Facebook
Picture of Sigga

Sigga

Fleiri myndir

Elska þetta snið, fyrirmyndin er á fyrstu mynd. Féll strax fyrir þessu sniði en var smá rög að sauma uppúr því, byrjaði á stuttum köflóttum kjól – frekar þykkt efni en kostaði lítið svo ég lét slag standa. Tókst að óskum og því réðist ég í silkikrepið sem ég var búin að eiga í doldið langan tíma. Toppurinn var svo “móðir brúðarinnar”, Magga sem bað mig að hanna og sauma kjól fyrir brúðkaup dótturinnar – þar tók ég sniðið á næsta “level”, klippti það allt í sundur og raðaði uppá nýtt, bætti við ermum og guð má vita hvað. Hrikalega skemmtileg vinna sem tók ágætlega á og algerlega þess virði því Magga var hæstánægð.

Yfirhafnir…gömlu geggjuðu efnin sem mér áskotnaðist úr lager sem legið hafði óhreyfður frá 1994. Tilraunastarfsemin varðandi efnin heldur áfram 🙂

Saumasaga Siggu

“…uhhh, mögulega geturðu breytt honum…” Uppúr árinu 2000 hófst mín vegferð í saumaskap. Það þróaðist þannig að ég varð óvinnufær á hinum almenna vinnumarkaði og

Lesa áfram »