarhúsi og þar var Hulda við stjórn.
Verslunin lokaði í kringum 1990 vegna veikinda Huldu, hún lést 1994 og bílskúrnum læst með efnalagernum óhreyfðum.
Þegar við fjölskyldan fluttum í draumahúsið árið 2014, kom í ljós að það var við hliðina á gömlu versluninni – og ástvinir Huldu voru að selja gamla, gamla lagerinn frá Horninu.
Ég auðvitað stökk yfir grjóthleðsluna milli lóðanna og keypti nánast öll bestu og fallegustu efnin.
Ég elska að blanda saman efnum og í hverjum Karakter eru efni héðan og þaðan; ull frá englandi, prjón frá Akureyri, silki frá Kína og þar fram efnir götunum. Efnin eiga það sameiginlegt að vera hlaðin gæðum og því ber að meðhöndla sinn Karakter með hliðsjón af því.
Ég mæli með viðrun og ef þörf krefur, að leggja í bleyti í kalt/volgt vatn.
Yngvarnir eru allir í yfirstærð og henta öllum sem þora.
Yngvarnir koma í nokkrum sniðum og það bætast ný snið í hópinn af og til. Þú ættir því að geta fundið Karakter sem hentar þér.
Hver Yngvi kostar 38.000kr