Á námskeiðinu Eitt Spor í Einu finnum við svörin, tökum upp einfalt snið úr Burdarblaði og saumum okkur flík. Ráðgjöf í notkun saumavélar í boði ef þarf.
Ég trúi því að þegar við kunnum að sauma, þá gerum við okkur grein fyrir hve mikil vinna fer í að setja saman flík.
Grunnatriði í saumaskap skipta máli, þau leggja grunninn að því að skilja hvernig flík er sett saman – og þegar við förum að nýta fötin okkar, breyta þeim og bæta, þá skiptir máli að gera sér grein fyrir hvernig efniviðurinn hegðar sér. Við gerum okkur grein fyrir að gæði efna skipta meira máli en verð.
Sjálfbærni er að mínu mati, framtíðin sem bíður okkar. Ekki endilega vegna þess að okkur langar, heldur vegna þess að Móðir Jörð krefst þess.
Með því að kaupa minna, kaupa notað, breyta og bæta fötin okkar, hjálpum við ekki bara Móður Jörð, heldur líka öllum þeim sem haldið er í þrældómi við að sauma ódýrar og gæðalitlar flíkur.
Að ekki sé minnst á fjárhagslegan sparnað sem felst í því að geta saumað, breytt og bætt, fötin sem þú átt nú þegar í fataskápnum.
Við skráningu fá þátttakendur sendan tölvupóst með greinagóðum leiðbeiningum.