Saumaheimur Siggu býður upp á ýmiss konar þjónustu, allt frá ókeypis ráðgjöf í lokuðum hópi á Facebook, upp í sérsaumaðar flíkur, námskeið og fyrirlestra.

Allt fjallar þetta um hvernig við getum nýtt fatnað og textíl, breytt og bætt til þess að eiga flíkurnar lengur – og skapað okkar eigin sjálfbæra fatastíl. Staðreyndin er sú að fataskápurinn okkar geymir fjársjóð – mögulega fjársjóð sem þú veist ekki af…ennþá.

Saumaheimur Siggu leiðbeinir þér að finna fjársjóðinn

Námskeið á Vorönn 2025

Eitt spor

Blaðað í Burda

Námskeið fyrir öll sem langar að kynna sér saumaskap. Við lærum að taka upp snið úr Burdablaði og sauma einfalda flík

Kannastu við þessar spurningar?

  • Hvernig tek ég upp snið
  • Hvernig veit ég hvaða stærð ég tek?
  • Hvernig aðlaga ég sniðið að mínum kroppi?
  • Hvernig í ósköpunum á ég að finna út úr sniðörkinni í Burdablaðinu?
  • Hvað þýða allar þessa örvar og númer á sníðaörkinni?
  • Hvað er þráðátt?

Á námskeiðinu Eitt Spor í Einu finnum við svörin, tökum upp einfalt snið úr Burdarblaði og saumum okkur flík. Ráðgjöf í notkun saumavélar í boði ef þarf.

Þrjú skipti, tveir og hálfur tími í senn – staðarnámskeið

                                           Skoða Eitt Spor í Einu

Fjársjóðurinn í Fataskápnum

Námskeið fyrir öll sem vilja kynna sér fatanýtingu og hvernig við byggjum upp sjálfbæran fatastíl. Við förum í almennar breytingar á fatnaði, ráðgjöf og fræðsla um nýtingu textíls.

Á námskeiðinu eru kynntar aðferðir til að opna hugann og auðga sköpunargleði gagnvart fata- og textílnýtingu. Hver þátttakandi kemur með eigin flíkur/textíl og vinnur á sínum hraða, með þær breytingar sem hann óskar.

Fjögur skipti, tveir og hálfur tími í senn – staðarnámskeið

Skoða Fjársjóðurinn í Fataskápnum  

Fyrirlestrar

Saumaheimur Siggu upp á fyrirlestra og fræðslu um hvernig við getum nýtt fötin okkar betur, breytt þeim og bætt – og þannig stórminnkað kaup á nýjum fatnaði – og breytt okkar kauphegðun.

Vissir þú:

  • að Ísland sendir hátt í 3000 tonn af textíl til útlanda

  • að textíl/fataiðnaðurinn er þriðji stærsti mengurnarvaldur heimsins

  • að ef allri textíl- og fataframleiðslu yrði hætt í dag, þá eigum við nóg til að klæða íbúa alls heimsins – næstu 40 ár

 

Hafðu samband fyrir nánari upplýsingar

Sérsaumur

 

Langar þig að minnast ástvina með því að eignast nýja flík úr þeirra fatnaði eða textíl?

Gardínur, jakkaföt, slæður, kjólar, kápur og ég veit ekki hvað, geta orðið eitthvað alveg nýtt í mínum höndum og

  • í samvinnu sköpum við eitthvað fallegt.
  •  einstök flík fyrir sterkan karakter

“Elskuð flík – Aftur Nýtt”

Hafðu samband fyrir nánari upplýsingar