Tag: fatagerð
-
Tónleikakjóllinn
Þá er annasamri viku lokið, tónleikar kórsins yfirstaðnir og tvíburarnir okkar fermdir með stæl og skemmtilegri veislu. Tvennir kjólar voru saumaðir fyrir þessa viðburði dísin fékk fermingarkjól og mamman tónleikakjól. Tónleikakjóllinn varð nú ekki eins og upphaflega var lagt upp með, eins og ég skrifaði síðast þá breytti ég fyrst um efni til að geta notað…
-
Að breyta sniði
Ferming tvíburanna okkar nálgast óðfluga, vika til stefnu, undirbúningur á fullu og tímanum í saumahorninu er fórnað fyrir undirbúning. Áfram heldur samt saumaskapurinn á fermingarkjól dótturinnar – en hann fáið þið ekki að sjá fyrr en eftir fermingu 🙂 Mér finnst reyndar mjög gaman að hafa nóg að gera – tók t.d. að mér að…
-
Ný prjónauppskrift
Það hefur lítið verið að gerast í saumahorninu þessa vikuna, ég er ennþá að vinna mig upp í vinnugetu eftir síðasta verkjakast. Þess vegna eyddi ég vikunni í að rifja upp og endurskrifa uppskrift að hrikalega töff ermum – þó ég segi sjálf frá 🙂 Ermarnar eru úr Léttlopa og Álafosslopa og uppskriftin kemur hér…
-
Margt smátt…
Stundum fæ ég verkjaköst, þau koma þegar ég hef ekki hlustað nógu vel á kroppinn minn. Hann er svo dásamlegur þessi kroppur, hann talar við mann og leiðbeinir. Ég verð betri og betri í að hlusta á hann og bregðast við en af og til þá hlusta ég ekki… Verkjaköstin gera það að verkum að…