Category: Fatabreytingar
-
Sjálfbær fatastíll – 4. hluti
Jæja, núna erum við búin að vera rosalega dugleg; taka til í fataskápnum, gefa, breyta og bæta og allt klárt. Hvernig er það samt, er þá bara bannað að kaupa sér föt? Uh, nauts auðvitað ekki. Það er samt ekkert vitlaust að hafa nokkra hluti á bakvið eyrað þegar farið er í fatakaup 🙂 Flíkur…
-
Ágúst í Saumahorninu
Ágústmánuður er búinn að vera ansi viðburðaríkur hjá mér, kannski sérstaklega því ég er búin að vera að undirbúa ný námskeið sem byrja núna í upphafi september. Það er svo skondið að þótt ég hafi sett námskeiðin upp í maí og í raun verið tilbúin með þau nokkurn veginn alveg, þá er alltaf eitthvað sem…
-
Fatanýting og sjálfbærni
Reglulega heyrum við fréttir af fatafjöllunum sem við vesturlandabúar “gefum” í góðgerðargáma – fatnaður sem oft á tíðum endar í landfyllingum eða eyðimörkum minna efnaðri landa. Við heyrum meira að segja af verslunum sem “henda” óseldum fatnaði sem “kominn er úr tísku” þann mánuðinn. Vissir þú td. Að Rauði Krossinn á Íslandi fær yfir 2000…
-
Majonesgúrka
Þú ert í fermingarveislu, kökudiskurinn hlaðinn góðgæti, bæði hollu og minna hollu. Þú sest niður og horfir svöngum augum á veitingarnar, ákveður að byrja á brauðtertunni – það er jú eitt af því holla, er það ekki? Gaffallinn sekkur í brauðið og salatið á milli, munnvatnskirtlarnir fara á fullt við tilhugunina um góðgætið. Gaffallinn er…
-
Karakter
Það sem þetta ár 2020 er búið að vera skrýtið, allur heimurinn nánast á hliðinni og heilu samfélögin vita varla hvernig hentugast er að haga sér. Mér finnst ég ótrúlega heppin að búa hér á Íslandinu góða, með þríeykið vinalega sem bendir mér og okkur daglega á, hvernig veiran þróast og hvernig við getum brugðist…
-
Dedda frænka…
Dedda frænka átti svo fallegar kápur. Reyndar átti hún eiginlega allt fallegt og það var ótrúlega skemmtilegt að koma heim til hennar. Hún var systir hennar ömmu Siggu og kom doldið í staðinn fyrir hana í mínu lífi því amma Sigga dó akkúrat mánuði áður en ég fæddist. Dedda passaði okkur systurnar af og til…
-
Ef efnið er gott
Mamma sagði svo oft þegar ég kom heim með flík…eða efni: “Það er svo gott í þessu” – sem þýddi auðvitað að gæði voru á efninu. Ég ætla nú ekki að halda því fram hér að ég hafi jafnmikið vit á efnum og mamma hafði – en ég hef mikla tilhneigingu til…