Hugmyndaflæði

Námskeiðið fer fram á Zoom

Mánudagar kl. 17:30 – 19:30
Næsta námskeið – mánudaginn 4. nóvember
Verð kr. 5.000,-

Saumaheimur Siggu heldur reglulega námskeið í hugmyndaflæði, á haustönn fara þessi námskeið fram á mánudögum.

Hugmyndaflæði er frábært þjálfunarverkfæri til að auðga sköpunarhæfni og -gleði.

Námskeiðin fara fram á Zoom og fjalla fyrst og fremst um mikilvægi þess að leyfa hugmyndum að flæða, að flokka þær eftir ákveðnu fyrirkomulagi og vera á endanum með 1-3 hugmyndir tilbúnar og framkvæmanlegar fyrir breytingar á flík.

Farið er í gegnum þrjú stig hugmyndaflæðis, hugmyndir flokkaðar eftir 4 spurningum og síaðar frá, þær hugmyndir sem henta ekki viðkomandi flík og/eða aðstæðum

Skráning á næsta námskeið opnar fljótlega