Fashion Revolution · Fatabreytingar · Recycling · Sjálfbær fatastíll · Sjálfbær tíska · Sustainable fashion · Up-cycling · upcycling clothes

Sjálfbær fatastíll 1. hluti

Mig langar að tjá mig aðeins um tísku, tískustrauma, hrað- og hægtísku – og persónulegan fatastíl

Undanfarin ár hefur mikil áhersla verið lögð á hvað svokölluð Fast-fashion er umhverfismengandi og hræðilegt fyrirbæri – sem það er. Textíliðnaðurinn er annar stærsti mengunnarvaldurinn í heiminum, á eftir olíu – plastmengun hvað!

Mér finnst einhvern veginn svo öfugt að vera að einblína á þetta neikvæða – eins og góðir menn segja „Það sem þú beinir athyglinni að, vex og dafnar“. Mig langar miklu meira að skoða hvernig við, Jón og Gunna útí bæ, getum ýtt undir Hæg-tísku og sjálfbærni í fatastíl og fatanýtingu. Það er nefnilega svo margt sem við getum gert bara ein með okkur sjálfum

– þó ekki væri annað en að færa athyglinna frá því neikvæða, yfir á hið jákvæða.

Hvað er sjálfbær tíska?

Sjálfbær tíska sem skilgreining er stórt hugtak og skilgreiningin nær yfir allt sem kemur að tísku; umhverfisvænar aðferðir við framleiðslu textíls, umhverfisvænn textíll, réttlát laun fyrir vinnuafl innan framleiðslu, sem og mannsæmandi vinnuaðstæður.

Samkvæmt Vikipedia er hugtakið Hæg-tíska  (Slow-Fashion) afbrigði af sjálfbærri tísku og lýsir andstæðu við Hraðtísku (Fast-Fashion). 

Hæg tíska kallar á virðingu í garð fólks dýra og umhverfis og ýtir undir siðferðislega og sjálfbærar leiðir til lifnaðar og neyslu. Þessi hreyfing er viðskiptamódel sem einbeitir sér bæði að því að hægja á neyslu og auka virðingu gagnvart umhverfinu og siðferði almennt, (https://en.wikipedia.org/wiki/Sustainable_fashion). 

Fyrir okkur sem almenna neytendur er þetta hugtak ansi stórt og við getum spurt okkur sjálf, hvernig getum við haft áhrif á þetta risastóra batterí; hvað get ég, sem Jón og Gunna hér á Íslandi, gert til að hafa áhrif á og taka þátt í þessari hreyfingu Sjálfbærni í fata-og textílnýtingu?

Það er ýmislegt sem við getum gert og í næstu póstum, langar mig að fjalla aðeins um hvað við getum gert til að hjálpa Móður Jörð sem er að drukna í ónýtum og óendurnýtanlegum fatnaði og textíl.

Fyrstu skrefin

Fyrstu skrefin okkar sem almennir neytendur er að endurskoða okkar eigin hugsunarhátt og spyrja okkur sjálf mikilvægra spurninga; 

 • Hvar kaupi ég fötin mín?
 • Hvað kaupi ég oft föt?
 • Hvað liggur að baki mínum fatakaupum?
 • Hvaða efni eru í flíkinni?

Það eitt að svara þessum spurningum heiðarlega er fyrsta skrefið í átt að sjálfbærum fatastíl. 

Á meðan þú veltir þessum spurningum fyrir þér, getur þú farið í gegnum fataskápinn þinn. Fataskápurinn okkar geymir oft margan fjársjóðinn sem lítið er notaður af einhverjum orsökum. Í fataskápnum geta verið flíkur sem passa ekki lengur, hvort sem stærðin á kroppnum hefur breyst eða við hreinlega skipt um stíl.

Hvort sem er, þá eru nokkur skref sem við getum tekið til að koma fötunum í fataskápnum í notkun, ýmist með því að taka þau fram aftur, breyta þeim eða koma þeim áfram í hringrásarferlið.

Fataskápurinn

Ég mæli með því að byrja á að taka fram fötin sem ekki hafa verið notuð í ca. 2 ár:

 • Af hverju er þessi flík hérna?
  • Eru tilfinningatengsl?
  • Gleymdist hún í skápnum?
  • Á einhver annar flíkina?
  • Passar hún?
  • Get ég notað hana í dag?

Þetta eru allt góðar vanganeltur varðandi flíkur sem ekki hafa verið notaðar þetta lengi og með því að spyrja sig þessara spurninga, ættir þú að komast að niðurstöðu um örlög þessarar flíkur.

Svona fikrar þú þig fram til fatanna sem þú notar reglulega og þá ertu komin með flotta yfirsýn á það sem þú átt nú þegar í fataskápnum.

Ég mæli alltaf með að byrja á því að finna leiðir til að eiga flíkina áfram, góðgerðarfélög sem taka á móti fatnaði og textíl eru að drukna því framboðið er svo mikið og margir fljótir að skutla bara fötunum í poka og gefa. Staðreyndin er sú að með því að skoða flíkina með opnum huga, er yfirleitt hægt að komast að þeirri niðurstöðu að það er ýmislegt annað hægt að gera við flík sem ekki er notuð.

Ég hvet þig til að fara svona í gegnum fataskápinn þinn, í staðinn fyrir að stökkva út í búð og kaupa þér eitthvað ódýrt og smart. Hvur veit nema þú dettir niður á flík sem þú varst búin að gleyma 😉

Þegar þú hefur farið gegnum fötin í skápnum; flokkað þau í td:

 • Nota áfram
 • Laga 
 • Breyta
 • Selja á markaði
 • Gefa 

Áður en þú stekkur af stað, gerir „góðverk“ og setur þetta í gám hjá góðgerðarfélagi, spurðu þig þá hvort einhver í kringum þig geti notað flíkina. Skoðaðu hvort þú getir ekki komið flíkum sem þú vilt gefa, beint í hendurnar á annarri manneskju.

Í næstu færslu fjalla ég um hvernig við getum nýtt áfram flíkur sem við viljum nota en nýtum ekki í dag.

Tak fyrir lesturinn og gangi þér vel að fara í gegnum fataskápinn 🙂

Allt það besta til þín og þinna, Sigga

Ef þér líkaði lesturinn máttu gjarnan deila með fleirum ❤

2 athugasemdir á “Sjálfbær fatastíll 1. hluti

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s