Category: Sewing
-
Saumasaga Siggu
“…uhhh, mögulega geturðu breytt honum…” Uppúr árinu 2000 hófst mín vegferð í saumaskap. Það þróaðist þannig að ég varð óvinnufær á hinum almenna vinnumarkaði og þurfti einfaldlega að finna mér eitthvað að gera til að fylla upp í daginn. Ég var þá búin að vera að prjóna í nokkur ár og vantaði nýja áskorun. Ég hafði…
-
Þessi Grunnatriði…
Um daginn datt mér í hug að sauma mér buxur. Ég er búin að vera á leiðinni að finna mér eitthvað gott snið sem ég gæti notað aftur og aftur – svona hefðbundið buxnasnið, ekki leggings. Það er orðið ansi langt síðan ég hafði sauma mér flík eftir sniði – mér finnst jú skemmtilegast að…
-
Fjársjóðurinn í fataskápnum
Ef þú átt flíkur í fataskápnum sem þú notar sjaldan eða aldrei…bojóboj – þá áttu fjársjóð. Það sem meira er, ef þú átt flíkur frá mömmu og pabba, ömmu og afa eða frænku og frænda – þá erum við að tala um verðmæti. Staðreyndin er nefnilega sú, að flíkur og textíll sem voru framleiddar fyrir…
-
Hugurinn fer…
Hugurinn fer… Ég hef undanfarið talað um hugmyndaflæði, kannski stundum eins og það sé eitthvað sérstakt sem aðeins sumir búa yfir. Mig langar í þessum pistli að velta oggu vöngum yfir þessu hugtaki. Ég vona að þú njótir Hvað er hugmyndaflæði? Við fáum öll hugmyndir – hugmyndaflæði er ekkert annað en að leyfa huganum að…
-
Sjálfbær fatastíll – 4. hluti
Jæja, núna erum við búin að vera rosalega dugleg; taka til í fataskápnum, gefa, breyta og bæta og allt klárt. Hvernig er það samt, er þá bara bannað að kaupa sér föt? Uh, nauts auðvitað ekki. Það er samt ekkert vitlaust að hafa nokkra hluti á bakvið eyrað þegar farið er í fatakaup 🙂 Flíkur…
-
Ágúst í Saumahorninu
Ágústmánuður er búinn að vera ansi viðburðaríkur hjá mér, kannski sérstaklega því ég er búin að vera að undirbúa ný námskeið sem byrja núna í upphafi september. Það er svo skondið að þótt ég hafi sett námskeiðin upp í maí og í raun verið tilbúin með þau nokkurn veginn alveg, þá er alltaf eitthvað sem…
-
Rana Plaza
Í dag, sunnudaginn 24. Apríl 2022 eru 9 ár síðan ég vaknaði af alvöru gagnvart textíl- og fataframleiðslu og þá sérstaklega aðbúnaði verkafólksins sem vinnur við framleiðsluna. Þennan dag fyrir 9 árum hrundi til grunna, átta hæða verksmiðjubygging í Bangladesh – bygging sem kölluð var Rana Plaza. Í byggingunni var fataframleiðsla, banki, íbúðir og nokkrar…
-
Endurnýting – buxnavíkkun
Fataskápurinn sem minnkar fötin Mér finnst þetta doldið skemmtileg útskýring á því að fötin okkar verða of lítil. Við brosum að þessari lýsingu og vitum öll raunverulegu ástæðuna. Þetta er svona eins og með sumt heimilisfólk sem skilur ekkert í því að fötin koma bara hrein og samanbrotin inn í herbergið – eða ofan í…
-
Majonesgúrka
Þú ert í fermingarveislu, kökudiskurinn hlaðinn góðgæti, bæði hollu og minna hollu. Þú sest niður og horfir svöngum augum á veitingarnar, ákveður að byrja á brauðtertunni – það er jú eitt af því holla, er það ekki? Gaffallinn sekkur í brauðið og salatið á milli, munnvatnskirtlarnir fara á fullt við tilhugunina um góðgætið. Gaffallinn er…
-
Karakter
Það sem þetta ár 2020 er búið að vera skrýtið, allur heimurinn nánast á hliðinni og heilu samfélögin vita varla hvernig hentugast er að haga sér. Mér finnst ég ótrúlega heppin að búa hér á Íslandinu góða, með þríeykið vinalega sem bendir mér og okkur daglega á, hvernig veiran þróast og hvernig við getum brugðist…