Recycling Archives - Saumaheimur Siggu https://saumaheimursiggu.is/category/recycling/ Nýtum textíl, eitt saumspor í einu Wed, 27 Sep 2023 10:38:58 +0000 en-US hourly 1 https://wordpress.org/?v=6.7.2 https://saumaheimursiggu.is/wp-content/uploads/2024/07/cropped-Logo-2-32x32.png Recycling Archives - Saumaheimur Siggu https://saumaheimursiggu.is/category/recycling/ 32 32 230878731 Sjálfbær fatastíll – 4. hluti https://saumaheimursiggu.is/2023/03/10/sjalfbaer-fatastill-4-hluti/ https://saumaheimursiggu.is/2023/03/10/sjalfbaer-fatastill-4-hluti/#respond Fri, 10 Mar 2023 12:33:41 +0000 https://saumahornsiggu.is/?p=2675 Jæja, núna erum við búin að vera rosalega dugleg; taka til í fataskápnum, gefa, breyta og bæta og allt klárt. Hvernig er það samt, er þá bara bannað að kaupa sér föt? Uh, nauts auðvitað ekki. Það er samt ekkert vitlaust að hafa nokkra hluti á bakvið eyrað þegar farið er í fatakaup 🙂 Flíkur […]

The post Sjálfbær fatastíll – 4. hluti appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>
Jæja, núna erum við búin að vera rosalega dugleg; taka til í fataskápnum, gefa, breyta og bæta og allt klárt. Hvernig er það samt, er þá bara bannað að kaupa sér föt? Uh, nauts auðvitað ekki. Það er samt ekkert vitlaust að hafa nokkra hluti á bakvið eyrað þegar farið er í fatakaup 🙂

Flíkur og textíll

Þegar talað er um sjálfbæran fatastíl, er talað um að þegar þú kaupir þér flík, þarf útgangspunkturinn að vera sá að þú getir notað flíkina minnst 30 sinnum – og síðan endurunnið flíkina á einhvern hátt eða komið henni áfram í hringrásarferli endurnýtingar.

Bara þetta eitt kallar á að við þurfum að skoða gæði flíkur sem við ætlum að kaupa og það verður að segjast að gæði og verð hafa tilhneigingu til tengjast í þessum efnum – ég vil þó nefna líka að verð er ekki alltaf það sama og gæði.   

Hvort sem þú ert að kaupa nýja flík eða notaða er gott að kanna hvaða efni er notað í flíkina. Þetta á kannski sérstaklega við um kaup á nýrri flík því samseting tráða í efninu skiptir öllu máli um það, hvort hægt er að endurnýta textílinn eða ekki. 

Það er nefnilega alveg „no, no“ að blanda saman þráðum úr náttúrefnum og gerfiefnum – vissir þú það? 

Um leið og náttúrlegum þráðum, s.s. bómull, silki, viscose, ull og hör er blandað með gerfiþráðum, s.s. polyester og elastaine – verður textíllinn óendurnýtanlegur. 

Það verður því miður að segjast eins og er, að fjöldaframleiðslumarkaðurinn í dag er nánast einungis með blandaðan textíl í fatnaði.  

Þess vegna er svo mikilvægt að flíkurnar sem við eigum, flíkur sem eru saumaðar úr blönduðum þráðum (náttúru og gerfi), séu nýttar eins lengi og við mögulega getum; breytum þeim og bætum – því þetta eru mögulega flíkurnar sem enda sem landffylling einhvers staðar úti í heimi. Þeim mun ódýrari sem flíkin er í kaupum, þeim mun meiri líkur á svona endalokum. Gæðameiri flíkur hins vegar geta gengið milli manna því það „góða“ við gerfiefnin er að þau endast endalaust. 

Þegar við kaupum nýjar flíkur, skoðum miðann, hvaða efni eru í flíkinni?  Flík úr 100% polyester er td. ekki slæm kaup, 100% polyester er vel hægt að endurnýta. Flíkur úr polyester halda sér almennt mjög vel, krumpast ekki og fara vel í þvotti. Þar sem efnið heldur sér nánast endalaust, er líka gott að nýta efnið áfram þegar flíkin sem slík hefur lokið sínu hlutverki.

Aðalatriðið er að forðast að kaupa nýjar flíkur sem eru með blandaða náttúrulega og gerfiþræði í textílnum.

Það má blanda náttúrulegum þráðum saman í efnastranga, það er hægt að endurnýta ull/bómull eða bómull/silki því bæði koma beint frá Móður Jörð 

Þegar ég er að tala um efnablöndur í flík þá er ég að tala um samsetningu þráðanna í efninu. Það má alveg blanda saman mismunandi efnum í eina flík, ég hika td. ekki við að blanda saman efnum, í mínum Karakterum úir og grúir saman af ólíkum efnum. Karakterana er hins vegar hægt að taka í sundur og þá stendur eftir hver efnisbútur fyrir sig. 

Hvað gerir maður þá?

Hvað er þá best að gera þegar maður vill kaupa sér nýja flík? Eins og heimurinn er í dag, fjöldaframleiðslan og samfélögin hér og þar á vesturlöndum, getur þessi spurning verið ansi stór. Við hér á Íslandi erum hins vegar heppin með það að hér má finna einyrkja. Fatahönnuðir sem framleiða allt sitt hérna heima – eða hafa beinan aðgang að sinni framleiðslu erlendis, setjandi réttláta standarda fyrir starfsfólkið. Við þurfum heldur ekki að leita neitt sérstaklega langt þegar við förum erlendis, ef við viljum finna einyrkja þar. Það eina sem þarf er að sleppa því að fara í risastóru verslunarmiðstöðvarnar og leita þar að “góðum dílum”.

Hérna á Íslandi erum við líka það heppin að það er hægt að leigja sér föt! Hver þarf að kaupa sér fjöldaframleidda flík þegar hægt er að leigja? Ég segi það ekki, það var lengi verið hægt að leigja sér brúðarkjól og karlar hafa lengi getað leigt sér smoking og kjólföt. Nú er hins vegar komin leiga fyrir alls konar fatnað. Mér finnst þetta bara alger snilld og set bara hér inn slóðina, https://spjara.is/

Nú veit ég ekki hvort það eru komnar fleiri svipaðar leigur – húrra fyrir því ef svo er 🙂

Svo er auðvitað ekki hægt að benda nógu oft á hagkvæmni þess að kaupa fatnað í “Second-hand” verslunum og á fatamörkuðum. Í raun er það besta ráðið sem hægt er að gefa þeim sem vilja stefna á sjálfbæran fatastíl, bæði vegna þess að þá ertu ekki að kaupa nýja flík og fatamarkaðir og verslanir með notaðan fatnað eru oft búin að flokka í burtu flíkur úr lélegri gæðum. Þetta á þó ekki við slár þar sem hver og einn er að selja sitt 🙂

Þetta er spurning um viðhorf, að mínu mati verðum við að breyta þessum hugsunarhætti að vilja alltaf meira, fá góðan díl og kaupa þrjár flíkur í stað einnar – ef við þurfum eina flík, þá þurfum við ekki þrjár, er það? Mér finnst margir svo uppteknir af því að fá eitthvað á góðu verði – hvað er gott verð? Hvað með góð gæði? Hvað með góðan aðbúnað starfsfólks? Hvað með góð snið? Hvað með góð efni?

Sjálfbær fatastíll kallar á það að við breytum viðhorfinu. Sjálfbær fatastíll kallar á að við nýtum betur það sem við eigum, að við kaupum hrein og góð gæði þegar við kaupum, að við kaupum sjaldnar og að við vitum hvað við erum að kaupa.

Erum við tilbúin í ferðalag til sjálfbærni?

Að lokum langar mig að bæta hér inn, hvernig við getum sinnt fötunum okkar, það er nefnilega ýmislegt hægt að gera til að flíkin endist lengur – sérstaklega þegar kemur að þvotti:

  • þvo sjaldnar, þvottavélin losar um plastagnir sem eru í flíkinni, agnir sem enda í sjónum og hafa áhrif á lífríkið – vélin slítur líka flíkinni hraðar 
  • leggja í bleyti, það getur verið nóg að leggja flíkina í bleyti til að “hressa” hana við
  • viðra, mörg efni vilja þetta helst og með því að viðra flíkina td. í froststillu, nærðu oft úr lykt sem ekki á að vera. Hvítt verður hvítara í sólskini
  • vinna beint á blettum, í stað þess að þvo alla flíkina getur verið nóg að nudda bletti með blautum klút
  • sleppa þurrkaranum – hann slítur flíkinni meira út en snúran  

Takk fyrir lesturinn, ef þér líkaði máttu gjarnan smella þumal á færsluna – og ekki er verra ef þú vilt fylgja mér 🙂

Allt það besta til þín og þinna <3

Sigga

The post Sjálfbær fatastíll – 4. hluti appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>
https://saumaheimursiggu.is/2023/03/10/sjalfbaer-fatastill-4-hluti/feed/ 0 2675
Sjálfbær fatastíll 1. hluti https://saumaheimursiggu.is/2023/02/15/sjalfbaer-tiska/ https://saumaheimursiggu.is/2023/02/15/sjalfbaer-tiska/#respond Wed, 15 Feb 2023 12:30:33 +0000 https://saumahornsiggu.is/?p=2574 Mig langar að tjá mig aðeins um tísku, tískustrauma, hrað- og hægtísku – og persónulegan fatastíl Undanfarin ár hefur mikil áhersla verið lögð á hvað svokölluð Fast-fashion er umhverfismengandi og hræðilegt fyrirbæri – sem það er. Textíliðnaðurinn er annar stærsti mengunnarvaldurinn í heiminum, á eftir olíu – plastmengun hvað! Mér finnst einhvern veginn svo öfugt […]

The post Sjálfbær fatastíll 1. hluti appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>
Mig langar að tjá mig aðeins um tísku, tískustrauma, hrað- og hægtísku – og persónulegan fatastíl

Undanfarin ár hefur mikil áhersla verið lögð á hvað svokölluð Fast-fashion er umhverfismengandi og hræðilegt fyrirbæri – sem það er. Textíliðnaðurinn er annar stærsti mengunnarvaldurinn í heiminum, á eftir olíu – plastmengun hvað!

Mér finnst einhvern veginn svo öfugt að vera að einblína á þetta neikvæða – eins og góðir menn segja „Það sem þú beinir athyglinni að, vex og dafnar“. Mig langar miklu meira að skoða hvernig við, Jón og Gunna útí bæ, getum ýtt undir Hæg-tísku og sjálfbærni í fatastíl og fatanýtingu. Það er nefnilega svo margt sem við getum gert bara ein með okkur sjálfum

– þó ekki væri annað en að færa athyglinna frá því neikvæða, yfir á hið jákvæða.

Hvað er sjálfbær tíska?

Sjálfbær tíska sem skilgreining er stórt hugtak og skilgreiningin nær yfir allt sem kemur að tísku; umhverfisvænar aðferðir við framleiðslu textíls, umhverfisvænn textíll, réttlát laun fyrir vinnuafl innan framleiðslu, sem og mannsæmandi vinnuaðstæður.

Samkvæmt Vikipedia er hugtakið Hæg-tíska  (Slow-Fashion) afbrigði af sjálfbærri tísku og lýsir andstæðu við Hraðtísku (Fast-Fashion). 

Hæg tíska kallar á virðingu í garð fólks dýra og umhverfis og ýtir undir siðferðislega og sjálfbærar leiðir til lifnaðar og neyslu. Þessi hreyfing er viðskiptamódel sem einbeitir sér bæði að því að hægja á neyslu og auka virðingu gagnvart umhverfinu og siðferði almennt, (https://en.wikipedia.org/wiki/Sustainable_fashion). 

Fyrir okkur sem almenna neytendur er þetta hugtak ansi stórt og við getum spurt okkur sjálf, hvernig getum við haft áhrif á þetta risastóra batterí; hvað get ég, sem Jón og Gunna hér á Íslandi, gert til að hafa áhrif á og taka þátt í þessari hreyfingu Sjálfbærni í fata-og textílnýtingu?

Það er ýmislegt sem við getum gert og í næstu póstum, langar mig að fjalla aðeins um hvað við getum gert til að hjálpa Móður Jörð sem er að drukna í ónýtum og óendurnýtanlegum fatnaði og textíl.

Fyrstu skrefin

Fyrstu skrefin okkar sem almennir neytendur er að endurskoða okkar eigin hugsunarhátt og spyrja okkur sjálf mikilvægra spurninga; 

  • Hvar kaupi ég fötin mín?
  • Hvað kaupi ég oft föt?
  • Hvað liggur að baki mínum fatakaupum?
  • Hvaða efni eru í flíkinni?

Það eitt að svara þessum spurningum heiðarlega er fyrsta skrefið í átt að sjálfbærum fatastíl. 

Á meðan þú veltir þessum spurningum fyrir þér, getur þú farið í gegnum fataskápinn þinn. Fataskápurinn okkar geymir oft margan fjársjóðinn sem lítið er notaður af einhverjum orsökum. Í fataskápnum geta verið flíkur sem passa ekki lengur, hvort sem stærðin á kroppnum hefur breyst eða við hreinlega skipt um stíl.

Hvort sem er, þá eru nokkur skref sem við getum tekið til að koma fötunum í fataskápnum í notkun, ýmist með því að taka þau fram aftur, breyta þeim eða koma þeim áfram í hringrásarferlið.

Fataskápurinn

Ég mæli með því að byrja á að taka fram fötin sem ekki hafa verið notuð í ca. 2 ár:

  • Af hverju er þessi flík hérna?
    • Eru tilfinningatengsl?
    • Gleymdist hún í skápnum?
    • Á einhver annar flíkina?
    • Passar hún?
    • Get ég notað hana í dag?

Þetta eru allt góðar vanganeltur varðandi flíkur sem ekki hafa verið notaðar þetta lengi og með því að spyrja sig þessara spurninga, ættir þú að komast að niðurstöðu um örlög þessarar flíkur.

Svona fikrar þú þig fram til fatanna sem þú notar reglulega og þá ertu komin með flotta yfirsýn á það sem þú átt nú þegar í fataskápnum.

Ég mæli alltaf með að byrja á því að finna leiðir til að eiga flíkina áfram, góðgerðarfélög sem taka á móti fatnaði og textíl eru að drukna því framboðið er svo mikið og margir fljótir að skutla bara fötunum í poka og gefa. Staðreyndin er sú að með því að skoða flíkina með opnum huga, er yfirleitt hægt að komast að þeirri niðurstöðu að það er ýmislegt annað hægt að gera við flík sem ekki er notuð.

Ég hvet þig til að fara svona í gegnum fataskápinn þinn, í staðinn fyrir að stökkva út í búð og kaupa þér eitthvað ódýrt og smart. Hvur veit nema þú dettir niður á flík sem þú varst búin að gleyma 😉

Þegar þú hefur farið gegnum fötin í skápnum; flokkað þau í td:

  • Nota áfram
  • Laga 
  • Breyta
  • Selja á markaði
  • Gefa 

Áður en þú stekkur af stað, gerir „góðverk“ og setur þetta í gám hjá góðgerðarfélagi, spurðu þig þá hvort einhver í kringum þig geti notað flíkina. Skoðaðu hvort þú getir ekki komið flíkum sem þú vilt gefa, beint í hendurnar á annarri manneskju.

Í næstu færslu fjalla ég um hvernig við getum nýtt áfram flíkur sem við viljum nota en nýtum ekki í dag.

Tak fyrir lesturinn og gangi þér vel að fara í gegnum fataskápinn 🙂

Allt það besta til þín og þinna, Sigga

Ef þér líkaði lesturinn máttu gjarnan deila með fleirum <3

The post Sjálfbær fatastíll 1. hluti appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>
https://saumaheimursiggu.is/2023/02/15/sjalfbaer-tiska/feed/ 0 2574
Ágúst í Saumahorninu https://saumaheimursiggu.is/2022/09/03/agust-i-saumahorninu/ https://saumaheimursiggu.is/2022/09/03/agust-i-saumahorninu/#respond Sat, 03 Sep 2022 08:24:00 +0000 https://saumahornsiggu.is/?p=2432 Ágústmánuður er búinn að vera ansi viðburðaríkur hjá mér, kannski sérstaklega því ég er búin að vera að undirbúa ný námskeið sem byrja núna í upphafi september. Það er svo skondið að þótt ég hafi sett námskeiðin upp í maí og í raun verið tilbúin með þau nokkurn veginn alveg, þá er alltaf eitthvað sem […]

The post Ágúst í Saumahorninu appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>
Ágústmánuður er búinn að vera ansi viðburðaríkur hjá mér, kannski sérstaklega því ég er búin að vera að undirbúa ný námskeið sem byrja núna í upphafi september. Það er svo skondið að þótt ég hafi sett námskeiðin upp í maí og í raun verið tilbúin með þau nokkurn veginn alveg, þá er alltaf eitthvað sem bætist við.

Ég er búin að láta mig dreyma um að halda námskeið í nokkuð langan tíma núna, örugglega 5-7 ár, en hvorki haft kjark né líkamlega getu til að koma þeim á koppinn. Þess vegna er ég svo ofurglöð að vera komin á þann stað að geta byrjað þessi námskeið.

Hérna að ofan finnur þú link þar sem þú getur þú skoðað námskeiðin mín, það er ennþá möguleiki á að skrá sig 🙂

Það eru ekki bara námskeiðin sem hafa tekið upp ágústmánuð hjá mér, ég hef verið að sauma auðvitað – ég sleppi varla degi úr í Saumahorninu mínu 🙂 Ég hef bæði verið í sérpöntunum á kjólum, fatabreytingum og svo hattasaumi – já ég skellti mér loksins í að sauma hatt og mér fannst það svo gaman að ég saumaði mér annan.

Það sem mér fannst svo skemmtilegt með hattasauminn er, að það er nóg að hafa ummálið á höfðinu og vita hvernig þú býrð til hring á blað útfrá ummálinu. Síðan er hægt að leika sér fram og tilbaka með snið og útlit. Eftir að hafa sniðið og saumað mér svona hefðbundinn „bölle bob“ hatt úr gömlu pilsi, þá sneið ég og saumaði ég þunnan sólhatt með stóru barði sem ég stífaði með plastþræði. Virkilega gaman að prófa sig svona áfram í nýtingu á efnum og gömlum flíkum

Svo langar mig nú að nefna eiginlega það skemmtilegasta sem gerðist hjá mér, mér var boðið að koma í viðtal hjá þeim Guðrúnu Gunnars og Gunnari Hanssyni, í Mannlega þættinum á Rás 1. Þar vildu þau heyra um fatabreytingar, endurnýtingu á fatnaði og svo auðvitað hópinn minn á Facebook „Endurnýting gegnum saumaskap“.

 Hérna má hlusta á viðtalið 

sigridur-tryggvadottir-endurnyting-a-fotum

Áskorun

Reglulega heyrum við fréttir af fatafjöllunum sem við vesturlandabúar “gefum” í góðgerðargáma – fatnaður sem er óendurnýtanlegur og endar í landfyllingum eða eyðimörkum minna efnaðri landa. Við heyrum meira að segja af verslunum sem “henda” óseldum fatnaði sem “kominn er úr tísku” þann mánuðinn. Mér finnst virkilega mikilvægt að við séum meðvituð og að við kennum okkar börnum að vera það líka – að við leggjum okkur fram við að vinna gegn þessu viðhorfi að alltaf megi bara kaupa nýtt.

Ég hef fylgst með Fashion Revolution samtökunum um nokkurt skeið. Þessi samtök, sem trúlega má kalla hreyfing, urðu til í kjölfarið á hörmungunum sem urðu í Rana Plaza, 2012 minnir mig, þar sem yfir 1000 textílverkafólk lét lífið þegar byggingin sem þau unnu í, hrundi. Öll önnur starfsemi hafði yfirgefið húsið vegna hættu á hruni – eigandi verksmiðjunnar neitaði að loka verksmiðjunni.

Fashion Revolution best fyrir réttlæti til allra er koma að textíl-og fataframleiðslu; mengunnarminni textílframleiðsla, réttlát laun, réttlát vinnuaðstaða og þar fram eftir götunum. Samtökin standa á bak við ýmsar áskoranir og „hashtags“, svo sem #whomadeyourclothes , #imadeyourfabric #imadeyourclothes #whomademyclothes #whomademyfabric

Þeir eru að setja í gang áskorun núna í september sem þeir kalla #secondhandseptember sem ég hef gefið mér það leyfi að yfirfæra á okkar ylhíra sem #sjálfbærseptember – Ég vil halda mig við íslensku og sjálfbær september hljómar bara vel finnst mér.

Hérna er linkur á heimasíðu Fashion Revolution https://www.fashionrevolution.org

Hér geturðu lesið um #secondhandseptember

#sjálfbærseptember

Hvað þýðir sjálfbærni í fatnaði? Jú í raun þýðir það að þú nýtir það sem þú átt, breytir og bætir það sem þarf til að flíkin endist eins lengi og hægt er. Þegar flíkin hefur lokið sínu hlutverki í sinni upprunalegu mynd, gæti verið hægt að nýta hluta efnisins áfram, hvort sem er, sem hluta af annarri flík eða sem eitthvað allt annað. Þeir sem eru sjálfbærir í fatanaði kaupa sjaldan nýjar flíkur heldur ýmist skiptast á flíkum við aðra eða kaupa notað. Útgangspunkturinn ef keypt er ný flík er að framleiðsla á efni og flík hefur farið fram með umhverfisvænum og réttlátum hætti. Miða má við að flíkin verði notuð minnst 30 sinnum.

Það er nú kannski ekki meiningin að fara á kaf í fatasjálfbærni bara einn, tveir og þrír núna í september en það gæti verið gaman að skoða #secondhandseptember. Það er mun einfaldara að taka eins mánaðar áskorun þar sem þú í raun kaupir þér ekki nýja flík. 

Það er svo margt hægt að gera annað en að kaupa sér nýja flík í hvert skipti sem félagslífið býður uppá eitthvað skemmtilegt. Hér eru nokkrar uppástungur:

  • Fá lánað hjá vini/vinkonu
  • Skiptast á fötum, þ.e. gefa og fá gefins
  • Hressa uppá fötin í fataskápnum
  • Leigja sér dress fyrir partý/afmæli/brúðkaup…
  • Kaupa sér notað

Hversu skemmtilegt gæti það verið að hóa í vinahópinn, sem mætir með flíkur úr fataskápnum sem fólk er orðið leitt á eða notar lítið. Síðan er skiptst á flíkum, ýmist lánað eða gefið. Allir fá eitthvað „nýtt“ í sinn fataskáp og allir glaðir. Þetta gerðum við systurnar, notuðum föt hvor af annarri og við vinkonurnar líka. Það segir sig sjálft að möguleikarnir aukast verulega við þetta fyrirkomulag.

Annað sem hægt er að gera, í stað þess að rölta um í verslanamiðstöð, kíkja í sömu búðirnar aftur og aftur til þess eins að skoða hvað er til – sem endar mögulega í að þú dettur niður á „góðan díl“ og kaupir flík sem þig vantar ekkert – að rölta um í verslun fyrir notuð föt. Í þannig verslunum finnur þú miklu stærra úrval af mismunandi klæðnaði, allt frá krumpuðum stuttermabolum upp í yfirhafnir frá dýrum merkjum.

Sumum finnst það bara ekkert mál að kaupa ekki nýjar flíkur, öðrum finnst það áskorun og geta bara ekki hugsað sér að kaupa sér flík sem einhver hefur notað í x langan tíma. Það er svo misjafnt hvernig okkur líður með flíkurnar sem við notum og þá er gott að hafa kjark og þor til að prófa nýjar samsetningar á því sem er í fataskápnum. Svo getur líka verið munur á notaða fatnaðinum, t.d. ef einhver í vinahópnum vill losa sig við flík, myndir þú geta notað hana? Ef svo er, þá er hægt að halda skiptifataviðburð – og ef þú getur notað flíkur frá vinum þínum, hvað með vinahóp vina? Svona stækkar hópurinn sem þú gætir keypt, leigt eða fengið lánað frá – ef þú ert týpan sem getur ekki keypt notuð föt af ókunnugu fólki.

Það er líka ýmislegt sem við getum gert þegar við sleppum því að kaupa nýja flík, aðalatriðið er að vera með opinn huga og hugsa í lausnum. Það getur t.d. verið nóg að taka uppáhaldsflíkina og setja hana með einhverju sem þú hefur aldrei prófað að setja með henni, eða taka af henni kragann – eða bæta kraga á…eða skreyta flíkina með tölum, bótum eða glingri. Það er hægt að handsauma – sumir nota meira að segja nælur til að festa skrautið og nælan er hluti af skrautinu. Svona eins og pönkararnir í gamla daga 🙂

Ég hvet þig til að taka þátt í þessari áskorun minni, skoða hvað þú átt og leita annarra leiða við nýbreytni í fatastíl en að kaupa glænýja flík úr búð 🙂

Fróðleikur

Takk fyrir að lesa – ef þér líkaði máttu deila til þeirra sem gætu haft gagn og gaman af <3

The post Ágúst í Saumahorninu appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>
https://saumaheimursiggu.is/2022/09/03/agust-i-saumahorninu/feed/ 0 2432
Fatanýting og sjálfbærni https://saumaheimursiggu.is/2022/06/05/fatanyting/ Sun, 05 Jun 2022 09:47:00 +0000 https://saumahornsiggu.is/?p=2360 Reglulega heyrum við fréttir af fatafjöllunum sem við vesturlandabúar “gefum” í góðgerðargáma – fatnaður sem oft á tíðum endar í landfyllingum eða eyðimörkum minna efnaðri landa. Við heyrum meira að segja af verslunum sem “henda” óseldum fatnaði sem “kominn er úr tísku” þann mánuðinn. Vissir þú td. Að Rauði Krossinn á Íslandi fær yfir 2000 […]

The post Fatanýting og sjálfbærni appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>

Reglulega heyrum við fréttir af fatafjöllunum sem við vesturlandabúar “gefum” í góðgerðargáma – fatnaður sem oft á tíðum endar í landfyllingum eða eyðimörkum minna efnaðri landa. Við heyrum meira að segja af verslunum sem “henda” óseldum fatnaði sem “kominn er úr tísku” þann mánuðinn.

Vissir þú td. Að Rauði Krossinn á Íslandi fær yfir 2000 tonn af fatnaði og textíl inn á borð til sín á ári? Bara Rauði Krossinn. Þá erum við ekki að tala um Hertex, ABC nytjamarkaði, Samhjálp, Konukot, Fjölskylduhjálp Íslands, Mæðrastyrksnefndir…og öll önnur frábær samtök sem taka við fatnaði og textíl.

– og vissir þú að af þessum 2000 tonnum nýtast einungis 500 tonn hér á landi?

Mér finnst virkilega mikilvægt að við séum meðvituð og að við kennum okkar börnum að vera það líka

– að við leggjum okkur fram við að vinna gegn þessu viðhorfi að alltaf megi bara kaupa nýtt.

Hvernig getum við nýtt fötin okkar betur – notað þau lengur og minnkað fatafjöllin í heiminum?

  • þvo sjaldnar, oft er nóg að viðra flíkina eða leggja hana í bleyti í stað þess að skutla í þvottavél. Þvottavélin losar um plastagnir sem eru í flíkinni, agnir sem enda í sjónum og hafa áhrif á lífríkið – vélin slítur líka flíkinni hraðar 
  • sleppa þurrkaranum – hann slítur flíkinni meira út en snúran  
  • gera við ef bilar, stoppa í göt, laga saumsprettur
  • vinna á blettum, í stað þess að nota hörð efni sem leysa upp erfiða bletti er hægt að setja bætur og fela þannig blettina – það fer betur með efnið í flíkinni. oft skilja hreinsiefni eftir sig blett í efninu og þá ertu á sama stað og áður – með blett í flíkinni
  • hressa upp á flíkina þegar þú nennir hana ekki lengur, skreyta á ýmsan hátt, breyta hálsmáli eða framan á ermum, setja bætur, perlur eða annað sem hressir uppá
  • þegar flíkin hættir að passa; víkka/þrengja, breyta ermum (víkka handveginn eða skipta um efni í ermunum, taka kjól í sundur og búa til pils/topp með því að skella teygjanlegu efni í strenginn

Þegar kemur að breytingum á fötum, þá eru í raun engin takmörk á hvað hægt er að gera

eina…eða tvennt…eða þrennt sem þarf er hugmyndaflug, þor til að klippa og kjarkur til að prófa sig áfram. Að mínu mati er ekki hægt að skemma breytingar á flík, stundum fara hlutirnir ekki eins og upphaflega var planað en með því að hafa opinn huga, finnur maður alltaf nýja leið.

Þegar þú svo kaupir föt, kannaðu hvaðan flíkin kemur, hvar hún er framleidd og hvaða efni eru í henni

– og gerðu ráð fyrir að nota hana minnst 30 sinnum

Það er því gott að hafa á bakvið eyrað að velja flík úr gæðaefnum og flík sem passar við eitthvað af því sem þú átt nú þegar í fataskápnum. Þegar við erum meðvituð um hvað við kaupum þá smám saman byggjum við upp klæðaskáp með margnota fötum (já, sum föt eru nánast einnota í dag v/lélegra gæða) sem passa saman á margvíslegan hátt.

Það getur t.d. verið kjóll sem bæði er hægt að klæða upp og niður;

– sem sagt, fara í spariskóna og setja fallegt skraut um hálsinn – og annan dag, skella sér í gallabuxur eða leggings innan undir og hefðbundna götuskó við.

Þetta getur líka átt við um buxur, skyrtur, peysur og jakka.

Karlmenn geta þetta líka;

– jakkaföt er hægt að klæða upp og niður, gallabuxur og bolur við jakkann eða peysa utan utan yfir bolinn og jakkafatabuxurnar við…

 

Lítum okkur nær, það er hellingur sem við getum gert til að minnka fatasóun og hvert einasta lítið skref, skiptir máli – fyrsta skrefið er að kaupa minna!

Ég skil þetta myndband eftir hér fyrir áhugasama https://www.textilemountainfilm.com

Takk fyrir að lesa, ef þér líkar máttu gjarnan deila <3

Allt það besta til þín og þinna

Sigga

The post Fatanýting og sjálfbærni appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>
2360
Kynslóðakjóllinn https://saumaheimursiggu.is/2022/05/22/kynslodakjollinn/ https://saumaheimursiggu.is/2022/05/22/kynslodakjollinn/#respond Sun, 22 May 2022 11:05:37 +0000 https://saumahornsiggu.is/?p=2326 Undanfarið er ég búin að vera að endurnýta gamlar slæður. Áslaug systir mín lét mig hafa poka fullan af slæðum frá systur okkar, mömmu og ömmusystur – allt konur sem komnar eru á aðrar slóðir en áttu það sameiginlegt að nota slæður. Slæðurnar voru notaðar á ýmsan hátt; til að halda rúllunum stöðugum í hárinu, […]

The post Kynslóðakjóllinn appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>
Undanfarið er ég búin að vera að endurnýta gamlar slæður. Áslaug systir mín lét mig hafa poka fullan af slæðum frá systur okkar, mömmu og ömmusystur – allt konur sem komnar eru á aðrar slóðir en áttu það sameiginlegt að nota slæður. Slæðurnar voru notaðar á ýmsan hátt; til að halda rúllunum stöðugum í hárinu, til að skýla nýju hárgreiðslunni, til að leggja yfir axlir og skreyta axlarsvæðið eða um hálsinn til að verða ekki kalt.

Ég er búin að vera með þessar slæður núna í nokkra mánuði og hef hlakkað mikið til að byrja að hanna uppúr úr þeim kjóla. Kjólana hugðist ég selja áhugasömum eftir pöntun.

Það merkilega gerðist að vikan varð bara svolítið tilfinningarík – af hverju? Jú, vegna þess að í hvert skipti sem ég setti heitt straujárnið á slæðurnar, steig upp gamalkunnur ilmur – Chanel no. 5. Mamma og Elsa systir notuðu báðar Chanel no. 5 og ilmurinn hreinlega situr í öllum þráðum. Ég hef því verið í þeirra félagsskap alla vikuna og hef notið hverrar mínutu. 

Þetta fékk mig auðvitað til að endurhugsa hugmynd mína um að selja slæðukjólana. Staðreyndin er sú að svona flík er ein sú besta minning sem þú getur eignast um ástvin – að mínu mati. Niðurstaðan er því sú að úr slæðunum í pokanum ætla ég að gera kjóla handa okkur systrum og öðrum kvenkyns afkomendum mömmu sem áhuga hafa.

Hins vegar þróaðist önnur góð hugmynd…að bjóða fólki sem er með slæður formæðra liggjandi heima, að koma með þær til mín og ég sauma úr þeim fallegan kjól. Mögulega legg ég svo í leiðangur og slæðukaup á nytjamörkuðum, til þess að nota á framhaldsnámskeiðinu mínu þar sem við hönnum nýjar flíkur uppúr gömlum.

Hér eru nokkrar myndir frá saumaferlinu 🙂

Hvernig er með þig, hefur þú saumað úr flíkum ástvina og fundið minningarnar streyma fram? 

Takk fyrir lesturinn og ef þér líkaði máttu gjarnan deila <3

Allt það besta til þín og þinna

Sigga

The post Kynslóðakjóllinn appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>
https://saumaheimursiggu.is/2022/05/22/kynslodakjollinn/feed/ 0 2326
Sjálfbærni – fatabreytingar https://saumaheimursiggu.is/2022/03/05/fraenkur-i-fatabreytingum/ https://saumaheimursiggu.is/2022/03/05/fraenkur-i-fatabreytingum/#respond Sat, 05 Mar 2022 15:45:38 +0000 https://saumahornsiggu.is/?p=2013 Selma Rán dóttir Svövu systur segist ekki kunna að sauma en hún á hins vegar nokkrar flíkur sem hún notar lítið. Hún er líka snillingur í að finna gersemar á mörkuðum og í “second-hand” búðum og kaupir oft flíkur sem þarf að peppa aðeins upp. Þar sem Selma Rán er dásemdar dúskur þá bauð ég […]

The post Sjálfbærni – fatabreytingar appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>
Selma Rán ánægð með fatabreytinguna

Selma Rán dóttir Svövu systur segist ekki kunna að sauma en hún á hins vegar nokkrar flíkur sem hún notar lítið. Hún er líka snillingur í að finna gersemar á mörkuðum og í “second-hand” búðum og kaupir oft flíkur sem þarf að peppa aðeins upp.

Þar sem Selma Rán er dásemdar dúskur þá bauð ég henni að koma í Saumahornið með flík og ég myndi hjálpa henni að breyta henni – hún lærir lítið sjálf ef ég geri þetta fyrir hana 🙂

Selma Rán mætti með kjól sem hún notaði ekki, sumarkjóll sem var hreinlega of stór á hana og hana langaði að gera eitthvað annað uppúr honum. Eftir smá vangarveltur skelltum við okkur í að breyta kjólnum í samfesting.

Staðreyndin er sú að það þarf oft svo lítið til að geta. Það þarf ekki mikla kunnáttu í saumaskap til að þora út í fatabreytingar, oft er nóg að hafa einhvern til aðstoðar á kantinum.

Svona ferli er skemmtilegast í myndum svo hér koma þær.

Hér er svo myndband af ferlinu 🙂

Takk fyrir að lesa, ef þér líkaði máttu gjarnan deila til þeirra sem gætu haft gaman af <3

The post Sjálfbærni – fatabreytingar appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>
https://saumaheimursiggu.is/2022/03/05/fraenkur-i-fatabreytingum/feed/ 0 2013
That 70´s https://saumaheimursiggu.is/2022/02/26/that-70s/ https://saumaheimursiggu.is/2022/02/26/that-70s/#respond Sat, 26 Feb 2022 11:50:00 +0000 https://saumahornsiggu.is/?p=1978 Ég er alger sökker fyrir gömlum kjólum – er nú bara doldið stolt af því og ég elska að fara á markaði þar sem ég dett niður á gersemar. Eitt sumarið sem við fjölskyldan vorum á Akureyri í stuttu fríi, gengum við fram á hús og þar inni var verið að selja gamla kjóla á […]

The post That 70´s appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>
Endurnýting á gömlum kjólum

Ég er alger sökker fyrir gömlum kjólum – er nú bara doldið stolt af því og ég elska að fara á markaði þar sem ég dett niður á gersemar. Eitt sumarið sem við fjölskyldan vorum á Akureyri í stuttu fríi, gengum við fram á hús og þar inni var verið að selja gamla kjóla á góðu verði. Þarna var ýmislegt í boði auk kjóla sem ég hefði alveg getað kippt með mér líka en… ég hélt aftur af mér og gekk út með þennan stórkostlega 70´s kjól.

Ég einfaldlega elska litina og mynstrið – sniðið er líka flott en ég sá mig ekki nota kjólinn eins og hann var. Það stóð alltaf til að breyta honum. Þar að auki var kjóllinn of lítill á mig – nóg af efni samt til að gera skemmtilega hluti og endurnýta efnið í honum.

Það fyrsta sem mér datt í hug var að nota gamla kórkjólinn minn og blanda þessum tveim saman einhvern veginn. Kórinn sem ég var í notaði alltaf svart sem aðallit á tónleikum og svo puntuðum við okkur með einhverju þematengdu. Þetta var mjög fínt fyrirkomulag, kórkonur ánægðar að geta notað sín eigin svörtu föt – þetta þýddi hins vegar fyrir mig, að þegar ég hætti átti ég alls konar svartar flíkur sem ég bara gat ekki hugsað mér að nota. Ég er allt of litaglöð til að vera í einlitum svörtum fötum 🙂

Einn af kórkjólunum var því tilvalinn í verkið, þægilegur kjóll með vösum og passlega síður fyrir daglega notkun.  Mér finnst skemmtilegast að sýna ferlið í myndum svo hér koma þær 🙂

Kórkjóllinn eins hann var í upphafi breytinga; einlitur og lítið að frétta

Þessi hins vegar mun hressari og skemmtilegri. Það sést ekki á myndinni en rennilásinn í bakið er galopinn 😀

Klippt og skorið, mælt og pinnað niður…mátað og breytt…

Ferlið tók alveg slatta tíma en það var þess virði finnst mér

Ég er virkilega ánægð með útkomuna og elska að nota kjólinn í dag 🙂 Þarna uppgötvaði ég snilldina við að nota keilusniðið, sniðið sem ég nota í nánast öllum mínum fatabreytingum – sérstaklega þegar ég er að stækka flík.

Hér getur þú horft á ferlið

Takk fyrir að lesa, ef þér líkaði lesturinn máttu gjarnan deila með þeim sem þú vilt <3

The post That 70´s appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>
https://saumaheimursiggu.is/2022/02/26/that-70s/feed/ 0 1978
Endurnýting – buxnavíkkun https://saumaheimursiggu.is/2022/02/05/endurnyting-buxnavikkun/ https://saumaheimursiggu.is/2022/02/05/endurnyting-buxnavikkun/#respond Sat, 05 Feb 2022 12:47:36 +0000 https://saumahornsiggu.is/?p=1957 Fataskápurinn sem minnkar fötin Mér finnst þetta doldið skemmtileg útskýring á því að fötin okkar verða of lítil. Við brosum að þessari lýsingu og vitum öll raunverulegu ástæðuna. Þetta er svona eins og með sumt heimilisfólk sem skilur ekkert í því að fötin koma bara hrein og samanbrotin inn í herbergið – eða ofan í […]

The post Endurnýting – buxnavíkkun appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>
Endurnýting á buxum

Fataskápurinn sem minnkar fötin

Mér finnst þetta doldið skemmtileg útskýring á því að fötin okkar verða of lítil. Við brosum að þessari lýsingu og vitum öll raunverulegu ástæðuna. Þetta er svona eins og með sumt heimilisfólk sem skilur ekkert í því að fötin koma bara hrein og samanbrotin inn í herbergið – eða ofan í skúffuna…mögulega frá heimilisálfinum 🙂

Það eru auðvitað endalausar ástæður fyrir því að við stækkum upp úr fötunum okkar og ég ætla ekkert að telja það allt upp hér – nema mína ástæðu. Ég er eins og margar konur á mínum aldri á breytingaskeiðinu. Þær vita það sem hafa upplifað breytingaskeiðið að það eru alls konar fylgikvillar með því, mis skemmtilegir og mis langvarandi. Í mínu tilviki er einn af fylgikvillunum að rokka upp og niður í þyngd/stærð. Einn daginn skipulegg ég fatnað fyrir veislu eftir 4 daga og þegar kemur að veislunni er ég vaxin upp úr klæðunum. Í sumum tilvikum erum við að tala um allt að tveimur númerastærðum.

Ég hef aldrei verið mikið fyrir það að stökkva í búð í hvert sinn sem þetta gerist, kannski vegna þess að ég kann að sauma og hef gaman að því að vera öðruvísi klædd en aðrir – hitt er líka að stærðin minnkar líka þannig að fataskápurinn minn yrði fljótt yfirfullur ef ég keypti nýja flík í hvert sinn sem kroppurinn breyttist. Fyrstu árin á breytingaskeiðinu voru samt all nokkur áskorun því mig langaði heldur ekki að vera stanslaust að sauma nýja og nýja flík. Það var nú upphafið að fatabreytingunum sem ég hef í dag, algera ástríðu fyrir og hefur leitt mig á nýja og spennandi braut.

Fatabreyting – að víkka buxur

Ég á nokkrar svona gallabuxna leggings…þ.e. þröngar, teygjanlegar gallabuxur – bæði bláar og svartar. Ég hef notað svona buxur mikið en nú er svo komið að þær eru allar óþægilegar. Mögulega hafa þær alltaf verið óþægilegar, ég bara nenni ekki lengur að klæðast óþægilegum fötum 🙂

Mig langaði að prófa og sjá hvort ég gæti víkkað svona buxur, er búin að velta þessu aðeins fyrir mér og ákvað bara að prófa.

Byrjuð að rekja upp í hliðum

Þetta eru buxurnar, ég keypti þær á Ítalíu fyrir 7 árum síðan og það sér varla á þeim. Þær eru flottar á litinn finnst mér en mig langar að poppa þær upp. Þær eru þröngar í strenginn – þröngar as in meiða mig – og mér finnst þær of þröngar niður kálfana. Á bólgnu dögunum mínum fæ ég nú bara náladofa í fótleggina af að vera í þeim 😀 Ég var svo æst að byrja að ég gleymdi að taka mynd áður en ég byrjaði svo hér eru þær, hálf uppraktar í annarri hliðinni 🙂

Ég byrjaði bara á að rekja upp saumana í hliðunum og klippti strenginn í sundur. Pressaði síðan saumbrotin slétt og þá voru buxurnar tilbúnar. Ég valdi hressandi og upplífgandi efni til að víkka með og klippti 7cm breiða lengju, 2-3cm lengri en lengdin á skálmunum (bara ef mér dytti í hug að gera eitthvað sniðugt annað en að falda)

Síðan bara skellti ég þessu í saumavélina…et voilà

Hér má svo sjá myndband af ferlinu

Takk fyrir að lesa…og horfa – ef þér líkaði máttu endilega deila með þeim sem gætu haft gagn og gaman af <3

The post Endurnýting – buxnavíkkun appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>
https://saumaheimursiggu.is/2022/02/05/endurnyting-buxnavikkun/feed/ 0 1957
Majonesgúrka https://saumaheimursiggu.is/2022/01/23/majonesgurka/ https://saumaheimursiggu.is/2022/01/23/majonesgurka/#respond Sun, 23 Jan 2022 12:24:37 +0000 https://saumahornsiggu.is/?p=1915 Þú ert í fermingarveislu, kökudiskurinn hlaðinn góðgæti, bæði hollu og minna hollu. Þú sest niður og horfir svöngum augum á veitingarnar, ákveður að byrja á brauðtertunni – það er jú eitt af því holla, er það ekki? Gaffallinn sekkur í brauðið og salatið á milli, munnvatnskirtlarnir fara á fullt við tilhugunina um góðgætið. Gaffallinn er […]

The post Majonesgúrka appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>
Þú ert í fermingarveislu, kökudiskurinn hlaðinn góðgæti, bæði hollu og minna hollu. Þú sest niður og horfir svöngum augum á veitingarnar, ákveður að byrja á brauðtertunni – það er jú eitt af því holla, er það ekki? Gaffallinn sekkur í brauðið og salatið á milli, munnvatnskirtlarnir fara á fullt við tilhugunina um góðgætið. Gaffallinn er kominn hálfa leið að munni, stór brauðtertubiti liggur ofan á, þú opnar munninn…og majonesgúrkan efst á bitanum dettur á kjólinn þinn.

Eins og brauðtertan er góð, getur majonesan verið truflandi

Majones er eitt af mörgu sem er mjög erfitt að ná úr fötum, fitan virðist smjúga inn í minnstu þræðina og sitja þar föst. Eftir stendur flík með fitublett á verulega áberandi stað og fátt um góða drætti þegar kemur að áframhaldandi nýtingu flíkurinnar.

“Sýnileg viðgerð” eða “Visual mending” eins og aðferðin kallast á ensku, er viðhaldsaðferð sem ég er ansi hreint hrifin af. Með því að bæta flíkina með öðru efni en því sem flíkin er út, gerir þú ekki bara við heldur breytir þú flíkinni – stundum það mikið að flíkin verður sem ný. Þetta er hægt að gera hvort sem þú er að gera við göt eða fela bletti og á endanum stendur þú uppi með flík sem er ekki bara nýtileg áfram, heldur áttu flík sem enginn annar á – flík sem þú hefur skreytt að þínu höfði 🙂

Það skemmtilega er að flíkin þarf ekki einu sinni að vera eitthvað biluð, ég á t.d. kjól sem ég nota ekki. Ég keypti kjól fyrir mörgum árum (ætlaði að vera virðuleg móðir fermingarbarna) og ég skil ekki enn þann dag í dag af hverju ég keypti hann. Kjóllinn er einlitur, ljósgrár…eitthvað sem ég bara klæðist ekki svona einu og sér en hann er fullkominn til að nota í svona skemmtilegheit.

Það er margt hægt að gera til að fela blettina – eiginlega spurning um hugmyndaflug

Þegar við erum að skreyta flíkurnar er aðalatriðið að nota hugmyndaflugið, ef þú ert með blett þá er gott að nota hann sem útgangspunkt – og svo bara leika sér áfram. Mér finnst gaman að raða saman bútum og sjá hvernig hægt er að leika sér áfram. Ég á mikið af afklippum frá saumaskapnum mínum og þær eru tilvaldar í svona “blettaverkefni” Ég einfaldlega raða þeim eins og mér sýnist bútarnir koma vel út á flíkinni, síðan skoða ég hvernig ég vil festa þá – það er hægt að gera á ýmsan hátt, t.d. með því að handsauma hvern og einn bút eða renna þeim í saumavélina.

Ég hvet þig til að skoða flíkurnar þínar sem þú geymir í skápnum/geymslunni og sjá hvort þú getir ekki hresst þær við með skemmtilegri skreytingu. Það er hægt að nota alls konar; tölur, perlur, pallíettur og ef þú er lítið í saumaskap og efnaafgöngum þá getur þú notað búta úr annarri flík sem þú ert ekki að nota…

Nýtum fötin okkar betur og minnkum fatasóun!

Takk fyrir að lesa – ef þér líkar þá máttu deila gleðinni með öðrum <3

The post Majonesgúrka appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>
https://saumaheimursiggu.is/2022/01/23/majonesgurka/feed/ 0 1915
Karakter https://saumaheimursiggu.is/2021/01/27/karakter/ https://saumaheimursiggu.is/2021/01/27/karakter/#respond Wed, 27 Jan 2021 13:24:14 +0000 http://saumahornsiggu.com/?p=1291 Það sem þetta ár 2020 er búið að vera skrýtið, allur heimurinn nánast á hliðinni og heilu samfélögin vita varla hvernig hentugast er að haga sér. Mér finnst ég ótrúlega heppin að búa hér á Íslandinu góða, með þríeykið vinalega sem bendir mér og okkur daglega á, hvernig veiran þróast og hvernig við getum brugðist […]

The post Karakter appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>
Það sem þetta ár 2020 er búið að vera skrýtið, allur heimurinn nánast á hliðinni og heilu samfélögin vita varla hvernig hentugast er að haga sér. Mér finnst ég ótrúlega heppin að búa hér á Íslandinu góða, með þríeykið vinalega sem bendir mér og okkur daglega á, hvernig veiran þróast og hvernig við getum brugðist við henni.

Þessi hugleiðing á samt ekkert að fjalla um Covid, það er nóg af öðru fólki sem má sjá um það. Þessi tími hefur samt kennt mér mikið og sýnt mér hvað það er gott að sjá það góða sem í kringum mig er. Þá er ég ekkert einungis að tala um fólkið mitt sem er auðvitað best, en litlir hlutir eins og árstíðir, mold, illgresi, útsýni, sólskin, göngutúrar og gömul efni…algerlega nauðsynlegir finnst mér. Sumarið og haustið hefur því að miklu leyti farið í garðvinnu og göngutúra, þó ég hafi að sjálfsögðu nýtt tímann í Saumahorninu til einhvers 🙂

Undanfarið ár hef ég verið mikið að velta fyrir mér framtíð Saumahornsins; hvað vil ég með það…ef eitthvað? Ég hef tekið að mér ýmiss verkefni sem hafa verið alls konar og þar sem tími minn og afkastageta í Saumahorninu hefur verið bæði takmarkaður hvern dag og óstöðugur, þá hef ég oftar en ekki spurt mig hvort þetta sé það sem ég vilji nýta minn dýrmæta tíma í. Ný veikindi síðasta rúma árið hafa svo hvatt mig áfram í þessum pælingum og ég get glöð tilkynnt það hér og nú að það eru breytingar 🙂

Það allra mikilvægasta sem ég komst að var jú sú staðreynd að Saumahornið mitt er mér virkilega mikilvægt. Þarna get ég komið á hvaða tíma dags sem er og gert það sem ég elska – sauma. Suma daga geri ég lítið annað en að strjúka efnunum mínum og skoða blöðin mín en sem betur fer fjölgar dögunum sem ég sauma og hanna. Saumaskapurinn hefur í gegnum árin, bjargað minni geðheilsu og ég get ekki ímyndað mér lífið án þess að vera að sauma. Hvernig kem ég því þá þannig fyrir að ég get notið tímans sem ég hef í Horninu mínu…ásamt því að fá réttláta umbun fyrir þann tíma sem ég hef í Horninu mínu? Júbb, með því að einbeita mér að eigin hönnun og saumaskap á flíkum sem ég get selt 🙂 Ég hef því ákveðið að hætta alfarið að taka að mér viðgerðir; rennilásaskipti, styttingar á skálmum o.þ.h. Það er einfaldlega of mikil vinna fyrir of lítinn pening…ég er nefnilega ekki mjög dugleg í að setja verðmiða á tímann minn :)+

Þessi ákvörðun hefur einhvern veginn búið til svo mikið pláss hjá mér, bæði í huganum og getu. Síðan ég tók þessa ákvörðun hef ég hannað tvær tegudnir af yfirhöfnum og komið tvenns konar kjólasniðum í sölu. Það er nú ekkert smotteri skal ég segja þér. Kjólasniðið hef ég átt í nokkurn tíma, átti eftir að breyta þeim smá og gefa mér tíma í að velja efni fyrir þá og svoleiðis – nú er það komið 🙂

Yfirhafnirnar eru svo einhvers konar flaggskip fyrir mína hönnun sem framundan er. Mig langar að snúa mér að, annars vegar endurnýtingu efna, og hins vegar silkiefnum. Yfirhafnirnar eru allar saumaðar úr gömlum efnum og unnar uppúr gömlum flíkum. Ég kalla þessar yfirhafnir “Karakterkápur” þótt það megi alveg kalla þær líka jakka – þær eru nefnilega kynlausar. Enn sem komið er, eru tvö snið komin í sölu, annars vegar “Kjarkur” og hins vegar “Þor”. Von er á fleiri sniðum fljótlega. Hugmyndin að nafninu kemur til vegna þess að svona yfirhafnir eru ekki fyrir hvern sem er – það eru bara ákveðnar týpur sem þora að vera í svona flíkum – sterkir karakterar sem þola athygli sem sagt 🙂

Ég hlakka mikið til að fara inn í árið 2021, hlaðið saumaskap, útiveru og öðru skemmtilegu – og ég hlakka til að hitta þig <3

Takk fyrir heimsóknina, ég vona að þér hafi líkað lesturinn <3

The post Karakter appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>
https://saumaheimursiggu.is/2021/01/27/karakter/feed/ 0 1291