Saumaheimur Siggu býður upp á ýmiss konar þjónustu, allt frá ókeypis ráðgjöf í lokuðum hópi á Facebook, upp í sérsaumaðar flíkur, námskeið og fyrirlestra.

Allt fjallar þetta um hvernig við getum nýtt fatnað og textíl, breytt og bætt til þess að eiga flíkurnar lengur – og skapað okkar eigin sjálfbæra fatastíl. Staðreyndin er sú að fataskápurinn okkar geymir fjársjóð – mögulega fjársjóð sem þú veist ekki af…ennþá.

Saumaheimur Siggu leiðbeinir þér að finna fjársjóðinn

Staðarnámskeið á Vorönn 2025

Eitt spor

Blaðað í Burda

Námskeið fyrir öll sem langar að kynna sér saumaskap. Við lærum að taka upp snið úr Burdablaði og sauma einfalda flík

Kannastu við þessar spurningar?

  • Hvernig tek ég upp snið
  • Hvernig veit ég hvaða stærð ég tek?
  • Hvernig aðlaga ég sniðið að mínum kroppi?
  • Hvernig í ósköpunum á ég að finna út úr sniðörkinni í Burdablaðinu?
  • Hvað þýða allar þessa örvar og númer á sníðaörkinni?
  • Hvað er þráðátt?

Á námskeiðinu Eitt Spor í Einu finnum við svörin, tökum upp einfalt snið úr Burdarblaði og saumum okkur flík. Ráðgjöf í notkun saumavélar í boði ef þarf.

Þrjú skipti, tveir og hálfur tími í senn – staðarnámskeið

                                           Skoða Eitt Spor í Einu

Fjársjóðurinn í Fataskápnum

Námskeið fyrir öll sem vilja kynna sér fatanýtingu og hvernig við byggjum upp sjálfbæran fatastíl. Við förum í almennar breytingar á fatnaði, ráðgjöf og fræðsla um nýtingu textíls.

Á námskeiðinu eru kynntar aðferðir til að opna hugann og auðga sköpunargleði gagnvart fata- og textílnýtingu. Hver þátttakandi kemur með eigin flíkur/textíl og vinnur á sínum hraða, með þær breytingar sem hann óskar.

Fjögur skipti, tveir og hálfur tími í senn – staðarnámskeið

Skoða Fjársjóðurinn í Fataskápnum