Saumaheimur Siggu býður upp á ýmiss konar þjónustu, allt frá ókeypis ráðgjöf í lokuðum hópi á Facebook, upp í sérsaumaðar flíkur, námskeið og fyrirlestra.

Allt fjallar þetta um hvernig við getum nýtt fatnað og textíl, breytt og bætt til þess að eiga flíkurnar lengur – og skapað okkar eigin sjálfbæra fatastíl. Staðreyndin er sú að fataskápurinn okkar geymir fjársjóð – mögulega fjársjóð sem þú veist ekki af…ennþá.

Saumaheimur Siggu leiðbeinir þér að finna fjársjóðinn

Námskeið

 Námskeið á haustönn

Fimmtudagur 26. september – Fjársjóður í Fataskápnum hefst

Mánudagur 30. september – Fjársjóðurinn á Zoom hefst

Almennar breytingar á fatnaði, ráðgjöf og fræðsla um nýtingu textíls.

Farið er í hugmyndaflæði og hver þátttakandi vinnur á sínum hraða, með þær breytingar sem hann óskar.

Fjögur skipti tveir og hálfur tími í senn.

Fjársjóðurinn á Bókasafni Kóp – Verð kr.  42.000,-

Fjársjóðurinn á Zoom – Verð kr. 24.000

Skoða Fjársjóðurinn í Fataskápnum

Mánudagur 4. nóvember – Hugmyndaflæði

Námskeiðið fer fram á Zoom. Farið í flæði, síun, flokkun og útfærslu hugmynda.

Verð kr. 5.000,-

Skoða Hugmyndaflæði á Zoom

Fimmtudagur 14. nóvember – Eitt Spor í Einu 

Byrjendanámskeið í notkun saumavélar. Farið er í helstu stillingar og virkni. Þáttakendur sauma sér tösku úr gallabuxum

Tvö skipti, tveir og hálfur tími í senn – staðarnámskeið

Verð kr. 18.500,-

Skoða Eitt spor í einu

 

Sérsaumur

Langar þig að minnast ástvina með því að eignast nýja flík úr þeirra fatnaði eða textíl?

Gardínur, jakkaföt, slæður, kjólar, kápur og ég veit ekki hvað, geta orðið eitthvað alveg nýtt í mínum höndum og

  • í samvinnu sköpum við eitthvað fallegt.
  •  einstök flík fyrir sterkan karakter

“Elskuð flík – elskuð að nýju”

Hafðu samband fyrir nánari upplýsingar

Fyrirlestrar

Vissir þú:

  • að Ísland sendir hátt í 3000 tonn af textíl til útlanda

  • að textíl/fataiðnaðurinn er þriðji stærsti mengurnarvaldur heimsins

Ég býð upp á fyrirlestra og fræðslu um hvernig við getum nýtt fötin okkar betur, breytt þeim og bætt – og þannig stórminnkað kaup á nýjum fatnaði – og breytt okkar kauphegðun.

Hafðu samband fyrir nánari upplýsingar