Karakter_Freyja er fyrst og fremst, endurnýting á jakkafötum. Í endurnýtinguna nota ég ýmist jakkafötin einungis, eða bæti áður elskuðum slæðum við.
Ég býð upp á tvenns konar útfærslur á Freyju; annars vegar toppur í líkingu við þennan á myndaröðinni hér að neðan, og hins vegar kjól. Kjóllinn er þá samsettur úr jakkafötum og kvenslæðum. Myndir af þeirri útfærslu koma fljólega.
Freyja er endurnýting að óskum hvers og eins og því er best að fylla út formið hér að neðan og ég verð í sambandi til að finna tíma.
Saumahornið hefur ekki fasta opnunartíma en það er velkomið að hafa samband ef þú vilt koma, skoða og máta.
Ég er yfirleitt við þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga, eftir hádegi.
Best er að senda mér skilaboð á Messenger eða WhatsApp – eða senda mér línu á sigga@saumaheimursiggu.is