Eitt spor í einu

 

Blaðað í BurdaStyle

Þrjú skipti, tveir og hálfur tími hvert sinn

Fimmtudagar kl. 17:30 – 20:00

Verð kr. 32.000

Næsta námskeið, febrúar 2025

Haldið á höfuðborgarsvæðinu

 

 

Kannastu við þessar spurningar?

  • Hvernig tek ég upp snið
  • Hvernig veit ég hvaða stærð ég tek?
  • Hvernig aðlaga ég sniðið að mínum kroppi?
  • Hvernig í ósköpunum á ég að finna út úr sniðörkinni í Burdablaðinu?
  • Hvað þýða allar þessa örvar og númer á sníðaörkinni?
  • Hvað er þráðátt?

Á námskeiðinu Eitt Spor í Einu finnum við svörin, tökum upp einfalt snið úr Burdarblaði og saumum okkur flík. Ráðgjöf í notkun saumavélar í boði ef þarf.

Ég trúi því að þegar við kunnum að sauma, þá gerum við okkur grein fyrir hve mikil vinna fer í að setja saman flík. 

Grunnatriði í saumaskap skipta máli, þau leggja grunninn að því að skilja hvernig flík er sett saman – og þegar við förum að nýta fötin okkar, breyta þeim og bæta, þá skiptir máli að gera sér grein fyrir hvernig efniviðurinn hegðar sér. Við gerum okkur grein fyrir að gæði efna skipta meira máli en verð.

Sjálfbærni er að mínu mati, framtíðin sem bíður okkar. Ekki endilega vegna þess að okkur langar, heldur vegna þess að Móðir Jörð krefst þess.

Með því að kaupa minna, kaupa notað, breyta og bæta fötin okkar, hjálpum við ekki bara Móður Jörð, heldur líka öllum þeim sem haldið er í þrældómi við að sauma ódýrar og gæðalitlar flíkur.

Að ekki sé minnst á fjárhagslegan sparnað sem felst í því að geta saumað, breytt og bætt, fötin sem þú átt nú þegar í fataskápnum.

 

 

Markmið námskeiðs:

  • Að þátttakendur kynni sér notkun og stillingar saumavélar og finni hjá sér hugrekki til að prófa sig áfram með saumaskapinn
  • Að þátttakendur nái grunngetu í að lesa sníðablað, finna rétta stærð, taka upp einfalt snið og sauma sér einfalda flík
  • Að opna huga þátttakenda gagnvart því að sauma sínar eigin flíkur
  • Að opna huga þátttakenda varðandi endurnýtingu, saumaskap og sjálfbærni í fatastíl

 

 

Skipulag námskeiðs

Við skráningu fá þátttakendur sendan tölvupóst með greinagóðum leiðbeiningum.

Þátttakendur koma með:
  • BurdaStyle blað að eigin vali 
  • Efnivið til að sauma flíkina
  • Saumavél, nálar og tvinna, gott að hafa mismunandi stærðir af nálum í vélina
  • Góð sníðaskæri, skærin mega ekki hafa verið notuð á pappír
  • Skæri til að klippa pappír
Á staðnum verður:
  • Sníðapappír
  • Straujárn og borð til að strauja á
  • Kaffi og te
Fyrsti tími:
  • Farið er í gegnum BurdaStyle, hvernig við lesum blaðið til að velja okkur snið
  • Erfiðleikastig sniða
  • Máltaka, hvernig við finnum okkar stærð
  • Lesið í sníðaörk
  • Snið tekið upp
Annar tími:
  • Efni lagt til að sníða
  • Hvað er þráðátt?
  • Sniðið 
  • Byrjað að sauma
Þriðji tími:
  • Haldið áfram að sauma og stefnt á að klára flík
  • Ef tími gefst til, annað snið fundið

 

 

Námskeiðið kostar kr. 32.000

Innifalið í verði:
  • Aðstaða
  • Kennsla og leiðsögn
  • Verkefnabók
  • Sníðapappír 
  • Eitthvað smotterí til afnota ef þarf
  • Skemmtilegur félagsskapur
  • Kaffi og te