Fróðleikur Archives - Saumaheimur Siggu https://saumaheimursiggu.is/category/frodleikur/ Nýtum textíl, eitt saumspor í einu Mon, 04 Nov 2024 12:24:44 +0000 en-US hourly 1 https://wordpress.org/?v=6.8.1 https://saumaheimursiggu.is/wp-content/uploads/2024/07/cropped-Logo-2-32x32.png Fróðleikur Archives - Saumaheimur Siggu https://saumaheimursiggu.is/category/frodleikur/ 32 32 230878731 Þessi Grunnatriði… https://saumaheimursiggu.is/2024/11/04/thessi-grunnatridi/ Mon, 04 Nov 2024 12:24:42 +0000 https://saumaheimursiggu.is/?p=5697 Um daginn datt mér í hug að sauma mér buxur. Ég er búin að vera á leiðinni að finna mér eitthvað gott snið sem ég gæti notað aftur og aftur – svona hefðbundið buxnasnið, ekki leggings. Það er orðið ansi langt síðan ég hafði sauma mér flík eftir sniði – mér finnst jú skemmtilegast að […]

The post Þessi Grunnatriði… appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>
Um daginn datt mér í hug að sauma mér buxur. Ég er búin að vera á leiðinni að finna mér eitthvað gott snið sem ég gæti notað aftur og aftur – svona hefðbundið buxnasnið, ekki leggings. Það er orðið ansi langt síðan ég hafði sauma mér flík eftir sniði – mér finnst jú skemmtilegast að breyta notuðum fötum.

Ég hafði fengið gefins fallegt hör efni, eldrautt og mjúkt og ákvað að nota það í að prófa snið sem ég hafði fundið. Ég tók upp sniðið, byrjaði að sníða og sauma og allt þetta skemmtilega – og uppgötvaði hvað ég hef gott af því að fara tilbaka í grunninn af og til.

Staðreyndin er sú, að góð þekking á grunnatriðum í saumaskap er ansi hreint mikilvæg; hvernig efnið leggst, þráðátt og hvað gerist þegar hún er ekki rétt, röð samsetningar á flíkinni…Öll þessi atriði skipta að mínu mati, heilmiklu máli. Þegar við höfum tileinkað okkur þessi algengu grunnatriði, þá gengur okkur betur að átta okkur á eiginleikum fatnaðar sem við viljum breyta.

Við áttum okkur betur á hvernig saumarnir liggja, hvernig sniðstykkin eru formuð. Við sjáum hvað er vel saumað og hvað ekki – og síðan mitt uppáhald, hvernig við getum nýtt okkur eiginleika flíkur til að skapa eitthvað nýtt og skemmtilegt úr henni.

Að mínu mati er maður aldrei of klár til að rifja upp eða læra eitthvað nýtt, ég vissulega fann það sjálf að ég mætti alveg vera duglegri í að sauma einstöku sinnum flík alveg frá grunni – og rifja þessi grunnatriði upp.

Ég hvet þig til að kynna þér sníðun/rifja upp takta – ef ekki er fyrir annað en að skemmta sér við eitthvað sem maður kann ekki eða hefur ekki gert lengi. Það er auðvelt að nálgast fatasnið, mörg bókasöfn lána saumablöð (td. Bókasafn Kópavogs) og þar er hægt að finna snið fyrir alla getuhópa. Burdablöðin td. eru með kerfi varðandi erfiðleikastig saumaskapar, allt frá 1 punkti (auðveldast) upp í 4 punkta. Síðan hefur þú heilan mánuð til að leika þér með blaðið heima hjá þér.

Stutt og snaggaraleg færsla í þetta skiptið, ef þér líkaði, máttu deila henni með þeim sem gætu haft gaman af.

Knús, Sigga

The post Þessi Grunnatriði… appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>
5697
Hugurinn fer… https://saumaheimursiggu.is/2023/09/15/hugmyndaflaedi/ https://saumaheimursiggu.is/2023/09/15/hugmyndaflaedi/#respond Fri, 15 Sep 2023 10:37:55 +0000 https://saumaheimursiggu.is/?p=3791 Hugurinn fer… Ég hef undanfarið talað um hugmyndaflæði, kannski stundum eins og það sé eitthvað sérstakt sem aðeins sumir búa yfir. Mig langar í þessum pistli að velta oggu vöngum yfir þessu hugtaki. Ég vona að þú njótir Hvað er hugmyndaflæði? Við fáum öll hugmyndir – hugmyndaflæði er ekkert annað en að leyfa huganum að […]

The post Hugurinn fer… appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>

Hugurinn fer...

Ég hef undanfarið talað um hugmyndaflæði, kannski stundum eins og það sé eitthvað sérstakt sem aðeins sumir búa yfir. Mig langar í þessum pistli að velta oggu vöngum yfir þessu hugtaki.

Ég vona að þú njótir

Hvað er hugmyndaflæði?

Við fáum öll hugmyndir – hugmyndaflæði er ekkert annað en að leyfa huganum að reika;

  • Hvað ætti ég að hafa í matinn í kvöld
  • Hvernig blóm/plöntur langar mig að hafa í garðinum?
  • Hvað ætla ég að verða þegar ég verð stór?
  • Ef ég væri 10x hugrakkari en ég er í dag, hvernig lífi myndi ég lifa, hvernig manneskja væri ég?
  • Ef ég fengi lottóvinning, hvað myndi ég gera við peningana?
  • Hvernig get ég orðið meira sjálfbær í fatastíl?
  • Hvað langar mig að sauma?

Okkur vantar yfirleitt ekki hugmyndir, og sum okkar eru með hugmyndaóreiðu í höfðinu nánast allan sólarhringinn.

Hvað gerum við svo við hugmyndirnar okkar?
  • Gleymum við þeim, flokkum þær sem drauma sem við slökkvum?
  • Koma sömu hugmyndirnar upp aftur og aftur, trufla okkur stundum?
  • Keyrum við hverja einustu hugmynd í gang, rekumst svo á vegg og gefumst upp?
  • Flokkum við hugmyndir skipulega, búum til forgangslista og framkvæmum við svo allar hugmyndir sem koma upp – alltaf?

Hugmyndaflæði gengur að mínu mati, ekki einungis út á að fá hugmyndir – við fáum öll hugmyndir 😊

Hugmyndaflæði gengur út á að flokka hugmyndirnar, koma skipulagi á þær og framkvæma svo þær sem eru raunhæfar og álitlegar.

Saumaheimur Siggu

Ég legg mikla áherslu á þennan hluta á námskeiðum Saumaheims Siggu. Á ferðalagi að sjálfbærum fatastíl er mikilvægt að geta flokkað og skipulagt hugmyndir varðandi fatanýtingu. Þannig flokkum við ekki bara frá þær hugmyndir sem eru ekki raunhæfar, heldur byggjum við upp opinn huga sem hjálpar okkur í hverju einasta verkefni sem við stöndum frammi fyrir.

Þess vegna hef ég sett saman nákvæmt skipulag varðandi flokkun og síun á hugmyndum. Með því að taka hugmyndir saman skipulega, flokka þær og sía óraunhæfar hugmyndir frá, þá endum við yfirleitt með örfáar hugmyndir sem eru ekki bara raunhæfar, heldur mest spennandi – og framkvæmanlegar.

Tökum dæmi

Ein af leiðinlegri spurningum okkar heimilisfólks:

Hvað eigum við hafa hafa í matinn í kvöld?

Hugmyndaflæði;

  • Kaupa take out
  • Elda eitthvað
  • Fara út að borða
  • Troða okkur í mat hjá öðrum
  • Bjóða einhverjum heim sem kemur með mat
  • Bjóða einhverjum heim sem nennir að elda fyrir okkur

Flokkun og síun – þá tökum við hverja hugmynd fyrir sig og skoðun hana nánar

Kaupa take out: nýbúin að kaupa, kostar pening, einfalt og yfirleitt gott, óhollt samt…hvaða mat?

Elda eitthvað: hagkvæmast, hugguleg samvera, eigum við mat til að elda? Þarf að fara í búð?

Fara út að borða: dýrt, tekur tíma að fá matinn, hvert á að fara?

…og svo fram eftir götunum.

Síðan veljum við 3-5 hugmyndir sem okkur líst best á og tökum þær lengra:

Elda heima:

  • Fiskur; tilbúinn frá fisksala, kartöflur keyptar þar
  • Kjöt; lamb, naut, grís – tilbúnir réttir, marinerað í búð, grilla eða setja í ofn
  • Grænmetisrétt; pasta með grænmeti, tilbúið í ofn frá Nettó, kalt salat, baguette með fersku grænmeti og djúsí sósu…

Svona getum við hugmyndaflætt – látið hugann reika – um hverja einustu hugmynd. Þegar við höfum farið í gegnum hugmyndirnar varðandi hvað á að vera í matinn í kvöld, stöndum við mögulega uppi með hugmyndir að kvöldmat næstu 4-6 dagana.

Leyfðu nú huganum að reika varðandi fötin sem þú átt í fataskápnum, þessi sem þú notar ekki!

 

Ef þú vilt aðstoð við hugmyndaflæði varðandi fatanýtingu, ertu velkomin/n/ð í Saumaheim Siggu, þar sem námskeið í hugmyndaflæði er reglulegur viðburður – sjá nánar hér
Takk fyrir að lesa, ef þér líkar máttu gjarnan deila áfram <3

The post Hugurinn fer… appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>
https://saumaheimursiggu.is/2023/09/15/hugmyndaflaedi/feed/ 0 3791
Sjálfbær fatastíll – 4. hluti https://saumaheimursiggu.is/2023/03/10/sjalfbaer-fatastill-4-hluti/ https://saumaheimursiggu.is/2023/03/10/sjalfbaer-fatastill-4-hluti/#respond Fri, 10 Mar 2023 12:33:41 +0000 https://saumahornsiggu.is/?p=2675 Jæja, núna erum við búin að vera rosalega dugleg; taka til í fataskápnum, gefa, breyta og bæta og allt klárt. Hvernig er það samt, er þá bara bannað að kaupa sér föt? Uh, nauts auðvitað ekki. Það er samt ekkert vitlaust að hafa nokkra hluti á bakvið eyrað þegar farið er í fatakaup 🙂 Flíkur […]

The post Sjálfbær fatastíll – 4. hluti appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>
Jæja, núna erum við búin að vera rosalega dugleg; taka til í fataskápnum, gefa, breyta og bæta og allt klárt. Hvernig er það samt, er þá bara bannað að kaupa sér föt? Uh, nauts auðvitað ekki. Það er samt ekkert vitlaust að hafa nokkra hluti á bakvið eyrað þegar farið er í fatakaup 🙂

Flíkur og textíll

Þegar talað er um sjálfbæran fatastíl, er talað um að þegar þú kaupir þér flík, þarf útgangspunkturinn að vera sá að þú getir notað flíkina minnst 30 sinnum – og síðan endurunnið flíkina á einhvern hátt eða komið henni áfram í hringrásarferli endurnýtingar.

Bara þetta eitt kallar á að við þurfum að skoða gæði flíkur sem við ætlum að kaupa og það verður að segjast að gæði og verð hafa tilhneigingu til tengjast í þessum efnum – ég vil þó nefna líka að verð er ekki alltaf það sama og gæði.   

Hvort sem þú ert að kaupa nýja flík eða notaða er gott að kanna hvaða efni er notað í flíkina. Þetta á kannski sérstaklega við um kaup á nýrri flík því samseting tráða í efninu skiptir öllu máli um það, hvort hægt er að endurnýta textílinn eða ekki. 

Það er nefnilega alveg „no, no“ að blanda saman þráðum úr náttúrefnum og gerfiefnum – vissir þú það? 

Um leið og náttúrlegum þráðum, s.s. bómull, silki, viscose, ull og hör er blandað með gerfiþráðum, s.s. polyester og elastaine – verður textíllinn óendurnýtanlegur. 

Það verður því miður að segjast eins og er, að fjöldaframleiðslumarkaðurinn í dag er nánast einungis með blandaðan textíl í fatnaði.  

Þess vegna er svo mikilvægt að flíkurnar sem við eigum, flíkur sem eru saumaðar úr blönduðum þráðum (náttúru og gerfi), séu nýttar eins lengi og við mögulega getum; breytum þeim og bætum – því þetta eru mögulega flíkurnar sem enda sem landffylling einhvers staðar úti í heimi. Þeim mun ódýrari sem flíkin er í kaupum, þeim mun meiri líkur á svona endalokum. Gæðameiri flíkur hins vegar geta gengið milli manna því það „góða“ við gerfiefnin er að þau endast endalaust. 

Þegar við kaupum nýjar flíkur, skoðum miðann, hvaða efni eru í flíkinni?  Flík úr 100% polyester er td. ekki slæm kaup, 100% polyester er vel hægt að endurnýta. Flíkur úr polyester halda sér almennt mjög vel, krumpast ekki og fara vel í þvotti. Þar sem efnið heldur sér nánast endalaust, er líka gott að nýta efnið áfram þegar flíkin sem slík hefur lokið sínu hlutverki.

Aðalatriðið er að forðast að kaupa nýjar flíkur sem eru með blandaða náttúrulega og gerfiþræði í textílnum.

Það má blanda náttúrulegum þráðum saman í efnastranga, það er hægt að endurnýta ull/bómull eða bómull/silki því bæði koma beint frá Móður Jörð 

Þegar ég er að tala um efnablöndur í flík þá er ég að tala um samsetningu þráðanna í efninu. Það má alveg blanda saman mismunandi efnum í eina flík, ég hika td. ekki við að blanda saman efnum, í mínum Karakterum úir og grúir saman af ólíkum efnum. Karakterana er hins vegar hægt að taka í sundur og þá stendur eftir hver efnisbútur fyrir sig. 

Hvað gerir maður þá?

Hvað er þá best að gera þegar maður vill kaupa sér nýja flík? Eins og heimurinn er í dag, fjöldaframleiðslan og samfélögin hér og þar á vesturlöndum, getur þessi spurning verið ansi stór. Við hér á Íslandi erum hins vegar heppin með það að hér má finna einyrkja. Fatahönnuðir sem framleiða allt sitt hérna heima – eða hafa beinan aðgang að sinni framleiðslu erlendis, setjandi réttláta standarda fyrir starfsfólkið. Við þurfum heldur ekki að leita neitt sérstaklega langt þegar við förum erlendis, ef við viljum finna einyrkja þar. Það eina sem þarf er að sleppa því að fara í risastóru verslunarmiðstöðvarnar og leita þar að “góðum dílum”.

Hérna á Íslandi erum við líka það heppin að það er hægt að leigja sér föt! Hver þarf að kaupa sér fjöldaframleidda flík þegar hægt er að leigja? Ég segi það ekki, það var lengi verið hægt að leigja sér brúðarkjól og karlar hafa lengi getað leigt sér smoking og kjólföt. Nú er hins vegar komin leiga fyrir alls konar fatnað. Mér finnst þetta bara alger snilld og set bara hér inn slóðina, https://spjara.is/

Nú veit ég ekki hvort það eru komnar fleiri svipaðar leigur – húrra fyrir því ef svo er 🙂

Svo er auðvitað ekki hægt að benda nógu oft á hagkvæmni þess að kaupa fatnað í “Second-hand” verslunum og á fatamörkuðum. Í raun er það besta ráðið sem hægt er að gefa þeim sem vilja stefna á sjálfbæran fatastíl, bæði vegna þess að þá ertu ekki að kaupa nýja flík og fatamarkaðir og verslanir með notaðan fatnað eru oft búin að flokka í burtu flíkur úr lélegri gæðum. Þetta á þó ekki við slár þar sem hver og einn er að selja sitt 🙂

Þetta er spurning um viðhorf, að mínu mati verðum við að breyta þessum hugsunarhætti að vilja alltaf meira, fá góðan díl og kaupa þrjár flíkur í stað einnar – ef við þurfum eina flík, þá þurfum við ekki þrjár, er það? Mér finnst margir svo uppteknir af því að fá eitthvað á góðu verði – hvað er gott verð? Hvað með góð gæði? Hvað með góðan aðbúnað starfsfólks? Hvað með góð snið? Hvað með góð efni?

Sjálfbær fatastíll kallar á það að við breytum viðhorfinu. Sjálfbær fatastíll kallar á að við nýtum betur það sem við eigum, að við kaupum hrein og góð gæði þegar við kaupum, að við kaupum sjaldnar og að við vitum hvað við erum að kaupa.

Erum við tilbúin í ferðalag til sjálfbærni?

Að lokum langar mig að bæta hér inn, hvernig við getum sinnt fötunum okkar, það er nefnilega ýmislegt hægt að gera til að flíkin endist lengur – sérstaklega þegar kemur að þvotti:

  • þvo sjaldnar, þvottavélin losar um plastagnir sem eru í flíkinni, agnir sem enda í sjónum og hafa áhrif á lífríkið – vélin slítur líka flíkinni hraðar 
  • leggja í bleyti, það getur verið nóg að leggja flíkina í bleyti til að “hressa” hana við
  • viðra, mörg efni vilja þetta helst og með því að viðra flíkina td. í froststillu, nærðu oft úr lykt sem ekki á að vera. Hvítt verður hvítara í sólskini
  • vinna beint á blettum, í stað þess að þvo alla flíkina getur verið nóg að nudda bletti með blautum klút
  • sleppa þurrkaranum – hann slítur flíkinni meira út en snúran  

Takk fyrir lesturinn, ef þér líkaði máttu gjarnan smella þumal á færsluna – og ekki er verra ef þú vilt fylgja mér 🙂

Allt það besta til þín og þinna <3

Sigga

The post Sjálfbær fatastíll – 4. hluti appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>
https://saumaheimursiggu.is/2023/03/10/sjalfbaer-fatastill-4-hluti/feed/ 0 2675
Rana Plaza https://saumaheimursiggu.is/2022/04/24/rana-plaza/ https://saumaheimursiggu.is/2022/04/24/rana-plaza/#respond Sun, 24 Apr 2022 10:28:00 +0000 https://saumahornsiggu.is/?p=2202 Í dag, sunnudaginn 24. Apríl 2022 eru 9 ár síðan ég vaknaði af alvöru gagnvart textíl- og fataframleiðslu og þá sérstaklega aðbúnaði verkafólksins sem vinnur við framleiðsluna. Þennan dag fyrir 9 árum hrundi til grunna, átta hæða verksmiðjubygging í Bangladesh – bygging sem kölluð var Rana Plaza. Í byggingunni var fataframleiðsla, banki, íbúðir og nokkrar […]

The post Rana Plaza appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>
Í dag, sunnudaginn 24. Apríl 2022 eru 9 ár síðan ég vaknaði af alvöru gagnvart textíl- og fataframleiðslu og þá sérstaklega aðbúnaði verkafólksins sem vinnur við framleiðsluna.

Þennan dag fyrir 9 árum hrundi til grunna, átta hæða verksmiðjubygging í Bangladesh – bygging sem kölluð var Rana Plaza.

Í byggingunni var fataframleiðsla, banki, íbúðir og nokkrar verslanir. Bankanum og verslununum var lokað 23. apríl, þegar í ljós komu sprungur í byggingunni. Eigandi fataframleiðslunnar hins vegar hunsaði aðvaranir um að nota bygginguna og skipaði verkafólkinu í fataframleiðslunni að mæta til vinnu daginn eftir – og byggingin hrundi til grunna þann morgun, þar sem yfir 1.000 manns lést og u.þ.b. 2.500 manneskjur slösuðust.

Þetta slys beindi athygli heimsins að aðbúnaði verkafólks innan textíls- og fataframleiðslu í heiminum og mörg stórfyrirtæki voru sökuð um þrælahald við framleiðsluna.

Ég hafði fram að þessu, heyrt orðróm um slæman aðbúnað fólksins sem framleiddi fötin sem komu svo í verslanir á vesturlöndum og auðvitað hafði ég sett spurningarmerki við það hvað sumar verslanir gátu selt fötin á lágu verði. Ég var þarna búin að vera að sauma í nokkur ár, var byrjuð að breyta eigin fötum og var orðin meðvituð um gæði efnanna sem voru í ódýra klæðnaðinum – eða skortinn á þeim. Ég var hins vegar ekki sérstaklega meðvituð um hvað lá að baki “góða verðinu”, þ.e. hvernig framleiðslan á bómul fór fram, hvaða fórnir fólkið kringum verksmiðjurnar þurfti að færa – án þess að vera spurt, að ég tali ekki um aumingja fólkið sem sat og saumaði við illan aðbúnað.

En þarna fór mitt viðhorf að breytast og ég fór að fylgjast meira með umræðum sem fóru af stað í kjölfar þessa slyss. Það var svo ekki fyrr en nokkrum árum seinna, sem ég sá heimildarmynd um skaðleg umhverfisáhrif textílframleiðslu  og offramleiðslu á fatnaði og textíl – að ég tók meðvitaða ákvörðun um að hætta að kaupa magnframleiddan fatnað og einbeita mér að því að nýta fötin mín betur með því að breyta þeim, lagfæra og nota á nýjan hátt.

Fashion Revolution er hreyfing sem sett var á laggirnar í kjölfar Rana Plaza slyssins og nær í dag til nánast allra landa heimsins. Hreyfingin leggur áherslu á að tillit sé tekið til umhverfis, fólks og efniviðs í framleiðslu á textíl og fatnaði. Það er bæði gott og gaman að fylgjast með þeim.

Hér getur þú aflað þér frekari upplýsinga um hreyfinguna.

Það er eins og ég hafi fundið hilluna mína í lífinu í framhaldi af þessari ákvörðun. Ég elska að leika mér í hönnunarferlinu sem fylgir fatabreytingum – hugmyndaflæðið – prófa hugmyndina – breyta henni – prófa nýtt…þar til ég landa bestu útkomunni fyrir endurnýtingu. Ég lít á það sem tilgang minn í þessu lífi að leggja mitt af mörkum til Alheimsins og Móður Jarðar með því að vekja athygli á skaðlegum umhverfisáhrifum offramleiðslu textíls – að hjálpa fólki að finna leiðir til sjálfbærni í fatastíl og hvernig lengja megi líftíma klæðanna í fataskápnum.

Ég hef ekki plön um að verða miðill fyrir slæmar fréttir eða neikvæðni, mér finnst vera hægt að finna margar jákvæðar og skemmtilegar leiðir til að breyta venjum og því hvernig við umgöngumst fötin okkar og Jörðina okkar – en það er líka mikilvægt að mínu mati að minnast svona hörmunga sem þurftu að gerast til að heimurinn myndi vakna.

Hjálpumst að við að hjálpa Jörðinni og umhverfinu – hvert lítið skref sem hver og einn tekur í rétta átt, á þátt í að minnka fatafjöll heimsins – og minnkar einnig hættuna á að svona slys eins og í Rana Plaza, gerist aftur

Hér er hægt að lesa meira um þetta hræðilega slys.

Takk fyrir að lesa, verum meðvituð um hvaðan fötin okkar koma og tileinkum okkur sjálfbærni í fatastíl

Allt það besta – ef þér líkaði lesturinn máttu gjarnan deila með þeim sem gætu haft gott og gaman af <3

Sigga

The post Rana Plaza appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>
https://saumaheimursiggu.is/2022/04/24/rana-plaza/feed/ 0 2202
Á persónulegum nótum https://saumaheimursiggu.is/2022/04/03/a-personulegum-notum/ https://saumaheimursiggu.is/2022/04/03/a-personulegum-notum/#respond Sun, 03 Apr 2022 17:49:17 +0000 https://saumahornsiggu.is/?p=2088 Mig langar að segja frá því hvernig ég fór út í saumaskap en til þess að geta sagt frá því, þarf ég að verða svolítið persónuleg. Ég hef nefnilega ekki verið saumandi frá barnsaldri. Ef ég væri spurð, þá myndi ég segja að ég eigi tvenns konar líf, íþróttalíf og ekki-íþróttalíf – og ekki-íþróttalífið hjálpaði […]

The post Á persónulegum nótum appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>
Mig langar að segja frá því hvernig ég fór út í saumaskap en til þess að geta sagt frá því, þarf ég að verða svolítið persónuleg. Ég hef nefnilega ekki verið saumandi frá barnsaldri. Ef ég væri spurð, þá myndi ég segja að ég eigi tvenns konar líf, íþróttalíf og ekki-íþróttalíf – og ekki-íþróttalífið hjálpaði mér að finna saumaskapinn.

Nú er ég búin að titla mig saumakonu í all nokkur ár – og all nokkur ár fyrir það saumaði ég, án þess að tilgreina mig sem slíka. Saumaskapurinn kemur upp úr eigin sjálfsbjargarviðleitni þegar heimurinn breyttist hjá mér.

Alveg frá því ég man eftir mér hef ég verið íþróttamanneskja, kölluð Sigga strákur, Sigga þrusa, Sigga skass og ég veit ekki hvað. Íþróttir voru mínar ær og kýr, miklu vinsælli en saumaskapur, þótt mamma væri búin að kenna mér öll undirstöðuatriðin. Ég vildi bara hreyfa mig, ég spilaði bæði handbolta og fótbolta langt fram eftir aldri – eiginlega bara allt sem snéri að hreyfingu, tók að mér þjálfun og lærði að verða íþróttakennari. Ég vildi vera í heimi íþrótta, brann fyrir hollum lifnaðarháttum, hreyfingu og mataræði. Ég fann fljótt að ég vildi kenna fullorðnum frekar en börnum og í 4 ár kenndi ég þolfimi í Danmörku. Þar byrjaði ég í einkaþjálfaranámi og hugði á framtíð í þeim geira, ásamt sálfræði. Vegurinn framundan var beinn og breiður…eða það hélt ég.

Örlögin voru hins vegar á öðru máli og eftir all nokkrar aðvaranir sem Hrúturinn ég hlustaði ekki á, sagði kroppurinn stopp og ég fór í veikindafrí frá allri vinnu vegna brjóskloss í baki. Ég átti ekkert afturkvæmt í íþróttirnar.

Á þessum sama tíma og ég fer í veikindafrí, erum við hjónin að kljást við þær fréttir að barneignir okkar á milli væru ekki mögulegar án aðkomu vísindanna. Við tók þriggja ára tímabil í hormónameðferðum og misheppnuðum frjóvgunartilraunum – sem að lokum leiddu af sér fæðingu tvíburanna okkar, Freyju Óskar og Arons Yngva.

Tvíburameðganga var nú kannski ekki alveg toppurinn fyrir brjósk í hrygg sem nýlega var gróið þannig að fljótlega eftir fæðingu barnanna, losnaði brjóskið aftur. Næstu þrjú árin fékk ég alls 6 sinnum brjósklos sem á endanum leiddi til að félagsráðgjafi á Reykjalundi hjálpaði mér að sækja um örorku og ég formlega datt út af vinnumarkaði haustið 2004.

Þetta var að sjálfsögðu svakalega erfiður tími, sjálfsmyndin mín brotnaði í mola við það missa „íþrótta“ Siggu og ég átti erfitt með að finna út hver ég væri. Það var óneitanlega gleði í öllum erfiðleikunum að glasafrjóvgun heppnaðist í þriðju tilraun og tvö fullkomin börn komu í heim okkar hjóna. Á meðgöngunni byrjaði ég að sauma, ég hreinlega gafst upp á að „hanga“ heima og horfa á sjónvarpið. Hrúturinn ég varð að gera eitthvað…ég bara varð og góð vinkona lánaði mér saumavélina sína.

Ég réðist ekkert á garðinn lægstan þegar ég hóf fyrsta saumaverkefnið mitt á fullorðinsárum

Næstu árin fóru auðvitað í ummönnun ungbarna auk þess að reyna að loka á ástandið á kroppnum mínum, við litla fjölskyldan fluttum aftur heim til Íslands og komum okkur fyrir. Eins og áður sagði, komst ég að á Reykjalundi v/krónískra verkja og þar fékk ég endanlega niðurstöðu að ég færi ekkert á vinnumarkað aftur – full örorka staðreynd.

Ég einbeitti mér að barnauppeldi og það var ekki fyrr en börnin byrjuðu í grunnskóla sem ég fór að fá urg í kroppinn – og sálina aðallega – og þessi þörf til að gera eitthvað fór vaxandi. Aftur kom til góð kona sem lánaði mér saumavél og áður en ég vissi var ég komin með tvær vélar, eina venjulega og eina overlock og vá hvað heimurinn minn breyttist. Hér má lesa um fyrsta „alvöru“ saumaverkefnið mitt, sem var ansi hreint skrautlegt og ég hugsa ennþá til þess hvað það hefði nú verið gaman að eiga mynd af mér í kjólnum góða.

En þarna var línan lögð, „íþrótta“ Sigga fór á hilluna með „gamla“ tímanum, góðum minningum og „það-sem-var“ og Sigga Saumakona lifnaði við, sjálfri mér til ólýsanlegrar ánægju.

Saumagetan…eða réttar sagt, saumaúthaldið hefur alltaf verið takmarkað og ég er búin að sættast við það. Getan var í upphafi 1-2klst á dag – stundum meira og stundum minna – og þannig er það enn þann dag í dag. Ég elska þessa stuttu stund sem ég hef í horninu mínu hvern dag og nýti hana til fullnustu, bæði til sköpunnar og sálgæslu.

Ég er svo þakklát alheiminum, mömmu, pabba og þeirra foreldrum fyrir jákvætt viðhorf, baráttuvilja, sjálfsbjargarviðleitni og útsjónarsemi að ég á varla til orð <3

En jæja, þetta var sagan af því hvernig hrúturinn Sigga fór að sauma, ef þú ert komin alla leið hingað í lestrinum, þakka ég kærlega fyrir og býð þér að skoða myndir af saumaverkefnum mínum gegnum árin <3

Takk fyrir lesturinn <3 Ef þér líkaði þá máttu gjarnan deila með þeim sem gætu haft áhuga <3

Knús, Sigga

The post Á persónulegum nótum appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>
https://saumaheimursiggu.is/2022/04/03/a-personulegum-notum/feed/ 0 2088
Miðlun… https://saumaheimursiggu.is/2021/09/16/midlun/ https://saumaheimursiggu.is/2021/09/16/midlun/#respond Thu, 16 Sep 2021 17:45:34 +0000 https://saumahornsiggu.is/?p=1671 Þegar ég byrjaði með bloggið mitt þá langaði mig að miðla því sem ég kann, það var útgangspunkturinn. Svo einhvern veginn fannst mér ég ekki vera að skrifa þannig að fólk gæti lært en var samt ekki tilbúin að fara að útbúa kennsluvideo eða eitthvað þannig. Tíminn leið og alltaf var ég með þessa tilfinningu […]

The post Miðlun… appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>

Þegar ég byrjaði með bloggið mitt þá langaði mig að miðla því sem ég kann, það var útgangspunkturinn. Svo einhvern veginn fannst mér ég ekki vera að skrifa þannig að fólk gæti lært en var samt ekki tilbúin að fara að útbúa kennsluvideo eða eitthvað þannig.

Tíminn leið og alltaf var ég með þessa tilfinningu um að langa til að miðla því sem ég kann, bloggið varð stopult því mér fannst ég þurfa að skrifa svo mikið og heilinn var bara oft ekki þar. Það var svo ekki fyrr en Covid-árið fræga 2020 sem hugmyndin um námskeið í Saumahorninu fór að vakna. Eftir alls konar vinnu (innri vinnu aðallega) er ég farin að halda námskeið og vá, hvað þetta er nákvæmlega það sem ég vil. Ég hef vitað í mörg ár að það er kennari í mér, ég er góð í að miðla til annarra og að kenna – fór í KHÍ meira að segja 🙂 og loksins hef ég fundið flöt á minni ástríðu sem hentar mér.

Námskeiðin byrjuðu í haust, þau eru fyrir einstaklinga, mesta lagi tvo saman og þau fara fram í Saumahorninu. Þar tek ég á móti einstaklingum sem langar að læra að sauma – eða auka núverandi saumagetu og saman finnum við flöt sem hentar öllum.

Ég eeeelska þetta, bara elska. Það er svo gaman að hitta áhugasama manneskju, fara með henni í grunnatriði saumaskapar og fylgjast með henni móta nýja flík; finna snið og efni, mæla, sníða og sauma.

Eins og ég segi þá elska ég að kenna, svo er það hitt, að kenna fólki að verða sjálfstætt í saumaskap, að efla sjálfstraust í að búa til sínar eigin flíkur og horfa á hvernig hugmyndaflug og frumkvæði eykst með hverju skiptinu sem mætt er. Þetta er draumur fyrir manneskju eins og mig, sem brennur fyrir meðvitund um fatasóun, sem blöskrar offramleiðslan á lélegum textíl og fatnaði – að ég tali nú ekki um umhverfisáhrif og meðhöndlun vinnuafls í textíl- og fataverksmiðjum heimsins.

Staðreyndin er nefnilega sú að þegar þú lærir að sauma, ferð í gegnum ferlið sem fylgir því að búa til eina flík, þá vaknar þú (vonandi) til meðvitundar um verðmætin sem liggja að baki framleiðslunni. Að flík sem kostar 3.000kr í verslun er grunsamlega ódýr þegar horft er til hönnunar, sníðagerðar, efnisframleiðslu, sníðunnar, saumaskapar, flutninga, tolla, álagningar verslunar…..einhvers staðar í þessu ferli er einhver sem ekki fær réttlát laun. Hver skyldi það nú vera?

Ég vil gjarnan leggja mitt af mörkum varðandi fatasóun og geri það með því að kenna fólki að sauma sínar eigin flíkur, að breyta flíkum sem það á nú þegar og legg áherslu á endunýtingu fatnaðar og gamalla gæða efna.

Takk fyrir lesturinn – ef þér líkar, smelltu þá á stjörnu fyrir mig <3

The post Miðlun… appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>
https://saumaheimursiggu.is/2021/09/16/midlun/feed/ 0 1671
Charles Frederick Worth https://saumaheimursiggu.is/2020/04/03/charles-frederick-worth/ https://saumaheimursiggu.is/2020/04/03/charles-frederick-worth/#respond Fri, 03 Apr 2020 18:28:18 +0000 http://saumahornsiggu.com/?p=1200 Áður en hið eiginlega konsept, “Tískuhönnun” kom til, voru saumakonur og kjólasaumarar hér og þar fengnir til að sauma eftir fatnaði konungsborinna… Það var ekkert til sem heitir Tískuhönnuður. Charles Frederick Worth er upphafsmaður og faðir hátísku “Haute Couture”. Hann var ungur Englendingur árið 1845, tvítugur á leið til Parísar að freista gæfunnar. Hann hafði […]

The post Charles Frederick Worth appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>

Áður en hið eiginlega konsept, “Tískuhönnun” kom til, voru saumakonur og kjólasaumarar hér og þar fengnir til að sauma eftir fatnaði konungsborinna… Það var ekkert til sem heitir Tískuhönnuður.

Charles Frederick Worth er upphafsmaður og faðir hátísku “Haute Couture”. Hann var ungur Englendingur árið 1845, tvítugur á leið til Parísar að freista gæfunnar. Hann hafði þá unnið í London sem aðstoðarmaður efnasölumanns og þar aflaði hann sér mikillar þekkingar í textílefnum. Auk þess var hann duglegur að fara á söfn og skoðaði þar sérstaklega, fatnað kvenna sem hann síðar notaði sem innblástur í hönnun sinni. Í París fékk hann vinnu hjá Gagelin, virðingarverðri verslun sem seldi fataefni, sjöl, og einstaka saumaða flík.

Hann varð hratt þeirra aðalsölumaður og ekki leið á löngu þar til hann opnaði sérstaka deild innan Gagelin, þar sem hann saumaði og seldi kjóla. Þetta var hans fyrsta verk sem kjólameistari 🙂 Hann jók hróður Gagelin þar sem kjólar Worth vöktu athygli meðal fyrirmanna Parísarborgar. Seinna fengu kjólarnir hans, stæði á hinum ýmsu sýningum; The Great Exhibition in London (1851) og Exposition Universielle í París (1855). Árið 1858 opnaði Charles ásamt félaga sínum, sitt eigið fyrirtæki, “House of Worth” .

Tímasetningin gat varla verið betri, á þessum tíma var margt á uppleið í Frakklandi. Napoleon III var keisari og mikill uppgangur í París sem gerði borgina að einni eftirsóttustu borg í Evrópu. Eftirspurn eftir hágæða vörum jókst og þar var Charles í essinu sínu. Ekki spillti fyrir honum að nýja keisaraynjan, Eugénie, var einn af hans aðal viðskiptavinum, það tryggði honum sess innan tískugeirans og hann varð einn vinsælasti kjólameistari Parísar frá árinu 1860.

Charles vakti athygli fyrir hönnun sína en uppistaðan í henni samanstóð af fíngerðum efnum, skreytingum og vel hönnuðum sniðum. Virðingarverð tenging hans við söguna í hönnun sinni, jók hróður hans og þar komu safnaheimsóknirnar forðum daga til góða. Þótt hann væri mikið í að sérhanna og sauma eftir máli, kjóla fyrir ríkustu viðskiptavini sína, bauð hann líka uppá lifandi módel sem sýndu hönnun hans. Þar gátu viðskiptavinir setið og skoðað módelin og valið síðan flík sem hann svo sérsaumaði. Þetta var upphafið að því sem er kallað “Haute Couture” í dag – og upphafið að hönnun á heilli fatalínu sem síðan er kynnt á formlegri tískusýningu.

Charles var alls ekki sá eini sem seldi sína hönnun á þennan hátt en þar sem hann var verulega duglegur að selja sjálfan sig, var það hann sem hlaut titilinn “Faðir hátískunnar” og nafn hans þekkti fólk alls staðar í heiminum. Fólk ferðaðist yfir heimsins höf til að hitta hann og kaupa af honum heilu fataskápana af flíkum. “Fataskápur” samanstóð af morgunklæðum, miðdegis- og kvöldklæðum, auk undirklæða eins og náttkjóla og kvöldsloppa. Konur leituðu líka til hans varðandi brúðkaup og aðrar sérathafnir.

Charles Frederick Worth var vel virtur hönnuður og “House of Worth stóð lengi. Þegar hann lést árið 1895, tóku synir hans tveir við rekstrinum og héldu bæði hönnun og virðingu hans á lofti. Fyrirtækið blómstraði allt fram til um 1920 í höndum þeirra bræðra. Árið 1952 ákvað barna-barna-barn Charles Frederick Worth að hætta störfum við House of Worth og þar með lagðist rekstur eins fyrsta tískuhús sögunnar af.

Þetta var fróðleikur dagsins, fróðleikurinn og myndirnar var fenginn af síðunni https://www.metmuseum.org/toah/hd/wrth/hd_wrth.htm 🙂

Takk fyrir að lesa <3

The post Charles Frederick Worth appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>
https://saumaheimursiggu.is/2020/04/03/charles-frederick-worth/feed/ 0 1200