Á þessu námskeiði leggjum við sérstaka áherslu á þjálfun í að opna hugann og auka sköpunargleði gagnvart fatabreytingum og endurnýtingu á efnaafgöngum og flíkum sem vilja nýtt líf. Þátttakendur skoða hverja flík fyrir sig, átta sig á möguleikum; bæði hvað varðar form og efni – og leyfa svo sköpunargleðinni að flæða.
Með því að fara í hugmyndaflæði varðandi hverja flík, þjálfa þátttakendur hugann í að hugsa út fyrir boxið – og hugsa saumaskap á nýjan hátt.
Sjálfbærni í fatastíl er, að mínu mati, framtíðin sem bíður okkar. Ekki endilega vegna þess að okkur langar, heldur vegna þess að Móðir Jörð krefst þess.
Ég trúi því að þegar við kunnum að sauma, þá gerum við okkur grein fyrir hve mikil vinna fer í að setja saman flík. Við gerum okkur grein fyrir að gæði efna skipta meira máli en verð. Með því að kaupa minna, kaupa notað, breyta og bæta fötin okkar, hjálpum við ekki bara Móður Jörð, heldur líka öllum þeim sem haldið er í þrældómi við að sauma ódýrar og gæðalitlar flíkur.
Að ekki sé minnst á fjárhagslegan sparnað sem felst í því að geta saumað, breytt og bætt, fötin sem þú átt nú þegar í fataskápnum.
Lögð er áhersla á hugmyndaflæði og hefst námskeiðið á því. Kennt er ákveðið fyrirkomulag varðandi hugmyndaflæði gagnvart fatnaði og textíl og í fyrsta tíma verður farið vel í það.
Þegar hugmyndaflæði er lokið, standa þátttakendur með 1-3 framkvæmanlegar hugmyndir varðandi flíkur sem þeir komu með.
Unnið er með þessar breytingar og stefnt er að því að klára þær á meðan á námskeiði stendur. Ef tími gefst til – sem fer alfarið eftir breytingum hvers þátttakenda á flík – fer hver og einn í hugmyndaflæði með aðrar flíkur.
Þátttakendur geta komið með eins margar flíkur og þeir vilja, þó er gert ráð fyrir að hugmyndaflæðið sé unnið út frá 1-3 flíkum.
Hámarksfjöldi á námskeiðið er 12 manns