Category: Óflokkað
-
Arfurinn
Hmmm hvað á hún við með þessu? Á nú að fara að argintætast eitthvað um arf sem engum kemur við nema fjölskyldunni? Nei nei, engar áhyggjur, í dag langar mig að tala um arfinn sem við fáum í gjöf – karaktereinkenni foreldra okkar 🙂 Ég ólst upp í 6 systkina hópi, yngst og skemmtilegust auðvitað…
-
Verkefnin…
Öll höfum við verkefni hér í þessu dásamlega lífi, þau birtast á þröskuldinum okkar, stundum óumbeðin og stundum eftir langa bið. Sum verkefnin er stór og önnur lítil, sum standa yfir í stuttan tíma og sumum ætlar aldrei að ljúka – og viðhorf okkar til verkefnanna eru eins misjöfn og við erum mörg 🙂 Undanfarið…
-
Breytingar eru góðar
Jæja, þá er það kjóllinn sem ég keypti á útsölunni í Corner í Smáralind. Eins og ég sagði í síðustu færslu, sem má lesa hér, þá elska ég að breyta flíkum og keypti mér fallegan kjól á góðu verði. Hann var hins vega ansi hreint viðburðalítill og ermarnar allt of þröngar. Ég gleymdi að taka…
-
Hér er ég…hér er ég…
…góðan daginn, daginn, daginn! Síðustu mánuðir hafa verið undirlagðir framkvæmdum innanhúss og litla saumahornið verið notað sem margt annað en saumaaðstaða; þvottahús, sögunaraðstaða, geymsla og margt, margt fleira… Það segir sig sjálft að lítið hefur farið fyrir saumaskap, ekki bara er aðstaðan fáránleg heldur eru svona framkvæmdir mikið álag á bæði kropp og sál. Margir…
-
Fleiri myndir
Elska þetta snið, fyrirmyndin er á fyrstu mynd. Féll strax fyrir þessu sniði en var smá rög að sauma uppúr því, byrjaði á stuttum köflóttum kjól – frekar þykkt efni en kostaði lítið svo ég lét slag standa. Tókst að óskum og því réðist ég í silkikrepið sem ég var búin að eiga í doldið…
-
Út í bæ
Mikið óskaplega er ég búin að vera andlaus varðandi bloggið í vetur, það góða er nú samt að ég hef tekið myndirnar og séð greinarnar fyrir mér…það hefur bara vantað textann 🙂 Eitt af því sem ég gerði núna á nýju ári var að taka að mér verkefni utan Saumahornsins. Það var nú doldið ævintýri,…
-
Ó mæ, þetta efni…
Þegar ég byrjaði með þetta saumablogg þá sagði ég ykkur frá efnaútsölunni í húsinu við hliðina á okkar, þar var einu sinni efnabúð sem hér Hornið. Alla vega, ég týndi bæði stað og stund þarna á útsölunni, innan um rykfallin efni sem einnig höfðu lent í sóti og sum í raka (sem ég keypti að…
-
“Grease” kjóllinn
Hver elskar ekki bíómyndina “Grease” – Danny, Sandy, Rizzo og öll hin? Alla vega ein af mínum uppáhalds og þá var nú ekki leiðinlegt að fá að sauma kjól fyrir “Grease” þema á árshátíð. Anna María bað mig að sauma “Rizzo” kjól – ég var nú smá hikandi, átti ekki snið og var eitthvað að…
-
“Opið hús”
Eins og ég nýt þess að dunda mér alein í saumahorninu mínu, þá er fátt skemmtilegra en að fá fólk í heimsókn í hornið mitt 🙂 Í síðasta mánuði ákvað ég að halda “opið hús” í tilefni þess að ég var búin að breyta og bæta. Það kallaði auðvitað á að eiga eitthvað til að…
-
DIY andlitslyfting í horninu
Það er aldeilis langt síðan síðast, sumarið bara langt liðið og ég veit ekki hvað. Ýmislegt hefur á dagana drifið, lítið saumað samt enda saumastofan á hvolfi 🙂 Já, ég skellti mér í að breyta sæta saumahorninu…ja, skellti mér kannski ekki þar sem þetta tók alveg sex vikur… Ég er nú alveg í allan vetur…