Category: Námskeið
-
Fjársjóðurinn í fataskápnum
Ef þú átt flíkur í fataskápnum sem þú notar sjaldan eða aldrei…bojóboj – þá áttu fjársjóð. Það sem meira er, ef þú átt flíkur frá mömmu og pabba, ömmu og afa eða frænku og frænda – þá erum við að tala um verðmæti. Staðreyndin er nefnilega sú, að flíkur og textíll sem voru framleiddar fyrir…
-
Hugurinn fer…
Hugurinn fer… Ég hef undanfarið talað um hugmyndaflæði, kannski stundum eins og það sé eitthvað sérstakt sem aðeins sumir búa yfir. Mig langar í þessum pistli að velta oggu vöngum yfir þessu hugtaki. Ég vona að þú njótir Hvað er hugmyndaflæði? Við fáum öll hugmyndir – hugmyndaflæði er ekkert annað en að leyfa huganum að…
-
That 70´s
Ég er alger sökker fyrir gömlum kjólum – er nú bara doldið stolt af því og ég elska að fara á markaði þar sem ég dett niður á gersemar. Eitt sumarið sem við fjölskyldan vorum á Akureyri í stuttu fríi, gengum við fram á hús og þar inni var verið að selja gamla kjóla á…
-
Endurnýting – buxnavíkkun
Fataskápurinn sem minnkar fötin Mér finnst þetta doldið skemmtileg útskýring á því að fötin okkar verða of lítil. Við brosum að þessari lýsingu og vitum öll raunverulegu ástæðuna. Þetta er svona eins og með sumt heimilisfólk sem skilur ekkert í því að fötin koma bara hrein og samanbrotin inn í herbergið – eða ofan í…
-
Majonesgúrka
Þú ert í fermingarveislu, kökudiskurinn hlaðinn góðgæti, bæði hollu og minna hollu. Þú sest niður og horfir svöngum augum á veitingarnar, ákveður að byrja á brauðtertunni – það er jú eitt af því holla, er það ekki? Gaffallinn sekkur í brauðið og salatið á milli, munnvatnskirtlarnir fara á fullt við tilhugunina um góðgætið. Gaffallinn er…
-
Miðlun…
Þegar ég byrjaði með bloggið mitt þá langaði mig að miðla því sem ég kann, það var útgangspunkturinn. Svo einhvern veginn fannst mér ég ekki vera að skrifa þannig að fólk gæti lært en var samt ekki tilbúin að fara að útbúa kennsluvideo eða eitthvað þannig. Tíminn leið og alltaf var ég með þessa tilfinningu…