sustainablefashion Archives - Saumaheimur Siggu https://saumaheimursiggu.is/tag/sustainablefashion/ Nýtum textíl, eitt saumspor í einu Mon, 04 Nov 2024 12:24:44 +0000 en-US hourly 1 https://wordpress.org/?v=6.8.1 https://saumaheimursiggu.is/wp-content/uploads/2024/07/cropped-Logo-2-32x32.png sustainablefashion Archives - Saumaheimur Siggu https://saumaheimursiggu.is/tag/sustainablefashion/ 32 32 230878731 Þessi Grunnatriði… https://saumaheimursiggu.is/2024/11/04/thessi-grunnatridi/ Mon, 04 Nov 2024 12:24:42 +0000 https://saumaheimursiggu.is/?p=5697 Um daginn datt mér í hug að sauma mér buxur. Ég er búin að vera á leiðinni að finna mér eitthvað gott snið sem ég gæti notað aftur og aftur – svona hefðbundið buxnasnið, ekki leggings. Það er orðið ansi langt síðan ég hafði sauma mér flík eftir sniði – mér finnst jú skemmtilegast að […]

The post Þessi Grunnatriði… appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>
Um daginn datt mér í hug að sauma mér buxur. Ég er búin að vera á leiðinni að finna mér eitthvað gott snið sem ég gæti notað aftur og aftur – svona hefðbundið buxnasnið, ekki leggings. Það er orðið ansi langt síðan ég hafði sauma mér flík eftir sniði – mér finnst jú skemmtilegast að breyta notuðum fötum.

Ég hafði fengið gefins fallegt hör efni, eldrautt og mjúkt og ákvað að nota það í að prófa snið sem ég hafði fundið. Ég tók upp sniðið, byrjaði að sníða og sauma og allt þetta skemmtilega – og uppgötvaði hvað ég hef gott af því að fara tilbaka í grunninn af og til.

Staðreyndin er sú, að góð þekking á grunnatriðum í saumaskap er ansi hreint mikilvæg; hvernig efnið leggst, þráðátt og hvað gerist þegar hún er ekki rétt, röð samsetningar á flíkinni…Öll þessi atriði skipta að mínu mati, heilmiklu máli. Þegar við höfum tileinkað okkur þessi algengu grunnatriði, þá gengur okkur betur að átta okkur á eiginleikum fatnaðar sem við viljum breyta.

Við áttum okkur betur á hvernig saumarnir liggja, hvernig sniðstykkin eru formuð. Við sjáum hvað er vel saumað og hvað ekki – og síðan mitt uppáhald, hvernig við getum nýtt okkur eiginleika flíkur til að skapa eitthvað nýtt og skemmtilegt úr henni.

Að mínu mati er maður aldrei of klár til að rifja upp eða læra eitthvað nýtt, ég vissulega fann það sjálf að ég mætti alveg vera duglegri í að sauma einstöku sinnum flík alveg frá grunni – og rifja þessi grunnatriði upp.

Ég hvet þig til að kynna þér sníðun/rifja upp takta – ef ekki er fyrir annað en að skemmta sér við eitthvað sem maður kann ekki eða hefur ekki gert lengi. Það er auðvelt að nálgast fatasnið, mörg bókasöfn lána saumablöð (td. Bókasafn Kópavogs) og þar er hægt að finna snið fyrir alla getuhópa. Burdablöðin td. eru með kerfi varðandi erfiðleikastig saumaskapar, allt frá 1 punkti (auðveldast) upp í 4 punkta. Síðan hefur þú heilan mánuð til að leika þér með blaðið heima hjá þér.

Stutt og snaggaraleg færsla í þetta skiptið, ef þér líkaði, máttu deila henni með þeim sem gætu haft gaman af.

Knús, Sigga

The post Þessi Grunnatriði… appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>
5697
Sjálfbær fatastíll – 5. hluti https://saumaheimursiggu.is/2023/03/16/sjalfbaer-fatastill-5-hluti/ https://saumaheimursiggu.is/2023/03/16/sjalfbaer-fatastill-5-hluti/#respond Thu, 16 Mar 2023 11:39:23 +0000 https://saumaheimursiggu.is/?p=2704 Fataskápurinn Í hvernig flíkum líður þér best?  Ef við ætlum að vera sjálfbær í fatastíl, viljum byggja upp fataskápinn, þá verðum við að skoða aðeins okkar innri manneskju; kafa í hvað við viljum í alvöru, hvaða týpa við erum innst inni – erum við kvenlegi karakterinn sem vill sýna línur, erum við karlmannlega manneskjan sem […]

The post Sjálfbær fatastíll – 5. hluti appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>
Fataskápurinn

Í hvernig flíkum líður þér best? 

Ef við ætlum að vera sjálfbær í fatastíl, viljum byggja upp fataskápinn, þá verðum við að skoða aðeins okkar innri manneskju; kafa í hvað við viljum í alvöru, hvaða týpa við erum innst inni – erum við kvenlegi karakterinn sem vill sýna línur, erum við karlmannlega manneskjan sem vill formfastar flíkur – eða erum við afslappaða persónan sem vill allt þægilegt? Kannski líka eitthvað þarna á milli – eða öllu blandað saman?

Skiptir þú fötunum upp í „daglegföt“ og „spariföt“ eða notar þú öll þín föt jafnt.

Útgangspunktur við fataval ætti alltaf að vera vellíðan; að fötin lyfti okkur upp, að okkur líði vel í þeim – og í mörgum tilfellum, rífi upp í okkur sjálfstraustið.

Mörg okkar eru gjörn á að langa til að vera í ákveðinni tegund fatnaðar en kaupa svo oft eitthvað allt annað. Útgangspunkturinn þarf alltaf að vera við sjálf; að við hlustum á hvað okkar eigin innri rödd segir okkur, ekki vinir og vandamenn og ennþá síður tískustraumar. Þeir koma og fara.

Ég segi fyrir mig, ég er mjög mismunandi karakter; stundum langar mig að vera mjög kvenleg, set up skartgripi og fer í fallega kjóla, hælaskó og sokkarbuxur. Stundum langar mig að vera strákaleg og töffari. Þá fer ég í eitthvað allt annað en staðreyndin er sú að mér líður mjög misjafnlega eftir dögum og mér finnst gaman að eiga fatnað sem fellur bæði að kven- og karlhliðinni minni.

Letiföt eða spariföt – nema hvoru tveggja sé

Ég td. hef ég gegnum árin skipt mínum flíkum upp eftir hutverkum; letiföt, spariföt, garðföt, dagleg föt – ég er hins vegar að auka það að eiga bara almennt falleg föt sem ég nota jafnt yfir allt – ég fer kannski ekki í silkikjól í garðinn en ég klæðist honum gjarnan á letidögum. 

Letidaga kalla ég þá daga þegar orkan mín er lítil, kroppurinn verkjaður og þreyttur og framtaksemin er í lágmarki. Ég er búin að uppgötva að fyrir mína sál, skiptir miklu máli að klæðast fallegum fötum. Það gerir minni sál gott því sálin á það til að líka illa við letidagana en með því að klæðast fallegum fötum…tjah, það gerir mér eitthvað gott. 

Svo eigum við það bara skilið sem manneskjur, að klæðast fallegum fötum alla daga – það finnst mér.

Ég elska jakkaföt, ég á ein og mig langar í fleiri. Þegar ég klæðist jakkafötum þá vaknar minn innri töffari og strákurinn í mér. Mér líður vel í jakkafötum og sé mig alveg eiga jakkaföt fyrir letidaga – hvort sem ég klæðist öllu settinu eða ekki 😉

Ég elska líka aðsniðna kjóla og ég fer oft í þeim á mannamót. Aðsniðnir kjólar vekja mína innri dívu, mér finnst ég kvenleg og skvísa. Staðreyndin er hins vegar sú að til þess að vera í aðsniðnum kjólum, þá þarf sjálfstraustið mitt að vera gott. Það á það til að sveiflast, sérstaklega eftir að ég byrjaði á breytingarskeiðinu og kroppurinn fór að haga sér eins og harmonikka. Ég get ekki treyst því að ég passi í aðsniðinn kjól, þótt ég hafi saumað hann fyrir einum mánuði.

Lausnin við þessu hefur verið að ég sauma víða kjóla og nota í þá einstök og falleg efni – og leyfi þar með litagleðinni minni að leika lausum taumi. 

Persónulega finnst mér þetta snilldar lausn og nota hana mikið.

Áttu þér uppáhaldsliti?

Það getur verið góður útgangspunktur þegar þú byggir upp sjálfbæran fataskáp. Litir sem við höldum uppá, eru oft litir sem fara okkur vel. Stundum þarf að stilla til tóninn; appelsínugult og appelsínugult er ekki endilega sami liturinn 😉

Við erum svo misjöfn sem manneskjur; sumir vilja vera í einlitum, helst dökkum fötum á meðan aðrir eru gulir sem sólin. Við þurfum að finna út hvað við viljum.

Ef maður skoðar stílistaþjónustu, þá er oft talað um svokallaðan „capsule wardrope“, að eiga sér ákveðnar grunnflíkur; buxur, skyrtu, jakka og kjól. Þessar flíkur eru þá gjarnan einlitar og í hlutlausum litum (hvítt, svart, blátt, beige…svoleiðis litir). Síðan byggir fólk upp fylgihluti sem poppa hlutlausar flíkurnar upp, setja punkt yfir i-ið og fullkomna lúkkið.

Ég viðurkenni að ég hef ekki mikið vit á svona stíliseringu, ég hef í gegnum árin lært að fylgja minni tilfinningu. Fyrir utan það þá elska ég að eiga slatta af fötum og ég elska að eiga marga skemmtilega liti og litaglaðar flíkur. Hefðbundinn stílisti kæmist skammt með mig ef hann ætlaði að setja mig í beige jakkadragt og poppa mig upp með hálsklút 🙂

Svona er þetta mismunandi og þeim mikilvægar að við finnum okkar eigin stíl, á okkar forsendum, hlustum á okkar innri rödd og hvernig okkur líður í flíkinni.

Gangi þér vel – þetta er síðasti pósturinn í bloggröðinni um Sjálfbæran fatastíl. Smelltu á að fylgja síðunni og fáðu tilkynningu þegar mér dettur í hug að skrifa eitthvað fleira hér inn 🙂

Takk fyrir lesturinn – Allt það besta til þín og þinna <3

Sigga

The post Sjálfbær fatastíll – 5. hluti appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>
https://saumaheimursiggu.is/2023/03/16/sjalfbaer-fatastill-5-hluti/feed/ 0 2704
Sjálfbær fatastíll – 3. hluti https://saumaheimursiggu.is/2023/03/01/sjalfbaer-fatastill-3-hluti/ https://saumaheimursiggu.is/2023/03/01/sjalfbaer-fatastill-3-hluti/#respond Wed, 01 Mar 2023 11:05:00 +0000 https://saumahornsiggu.is/?p=2630 Fyrsta hluta má lesa hér og annan hluta má lesa hér Flíkur sem ekki verða notaðar áfram Ég held að þegar við förum í gegnum fataskápinn, endum við oft með einhverja bunka…misstóra…af flíkum sem við viljum ekki eiga lengur. Ýmsar ástæður geta verið fyrir því; þær eru fallegar en passa ekki lengur og færu betur […]

The post Sjálfbær fatastíll – 3. hluti appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>
Fyrsta hluta má lesa hér og annan hluta má lesa hér

Flíkur sem ekki verða notaðar áfram

Ég held að þegar við förum í gegnum fataskápinn, endum við oft með einhverja bunka…misstóra…af flíkum sem við viljum ekki eiga lengur. Ýmsar ástæður geta verið fyrir því; þær eru fallegar en passa ekki lengur og færu betur á annarri manneskju, við erum orðin leið á þeim og dettur bara ekkert í hug til að poppa þær upp. Stundum er það líka þannig að okkur langar ekkert að breyta eða poppa upp flík því hún er flott eins og hún er – bara ekki fyrir okkur.

Hvað gerum við þá? Fyrsta hugsun er svo oft að skutla flíkunum í poka og fara með þær í Rauða Kross gáminn í Sorpu. Staðreyndin er sú að það er svoooo margt annað sem þú getur gert til að koma flíkunum þínum áfram í hringrásarferlinu. Rauðin Krossinn og önnur góðgerðarfélög sem taka á móti fatagjöfum, eru hreinlega að drukna, magnið af fatnaði og textíl er svo mikið. Margt af fötunum er sent erlendis og þar sem efnasamsetningar í flíkunum eru þannig að ekki er hægt að endurnýta, þá fara þessar flíkur á haugana – fatafjöllinn hér og þar um heiminn. Þess vegna skiptir svo miklu máli að við nýtum þessi föt sem við höfum keypt – og komum þeim svo beint í hendur annarra 🙂

Gefa áfram

Áttu fjölskyldumeðlimi sem gætu notað fötin þín? Ég veit að í minni fjölskyldu horfa yngri meðlimir oft aðdáunnaraugum á sér eldri frænkur og frændur og eitt það skemmtilegasta er að þiggja frá þeim flíkur.

Áttu nágranna sem gætu þegið fatagjafir? Áttu vini sem gætu þegið fatagjafir?

Ef þú ert á Facebook þá eru margir hópar þar sem hægt er að gefa fötin beint til fólks sem þiggur með þökkum.

Síðan eru ýmis samtök sem þiggja gjafir sem fara beint til flóttamanna, heimilislausra og þeirra sem eiga erfitt; ADRA Ísland, Konukot (heimilislausar konur), Njálsgata – Geðhjálp (heimilislausir karlar), Kvennathvarfið – allt eru þetta úrræði sem gætu þegið fatagjafir, um að gera að hafa samband og spyrja. Það eru án efa fleiri úrræði sem hafa þörf 🙂

Í mínum huga skiptir miklu máli að gefa fötin áfram, beint til næsta notanda, sama hvernig þú gerir það. Það minnkar álagið á þessi stóru góðgerðarsamtök (Rauðs Krossinn, ABC nytjamarkaður, Hertex og fleiri)

Skiptimarkaðir og Fatapartý

Þetta finnst mér alger snilld og ég hef séð aukningu í þessari aðferð við að koma fötunum áfram í hringrásarferlinu. Hér og þar um bæinn eru settir upp skiptimarkaðir þar sem þú getur farið með fötin þín, sett þau á slánna og náð þér í eitthvað nýtt/notað. Þessir skiptimarkaðir hafa verið auglýstir á Facebook og ég veit að Kvenfélagasamband Íslands hefur verið með svona skiptmarkað reglulega. Hann datt niður í covid en var haldinn á ný síðasta október og það stendur til að hafa aftur núna á vorönn.

Fatapartý hef ég líka heyrt um, þar sem vinir bjóða vinum í partý og allir koma með föt sem þeir eru tilbúnir að gefa áfram. Það er nú hrikalega skemmtilegt að skella sér í partý og koma heim með nýja flík 🙂

Selja og fá smotterí í vasann

Að lokum er það svo salan á flíkunum. Þú getur sett upp markað, auglýst og selt. Það er líka hægt að mynda hóp fólks sem vill selja og hafa markaðinn stærri. Eina sem þú þarf er staður til að setja markaðinn upp. Þetta höfum við séð; Dívumarkaður var einu sinni þar sem söngdívur voru að selja kjóla og annan fatnað. Þar keypti ég td. tvo virkilega flotta kjóla af Heru Björk. Síðan má nefna Kolaportið þar sem hægt er að leigja bás og selja þar.

Ef þú nennir ekki að standa í að selja þá er alltaf hægt að leigja bás og láta aðra um að selja fyrir þig. Í dag eru þó nokkrir möguleikar þar sem þú getur sett upp fötin þín og leigt básinn í ákveðin tíma – og það bætist reglulega fleiri við sem bjóða uppá þessa þjónustu. Mér finnst það reyndar virkilega góð leið ef þig langar að fá eitthvað fyrir fötin þín og ég mæli með því að þú hreinlega sláir inn í leitarvél til að finna alla möguleikana – ég er með nokkra í huga; Hringekjan, Elvira 101, Attik, Gullin mín…svo eitthvað sé nefnt.

Þessi litlu skref sem skipta svo miklu máli

Hérna hef ég stiklað á stóru varðandi þá möguleika sem við höfum til að nýta fatnað og textíl lengur – ef við erum ekki þessi kreatífa týpa sem breytir og saumar nýtt úr gömlu 😉 Þegar kemur að fatnaði og textíl þá er mikilvægt að koma honum á rétta staði. Ef við erum með algerlega ónýt flík í höndunum, eða textíl sem hefur skemmst, þá setjum við það í glæran poka, skrifum á pokann “tætingur” og setjum hann í gáminn hjá Rauða Krossinum – fatnað og textíl á ekki að setja í heimilisruslið!

Minn draumur er sá að í hverju hverfi verið komið upp aðstöðu fyrir skiptimarkað. Nú þegar eru komnir upp skápar fyrir mat og líka bækur – því ekki fatnað? Minn draumur er að notað verði tískan – skiptimarkaðir verði verslunarmáti þeirra sem hafa áhrif og þannig, lítið skref í einu, breytum við neysluformi samfélagsins.

Takk fyrir lesturinn, ef þér líkaði máttu smella þumli – og gjarnan fylgja mér á blogginu 🙂

Allt það besta til þín og þinna – í næsta bloggi fjalla ég um kaup á flíkum; hvað er gott að hafa í huga?

Sigga <3

The post Sjálfbær fatastíll – 3. hluti appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>
https://saumaheimursiggu.is/2023/03/01/sjalfbaer-fatastill-3-hluti/feed/ 0 2630
Sjálfbær fatastíll 2. hluti https://saumaheimursiggu.is/2023/02/22/sjalfbaer-fatastill-2-hluti/ https://saumaheimursiggu.is/2023/02/22/sjalfbaer-fatastill-2-hluti/#respond Wed, 22 Feb 2023 11:46:07 +0000 https://saumahornsiggu.is/?p=2585 Fyrsta hluta má lesa hér Fötin í fataskápnum Þegar við erum búin að fara í gegnum fataskápinn og skúffurnar, ætti vonandi að standa eftir einhver bunki af fötum sem við viljum eiga áfram. Þetta geta ýmist verið flíkur sem við notum nú þegar og líka flíkur sem við fundum í tiltektinni og viljum gjarnan taka […]

The post Sjálfbær fatastíll 2. hluti appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>
Fyrsta hluta má lesa hér

Fötin í fataskápnum

Þegar við erum búin að fara í gegnum fataskápinn og skúffurnar, ætti vonandi að standa eftir einhver bunki af fötum sem við viljum eiga áfram. Þetta geta ýmist verið flíkur sem við notum nú þegar og líka flíkur sem við fundum í tiltektinni og viljum gjarnan taka fram aftur. Þá er mjög sniðugt að skoða bunkann með eftirfarandi í huga;

  • Hvað get ég notað núna, eins og það er?
  • Hvað get ég að gert varðandi stærðir?
  • Hvað get ég poppað upp með smá fifferíi?
  • Hverju vil ég breyta?

Það segir sig sjálft að þær flíkur sem passa og eru í notkun, fara beint inn í skápinn aftur. Næsta skref er þá að skoða hvað hægt er að nýta áfram; í sömu mynd, með smá breytingum eða stærri breytingum.

Segjum sem svo að kroppurinn hafi breyst frá því við keyptum flotta, flotta kjólinn – synd að við náðum bara að nota hann tvisvar sinnum. Þennan kjól (eða hvaða flík sem er) er hægt að laga stærðina á, það er bæði hægt að þrengja og víkka – og meira að segja stytta og síkka líka 😉

Breytingar á stærð

Þegar við erum að breyta stærðum er gott að hafa opinn huga gagnvart ferlinu sjálfu. Hvort sem þú ert að stækka flík eða minnka, er mikilvægt að halda hlutföllunum á flíkinni og dreifa sentimetrunum niður á fleiri en einn saum. Síðan er mikilvægt að taka eitt skref í einu og vera dugleg að máta og sjá hvernig þetta kemur út allt saman.

Þrenging

Ef það þarf að minnka flíkina, er mikilvægt að mæla hvað þarf að minnka hana mikið – og dreifa svo minnkuninni niður á þá sauma sem eru í boði (td. bak og hliðar). Stundum er nóg að taka bara aðeins inn saumana en ef minnkunnin er meiri en 6 cm í heildina, getur þurft að bæta við föllum, teygju eða stroffi. Aðalatriðið hér er að halda í hlutföllin á flíkinni – og taka eitt skref í einu, þræða þrenginuna og máta áður en farið er í að klippa 🙂

Víkkun

Þegar við viljum víkka flíkina, þá eru nú ýmsir möguleikar í boði, allt eftir því hve mikið þarf að víkka. Fyrsta sem ég skoða eru saumförin, er nóg til að taka saumana út? Ef ekki, þá eru við að skoða að bæta efni inn í og víkka flíkina þannig. Það er hægt að gera á ýmsan hátt, hvort sem notað er svipað efni eða eitthvað allt annað. Kannski erum við með síðan kjól sem má vera styttri, þá er hægt að nota sama efni og bæta því inn í hliðarnar – þessa aðferð má sjá í þessu myndbandi.

Aðrar aðferðir eru td. að setja inn renninga til að víkka bæði ermar og skálmar. Þá opna ég hliðarsauma og bæti efni inn á milli.

Aðrar breytingar

Þegar kemur að breytingum á fötum, þá eru í raun engin takmörk á hvað hægt er að gera, eina…eða tvennt…eða þrennt sem þarf er hugmyndaflug, þor til að klippa og kjarkur til að prófa sig áfram. Að mínu mati er ekki hægt að skemma breytingar á flík, stundum fara hlutirnir ekki eins og upphaflega var planað en með því að hafa opinn huga, finnur maður alltaf nýja leið.

Það er endalaust hægt að lyfta flík upp og gera hana að einhverju betra eða nýtilegra:

  • Breyta hálsmáli; taka/bæta við kraga, setja v-hálsmál/fylla upp í v-hálsmál, víkka/þrengja…
  • Breyta ermum; taka af/setja á, skipta um efni, víkka/þrengja/síkka/stytta, setja stroff/teygju/klauf…
  • Síkka eða stytta flík; taka af/bæta við, klippa sundur og setja annað efni…
  • Skreyta; handsaum, blúndur, rennilás, vasar, perlur/pallíettur, setja bætur/myndir/merki

Eins og ég segi, möguleikarnir eru endalausir, allt sem þarf er opinn hugur – hér má sjá tvö myndbönd, það eru fleiri til að skoða á Youtube rásinni minni – ef þér líkar, máttu gjarnan smella þumal eða smella þér í ókeypis áskrift að rásinni 🙂

Takk fyrir að lesa – ef þér líkar máttu gjarna “fylgja” mér – og deila með þeim sem gætu haft gott og gaman af <3

The post Sjálfbær fatastíll 2. hluti appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>
https://saumaheimursiggu.is/2023/02/22/sjalfbaer-fatastill-2-hluti/feed/ 0 2585
Sjálfbær fatastíll 1. hluti https://saumaheimursiggu.is/2023/02/15/sjalfbaer-tiska/ https://saumaheimursiggu.is/2023/02/15/sjalfbaer-tiska/#respond Wed, 15 Feb 2023 12:30:33 +0000 https://saumahornsiggu.is/?p=2574 Mig langar að tjá mig aðeins um tísku, tískustrauma, hrað- og hægtísku – og persónulegan fatastíl Undanfarin ár hefur mikil áhersla verið lögð á hvað svokölluð Fast-fashion er umhverfismengandi og hræðilegt fyrirbæri – sem það er. Textíliðnaðurinn er annar stærsti mengunnarvaldurinn í heiminum, á eftir olíu – plastmengun hvað! Mér finnst einhvern veginn svo öfugt […]

The post Sjálfbær fatastíll 1. hluti appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>
Mig langar að tjá mig aðeins um tísku, tískustrauma, hrað- og hægtísku – og persónulegan fatastíl

Undanfarin ár hefur mikil áhersla verið lögð á hvað svokölluð Fast-fashion er umhverfismengandi og hræðilegt fyrirbæri – sem það er. Textíliðnaðurinn er annar stærsti mengunnarvaldurinn í heiminum, á eftir olíu – plastmengun hvað!

Mér finnst einhvern veginn svo öfugt að vera að einblína á þetta neikvæða – eins og góðir menn segja „Það sem þú beinir athyglinni að, vex og dafnar“. Mig langar miklu meira að skoða hvernig við, Jón og Gunna útí bæ, getum ýtt undir Hæg-tísku og sjálfbærni í fatastíl og fatanýtingu. Það er nefnilega svo margt sem við getum gert bara ein með okkur sjálfum

– þó ekki væri annað en að færa athyglinna frá því neikvæða, yfir á hið jákvæða.

Hvað er sjálfbær tíska?

Sjálfbær tíska sem skilgreining er stórt hugtak og skilgreiningin nær yfir allt sem kemur að tísku; umhverfisvænar aðferðir við framleiðslu textíls, umhverfisvænn textíll, réttlát laun fyrir vinnuafl innan framleiðslu, sem og mannsæmandi vinnuaðstæður.

Samkvæmt Vikipedia er hugtakið Hæg-tíska  (Slow-Fashion) afbrigði af sjálfbærri tísku og lýsir andstæðu við Hraðtísku (Fast-Fashion). 

Hæg tíska kallar á virðingu í garð fólks dýra og umhverfis og ýtir undir siðferðislega og sjálfbærar leiðir til lifnaðar og neyslu. Þessi hreyfing er viðskiptamódel sem einbeitir sér bæði að því að hægja á neyslu og auka virðingu gagnvart umhverfinu og siðferði almennt, (https://en.wikipedia.org/wiki/Sustainable_fashion). 

Fyrir okkur sem almenna neytendur er þetta hugtak ansi stórt og við getum spurt okkur sjálf, hvernig getum við haft áhrif á þetta risastóra batterí; hvað get ég, sem Jón og Gunna hér á Íslandi, gert til að hafa áhrif á og taka þátt í þessari hreyfingu Sjálfbærni í fata-og textílnýtingu?

Það er ýmislegt sem við getum gert og í næstu póstum, langar mig að fjalla aðeins um hvað við getum gert til að hjálpa Móður Jörð sem er að drukna í ónýtum og óendurnýtanlegum fatnaði og textíl.

Fyrstu skrefin

Fyrstu skrefin okkar sem almennir neytendur er að endurskoða okkar eigin hugsunarhátt og spyrja okkur sjálf mikilvægra spurninga; 

  • Hvar kaupi ég fötin mín?
  • Hvað kaupi ég oft föt?
  • Hvað liggur að baki mínum fatakaupum?
  • Hvaða efni eru í flíkinni?

Það eitt að svara þessum spurningum heiðarlega er fyrsta skrefið í átt að sjálfbærum fatastíl. 

Á meðan þú veltir þessum spurningum fyrir þér, getur þú farið í gegnum fataskápinn þinn. Fataskápurinn okkar geymir oft margan fjársjóðinn sem lítið er notaður af einhverjum orsökum. Í fataskápnum geta verið flíkur sem passa ekki lengur, hvort sem stærðin á kroppnum hefur breyst eða við hreinlega skipt um stíl.

Hvort sem er, þá eru nokkur skref sem við getum tekið til að koma fötunum í fataskápnum í notkun, ýmist með því að taka þau fram aftur, breyta þeim eða koma þeim áfram í hringrásarferlið.

Fataskápurinn

Ég mæli með því að byrja á að taka fram fötin sem ekki hafa verið notuð í ca. 2 ár:

  • Af hverju er þessi flík hérna?
    • Eru tilfinningatengsl?
    • Gleymdist hún í skápnum?
    • Á einhver annar flíkina?
    • Passar hún?
    • Get ég notað hana í dag?

Þetta eru allt góðar vanganeltur varðandi flíkur sem ekki hafa verið notaðar þetta lengi og með því að spyrja sig þessara spurninga, ættir þú að komast að niðurstöðu um örlög þessarar flíkur.

Svona fikrar þú þig fram til fatanna sem þú notar reglulega og þá ertu komin með flotta yfirsýn á það sem þú átt nú þegar í fataskápnum.

Ég mæli alltaf með að byrja á því að finna leiðir til að eiga flíkina áfram, góðgerðarfélög sem taka á móti fatnaði og textíl eru að drukna því framboðið er svo mikið og margir fljótir að skutla bara fötunum í poka og gefa. Staðreyndin er sú að með því að skoða flíkina með opnum huga, er yfirleitt hægt að komast að þeirri niðurstöðu að það er ýmislegt annað hægt að gera við flík sem ekki er notuð.

Ég hvet þig til að fara svona í gegnum fataskápinn þinn, í staðinn fyrir að stökkva út í búð og kaupa þér eitthvað ódýrt og smart. Hvur veit nema þú dettir niður á flík sem þú varst búin að gleyma 😉

Þegar þú hefur farið gegnum fötin í skápnum; flokkað þau í td:

  • Nota áfram
  • Laga 
  • Breyta
  • Selja á markaði
  • Gefa 

Áður en þú stekkur af stað, gerir „góðverk“ og setur þetta í gám hjá góðgerðarfélagi, spurðu þig þá hvort einhver í kringum þig geti notað flíkina. Skoðaðu hvort þú getir ekki komið flíkum sem þú vilt gefa, beint í hendurnar á annarri manneskju.

Í næstu færslu fjalla ég um hvernig við getum nýtt áfram flíkur sem við viljum nota en nýtum ekki í dag.

Tak fyrir lesturinn og gangi þér vel að fara í gegnum fataskápinn 🙂

Allt það besta til þín og þinna, Sigga

Ef þér líkaði lesturinn máttu gjarnan deila með fleirum <3

The post Sjálfbær fatastíll 1. hluti appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>
https://saumaheimursiggu.is/2023/02/15/sjalfbaer-tiska/feed/ 0 2574
Fatanýting og sjálfbærni https://saumaheimursiggu.is/2022/06/05/fatanyting/ Sun, 05 Jun 2022 09:47:00 +0000 https://saumahornsiggu.is/?p=2360 Reglulega heyrum við fréttir af fatafjöllunum sem við vesturlandabúar “gefum” í góðgerðargáma – fatnaður sem oft á tíðum endar í landfyllingum eða eyðimörkum minna efnaðri landa. Við heyrum meira að segja af verslunum sem “henda” óseldum fatnaði sem “kominn er úr tísku” þann mánuðinn. Vissir þú td. Að Rauði Krossinn á Íslandi fær yfir 2000 […]

The post Fatanýting og sjálfbærni appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>

Reglulega heyrum við fréttir af fatafjöllunum sem við vesturlandabúar “gefum” í góðgerðargáma – fatnaður sem oft á tíðum endar í landfyllingum eða eyðimörkum minna efnaðri landa. Við heyrum meira að segja af verslunum sem “henda” óseldum fatnaði sem “kominn er úr tísku” þann mánuðinn.

Vissir þú td. Að Rauði Krossinn á Íslandi fær yfir 2000 tonn af fatnaði og textíl inn á borð til sín á ári? Bara Rauði Krossinn. Þá erum við ekki að tala um Hertex, ABC nytjamarkaði, Samhjálp, Konukot, Fjölskylduhjálp Íslands, Mæðrastyrksnefndir…og öll önnur frábær samtök sem taka við fatnaði og textíl.

– og vissir þú að af þessum 2000 tonnum nýtast einungis 500 tonn hér á landi?

Mér finnst virkilega mikilvægt að við séum meðvituð og að við kennum okkar börnum að vera það líka

– að við leggjum okkur fram við að vinna gegn þessu viðhorfi að alltaf megi bara kaupa nýtt.

Hvernig getum við nýtt fötin okkar betur – notað þau lengur og minnkað fatafjöllin í heiminum?

  • þvo sjaldnar, oft er nóg að viðra flíkina eða leggja hana í bleyti í stað þess að skutla í þvottavél. Þvottavélin losar um plastagnir sem eru í flíkinni, agnir sem enda í sjónum og hafa áhrif á lífríkið – vélin slítur líka flíkinni hraðar 
  • sleppa þurrkaranum – hann slítur flíkinni meira út en snúran  
  • gera við ef bilar, stoppa í göt, laga saumsprettur
  • vinna á blettum, í stað þess að nota hörð efni sem leysa upp erfiða bletti er hægt að setja bætur og fela þannig blettina – það fer betur með efnið í flíkinni. oft skilja hreinsiefni eftir sig blett í efninu og þá ertu á sama stað og áður – með blett í flíkinni
  • hressa upp á flíkina þegar þú nennir hana ekki lengur, skreyta á ýmsan hátt, breyta hálsmáli eða framan á ermum, setja bætur, perlur eða annað sem hressir uppá
  • þegar flíkin hættir að passa; víkka/þrengja, breyta ermum (víkka handveginn eða skipta um efni í ermunum, taka kjól í sundur og búa til pils/topp með því að skella teygjanlegu efni í strenginn

Þegar kemur að breytingum á fötum, þá eru í raun engin takmörk á hvað hægt er að gera

eina…eða tvennt…eða þrennt sem þarf er hugmyndaflug, þor til að klippa og kjarkur til að prófa sig áfram. Að mínu mati er ekki hægt að skemma breytingar á flík, stundum fara hlutirnir ekki eins og upphaflega var planað en með því að hafa opinn huga, finnur maður alltaf nýja leið.

Þegar þú svo kaupir föt, kannaðu hvaðan flíkin kemur, hvar hún er framleidd og hvaða efni eru í henni

– og gerðu ráð fyrir að nota hana minnst 30 sinnum

Það er því gott að hafa á bakvið eyrað að velja flík úr gæðaefnum og flík sem passar við eitthvað af því sem þú átt nú þegar í fataskápnum. Þegar við erum meðvituð um hvað við kaupum þá smám saman byggjum við upp klæðaskáp með margnota fötum (já, sum föt eru nánast einnota í dag v/lélegra gæða) sem passa saman á margvíslegan hátt.

Það getur t.d. verið kjóll sem bæði er hægt að klæða upp og niður;

– sem sagt, fara í spariskóna og setja fallegt skraut um hálsinn – og annan dag, skella sér í gallabuxur eða leggings innan undir og hefðbundna götuskó við.

Þetta getur líka átt við um buxur, skyrtur, peysur og jakka.

Karlmenn geta þetta líka;

– jakkaföt er hægt að klæða upp og niður, gallabuxur og bolur við jakkann eða peysa utan utan yfir bolinn og jakkafatabuxurnar við…

 

Lítum okkur nær, það er hellingur sem við getum gert til að minnka fatasóun og hvert einasta lítið skref, skiptir máli – fyrsta skrefið er að kaupa minna!

Ég skil þetta myndband eftir hér fyrir áhugasama https://www.textilemountainfilm.com

Takk fyrir að lesa, ef þér líkar máttu gjarnan deila <3

Allt það besta til þín og þinna

Sigga

The post Fatanýting og sjálfbærni appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>
2360
Kynslóðakjóllinn https://saumaheimursiggu.is/2022/05/22/kynslodakjollinn/ https://saumaheimursiggu.is/2022/05/22/kynslodakjollinn/#respond Sun, 22 May 2022 11:05:37 +0000 https://saumahornsiggu.is/?p=2326 Undanfarið er ég búin að vera að endurnýta gamlar slæður. Áslaug systir mín lét mig hafa poka fullan af slæðum frá systur okkar, mömmu og ömmusystur – allt konur sem komnar eru á aðrar slóðir en áttu það sameiginlegt að nota slæður. Slæðurnar voru notaðar á ýmsan hátt; til að halda rúllunum stöðugum í hárinu, […]

The post Kynslóðakjóllinn appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>
Undanfarið er ég búin að vera að endurnýta gamlar slæður. Áslaug systir mín lét mig hafa poka fullan af slæðum frá systur okkar, mömmu og ömmusystur – allt konur sem komnar eru á aðrar slóðir en áttu það sameiginlegt að nota slæður. Slæðurnar voru notaðar á ýmsan hátt; til að halda rúllunum stöðugum í hárinu, til að skýla nýju hárgreiðslunni, til að leggja yfir axlir og skreyta axlarsvæðið eða um hálsinn til að verða ekki kalt.

Ég er búin að vera með þessar slæður núna í nokkra mánuði og hef hlakkað mikið til að byrja að hanna uppúr úr þeim kjóla. Kjólana hugðist ég selja áhugasömum eftir pöntun.

Það merkilega gerðist að vikan varð bara svolítið tilfinningarík – af hverju? Jú, vegna þess að í hvert skipti sem ég setti heitt straujárnið á slæðurnar, steig upp gamalkunnur ilmur – Chanel no. 5. Mamma og Elsa systir notuðu báðar Chanel no. 5 og ilmurinn hreinlega situr í öllum þráðum. Ég hef því verið í þeirra félagsskap alla vikuna og hef notið hverrar mínutu. 

Þetta fékk mig auðvitað til að endurhugsa hugmynd mína um að selja slæðukjólana. Staðreyndin er sú að svona flík er ein sú besta minning sem þú getur eignast um ástvin – að mínu mati. Niðurstaðan er því sú að úr slæðunum í pokanum ætla ég að gera kjóla handa okkur systrum og öðrum kvenkyns afkomendum mömmu sem áhuga hafa.

Hins vegar þróaðist önnur góð hugmynd…að bjóða fólki sem er með slæður formæðra liggjandi heima, að koma með þær til mín og ég sauma úr þeim fallegan kjól. Mögulega legg ég svo í leiðangur og slæðukaup á nytjamörkuðum, til þess að nota á framhaldsnámskeiðinu mínu þar sem við hönnum nýjar flíkur uppúr gömlum.

Hér eru nokkrar myndir frá saumaferlinu 🙂

Hvernig er með þig, hefur þú saumað úr flíkum ástvina og fundið minningarnar streyma fram? 

Takk fyrir lesturinn og ef þér líkaði máttu gjarnan deila <3

Allt það besta til þín og þinna

Sigga

The post Kynslóðakjóllinn appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>
https://saumaheimursiggu.is/2022/05/22/kynslodakjollinn/feed/ 0 2326
Sjálfbærni – fatabreytingar https://saumaheimursiggu.is/2022/03/05/fraenkur-i-fatabreytingum/ https://saumaheimursiggu.is/2022/03/05/fraenkur-i-fatabreytingum/#respond Sat, 05 Mar 2022 15:45:38 +0000 https://saumahornsiggu.is/?p=2013 Selma Rán dóttir Svövu systur segist ekki kunna að sauma en hún á hins vegar nokkrar flíkur sem hún notar lítið. Hún er líka snillingur í að finna gersemar á mörkuðum og í “second-hand” búðum og kaupir oft flíkur sem þarf að peppa aðeins upp. Þar sem Selma Rán er dásemdar dúskur þá bauð ég […]

The post Sjálfbærni – fatabreytingar appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>
Selma Rán ánægð með fatabreytinguna

Selma Rán dóttir Svövu systur segist ekki kunna að sauma en hún á hins vegar nokkrar flíkur sem hún notar lítið. Hún er líka snillingur í að finna gersemar á mörkuðum og í “second-hand” búðum og kaupir oft flíkur sem þarf að peppa aðeins upp.

Þar sem Selma Rán er dásemdar dúskur þá bauð ég henni að koma í Saumahornið með flík og ég myndi hjálpa henni að breyta henni – hún lærir lítið sjálf ef ég geri þetta fyrir hana 🙂

Selma Rán mætti með kjól sem hún notaði ekki, sumarkjóll sem var hreinlega of stór á hana og hana langaði að gera eitthvað annað uppúr honum. Eftir smá vangarveltur skelltum við okkur í að breyta kjólnum í samfesting.

Staðreyndin er sú að það þarf oft svo lítið til að geta. Það þarf ekki mikla kunnáttu í saumaskap til að þora út í fatabreytingar, oft er nóg að hafa einhvern til aðstoðar á kantinum.

Svona ferli er skemmtilegast í myndum svo hér koma þær.

Hér er svo myndband af ferlinu 🙂

Takk fyrir að lesa, ef þér líkaði máttu gjarnan deila til þeirra sem gætu haft gaman af <3

The post Sjálfbærni – fatabreytingar appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>
https://saumaheimursiggu.is/2022/03/05/fraenkur-i-fatabreytingum/feed/ 0 2013