Námskeið Archives - Saumaheimur Siggu https://saumaheimursiggu.is/category/namskeid/ Nýtum textíl, eitt saumspor í einu Thu, 15 Aug 2024 13:53:54 +0000 en-US hourly 1 https://wordpress.org/?v=6.7.2 https://saumaheimursiggu.is/wp-content/uploads/2024/07/cropped-Logo-2-32x32.png Námskeið Archives - Saumaheimur Siggu https://saumaheimursiggu.is/category/namskeid/ 32 32 230878731 Fjársjóðurinn í fataskápnum https://saumaheimursiggu.is/2024/08/01/fjarsjodurinn-i-fataskapnum/ https://saumaheimursiggu.is/2024/08/01/fjarsjodurinn-i-fataskapnum/#respond Thu, 01 Aug 2024 09:46:41 +0000 https://saumaheimursiggu.is/?p=3941 Ef þú átt flíkur í fataskápnum sem þú notar sjaldan eða aldrei…bojóboj – þá áttu fjársjóð. Það sem meira er, ef þú átt flíkur frá mömmu og pabba, ömmu og afa eða frænku og frænda – þá erum við að tala um verðmæti. Staðreyndin er nefnilega sú, að flíkur og textíll sem voru framleiddar fyrir […]

The post Fjársjóðurinn í fataskápnum appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>

Ef þú átt flíkur í fataskápnum sem þú notar sjaldan eða aldrei…bojóboj – þá áttu fjársjóð.

Það sem meira er, ef þú átt flíkur frá mömmu og pabba, ömmu og afa eða frænku og frænda – þá erum við að tala um verðmæti.

Staðreyndin er nefnilega sú, að flíkur og textíll sem voru framleiddar fyrir 25+ árum eru úr margfalt meiri gæðum en flíkur framleiddar í dag. Ekki bara eru efnin gæðameiri, sniðin eru fallegri, saumaskapurinn betri og frágangur vandaðri. Það er ekki hægt að tapa í verðmætum með því að halda fast í gömlu flíkurnar.

Reglulega heyrum við fréttir af fatafjöllunum sem við vesturlandabúar “gefum” í góðgerðargáma – fatnaður sem oft á tíðum endar í landfyllingum eða eyðimörkum minna efnaðri landa. Við heyrum meira að segja af verslunum sem “henda” óseldum fatnaði sem “kominn er úr tísku” þann mánuðinn.

Við hérna á Íslandi erum jafn sek og aðrir Evrópubúar

– Á heimasíðu Umhverfisstofnunar stendur þetta um textíl

“Árið 2019 var áætlað að meðal Evrópubúinn kaupi um 26 kg af fatnaði og losi sig við um 11 kg árlega. Hér á landi er hins vegar talið að hver einstaklingur losi sig við um 15-23 kg af textíl árlega, sem er margfalt meira en meðal-jarðarbúi.

Þegar textílúrgangur á Íslandi er skoðaður hefur Umhverfisstofnun áætlað að um 60% (14kg/íbúa/ári) sé urðaður með blönduðum úrgangi. Rauði Krossinn tekur við um 40% (9kg/íbúa/ári) til endurnotkunar og endurvinnslu. Næstum allur notaður textíll sem safnast á Íslandi er sendur í flokkunarstöðvar erlendis þaðan sem honum er svo dreift til endursöluaðila eða komið í besta mögulega farveg. Til eru farvegir fyrir öll textílefni, ekki einungis heillegar flíkur, og því mikilvægt að neytendur skili öllu inn í sérsöfnun. Þetta á við um lök, götóttar nærbuxur, ofþvegin handklæði og svo mætti lengi telja.” (Textíll | Saman gegn sóun (samangegnsoun.is)

– Samkvæmt Guðbjörgu hjá Rauða Krossinum fóru 196 gámar, fullir af textílúrgangi erlendis á síðasta ári…og þá er búið að taka frá allt það sem hægt er að nýta hérlendis…

196 gámar af fötum og textíl sem við viljum ekki nota!
Við erum að tala um yfir 2000 tonn af fatnaði

Mér finnst virkilega mikilvægt að við séum meðvituð um magnið og að við kennum okkar börnum – og öðrum sem á þurfa að halda – að vera það líka

– að við leggjum okkur fram við að vinna gegn þessu viðhorfi að alltaf megi bara kaupa nýtt.

Textíll er nú skilgreindur sem heimilisúrgangur, samkvæmt nýjum hringrásarlögum sem tóku gildi 1. janúar, 2023. Sorpa er því að taka við þessu verkefni af Rauða Krossinum. Frá og með haustinu verður textílúrgangur flokkaður hjá Sorpu og núna er verið að að koma upp 90 grenndarstöðum til að safna textíl um allt höfuðborgarsvæðið. Sveitafélög utan höfuðborgarsvæðis sjá um fata- og textílsöfnun eins og annað heimilissorp.

Hvernig getum við nýtt fötin okkar betur og notað þau lengur?

    • þvo sjaldnar, oft er nóg að viðra flíkina eða leggja hana í bleyti í stað þess að skutla í þvottavél. Þvottavélin losar um plastagnir sem eru í flíkinni, agnir sem enda í sjónum og hafa áhrif á lífríkið – vélin slítur líka flíkinni hraðar 

    • sleppa þurrkaranum – hann slítur flíkinni meira út en snúran  

    • gera við ef bilar, stoppa í göt, laga saumsprettur

    • vinna á blettum, í stað þess að nota hörð efni sem leysa upp erfiða bletti er hægt að setja bætur og fela þannig blettina – það fer betur með efnið í flíkinni. oft skilja hreinsiefni eftir sig blett í efninu og þá ertu á sama stað og áður – með blett í flíkinni

    • hressa upp á flíkina þegar þú nennir hana ekki lengur, skreyta á ýmsan hátt, breyta hálsmáli eða framan á ermum, setja bætur, perlur eða annað sem hressir uppá

    • þegar flíkin hættir að passa; víkka/þrengja, breyta ermum (víkka handveginn eða skipta um efni í ermunum, taka kjól í sundur og búa til pils/topp með því að skella teygjanlegu efni í strenginn

 

Þegar kemur að breytingum á fötum, þá eru í raun engin takmörk fyrir því hvað hægt er að gera

eina…eða tvennt…eða þrennt sem þarf er hugmyndaflug, þor til að klippa og kjarkur til að prófa sig áfram.

Að mínu mati er ekki hægt að skemma breytingar á flík, stundum fara hlutirnir ekki eins og upphaflega var planað en með því að hafa opinn huga, finnur maður alltaf nýja leið.

Þegar þú svo kaupir föt, kannaðu hvaðan flíkin kemur, hvar hún er framleidd og hvaða efni eru í henni

– og gerðu ráð fyrir að nota hana minnst 30 sinnum

Það er því gott að hafa á bakvið eyrað að velja flík úr gæðaefnum og flík sem passar við eitthvað af því sem þú átt nú þegar í fataskápnum. Þegar við erum meðvituð um hvað við kaupum þá smám saman byggjum við upp klæðaskáp með margnota fötum (já, sum föt eru nánast einnota í dag v/lélegra gæða) sem passa saman á margvíslegan hátt.

Það getur t.d. verið kjóll sem bæði er hægt að klæða upp og niður;

– sem sagt, fara í spariskóna og setja fallegt skraut um hálsinn – og annan dag, skella sér í gallabuxur eða leggings innan undir og hefðbundna götuskó við.

Þetta getur líka átt við um buxur, skyrtur, peysur og jakka.

Karlmenn geta þetta líka;

– jakkaföt er hægt að klæða upp og niður, gallabuxur og bolur við jakkann eða peysa utan utan yfir bolinn og jakkafatabuxurnar við…

 

Lítum okkur nær, það er hellingur sem við getum gert til að minnka fatasóun og hvert einasta lítið skref, skiptir máli – fyrsta skrefið er að kaupa minna!

Ef þú hefur hug á námskeiðum í vetur, smelltu þá á Þjónusta, hér efst á síðunni!

Ég skil þetta myndband eftir hér fyrir áhugasama https://www.textilemountainfilm.com

Takk fyrir að lesa, ef þér líkar máttu gjarnan deila <3

Allt það besta til þín og þinna

Sigga

The post Fjársjóðurinn í fataskápnum appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>
https://saumaheimursiggu.is/2024/08/01/fjarsjodurinn-i-fataskapnum/feed/ 0 3941
Hugurinn fer… https://saumaheimursiggu.is/2023/09/15/hugmyndaflaedi/ https://saumaheimursiggu.is/2023/09/15/hugmyndaflaedi/#respond Fri, 15 Sep 2023 10:37:55 +0000 https://saumaheimursiggu.is/?p=3791 Hugurinn fer… Ég hef undanfarið talað um hugmyndaflæði, kannski stundum eins og það sé eitthvað sérstakt sem aðeins sumir búa yfir. Mig langar í þessum pistli að velta oggu vöngum yfir þessu hugtaki. Ég vona að þú njótir Hvað er hugmyndaflæði? Við fáum öll hugmyndir – hugmyndaflæði er ekkert annað en að leyfa huganum að […]

The post Hugurinn fer… appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>

Hugurinn fer...

Ég hef undanfarið talað um hugmyndaflæði, kannski stundum eins og það sé eitthvað sérstakt sem aðeins sumir búa yfir. Mig langar í þessum pistli að velta oggu vöngum yfir þessu hugtaki.

Ég vona að þú njótir

Hvað er hugmyndaflæði?

Við fáum öll hugmyndir – hugmyndaflæði er ekkert annað en að leyfa huganum að reika;

  • Hvað ætti ég að hafa í matinn í kvöld
  • Hvernig blóm/plöntur langar mig að hafa í garðinum?
  • Hvað ætla ég að verða þegar ég verð stór?
  • Ef ég væri 10x hugrakkari en ég er í dag, hvernig lífi myndi ég lifa, hvernig manneskja væri ég?
  • Ef ég fengi lottóvinning, hvað myndi ég gera við peningana?
  • Hvernig get ég orðið meira sjálfbær í fatastíl?
  • Hvað langar mig að sauma?

Okkur vantar yfirleitt ekki hugmyndir, og sum okkar eru með hugmyndaóreiðu í höfðinu nánast allan sólarhringinn.

Hvað gerum við svo við hugmyndirnar okkar?
  • Gleymum við þeim, flokkum þær sem drauma sem við slökkvum?
  • Koma sömu hugmyndirnar upp aftur og aftur, trufla okkur stundum?
  • Keyrum við hverja einustu hugmynd í gang, rekumst svo á vegg og gefumst upp?
  • Flokkum við hugmyndir skipulega, búum til forgangslista og framkvæmum við svo allar hugmyndir sem koma upp – alltaf?

Hugmyndaflæði gengur að mínu mati, ekki einungis út á að fá hugmyndir – við fáum öll hugmyndir 😊

Hugmyndaflæði gengur út á að flokka hugmyndirnar, koma skipulagi á þær og framkvæma svo þær sem eru raunhæfar og álitlegar.

Saumaheimur Siggu

Ég legg mikla áherslu á þennan hluta á námskeiðum Saumaheims Siggu. Á ferðalagi að sjálfbærum fatastíl er mikilvægt að geta flokkað og skipulagt hugmyndir varðandi fatanýtingu. Þannig flokkum við ekki bara frá þær hugmyndir sem eru ekki raunhæfar, heldur byggjum við upp opinn huga sem hjálpar okkur í hverju einasta verkefni sem við stöndum frammi fyrir.

Þess vegna hef ég sett saman nákvæmt skipulag varðandi flokkun og síun á hugmyndum. Með því að taka hugmyndir saman skipulega, flokka þær og sía óraunhæfar hugmyndir frá, þá endum við yfirleitt með örfáar hugmyndir sem eru ekki bara raunhæfar, heldur mest spennandi – og framkvæmanlegar.

Tökum dæmi

Ein af leiðinlegri spurningum okkar heimilisfólks:

Hvað eigum við hafa hafa í matinn í kvöld?

Hugmyndaflæði;

  • Kaupa take out
  • Elda eitthvað
  • Fara út að borða
  • Troða okkur í mat hjá öðrum
  • Bjóða einhverjum heim sem kemur með mat
  • Bjóða einhverjum heim sem nennir að elda fyrir okkur

Flokkun og síun – þá tökum við hverja hugmynd fyrir sig og skoðun hana nánar

Kaupa take out: nýbúin að kaupa, kostar pening, einfalt og yfirleitt gott, óhollt samt…hvaða mat?

Elda eitthvað: hagkvæmast, hugguleg samvera, eigum við mat til að elda? Þarf að fara í búð?

Fara út að borða: dýrt, tekur tíma að fá matinn, hvert á að fara?

…og svo fram eftir götunum.

Síðan veljum við 3-5 hugmyndir sem okkur líst best á og tökum þær lengra:

Elda heima:

  • Fiskur; tilbúinn frá fisksala, kartöflur keyptar þar
  • Kjöt; lamb, naut, grís – tilbúnir réttir, marinerað í búð, grilla eða setja í ofn
  • Grænmetisrétt; pasta með grænmeti, tilbúið í ofn frá Nettó, kalt salat, baguette með fersku grænmeti og djúsí sósu…

Svona getum við hugmyndaflætt – látið hugann reika – um hverja einustu hugmynd. Þegar við höfum farið í gegnum hugmyndirnar varðandi hvað á að vera í matinn í kvöld, stöndum við mögulega uppi með hugmyndir að kvöldmat næstu 4-6 dagana.

Leyfðu nú huganum að reika varðandi fötin sem þú átt í fataskápnum, þessi sem þú notar ekki!

 

Ef þú vilt aðstoð við hugmyndaflæði varðandi fatanýtingu, ertu velkomin/n/ð í Saumaheim Siggu, þar sem námskeið í hugmyndaflæði er reglulegur viðburður – sjá nánar hér
Takk fyrir að lesa, ef þér líkar máttu gjarnan deila áfram <3

The post Hugurinn fer… appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>
https://saumaheimursiggu.is/2023/09/15/hugmyndaflaedi/feed/ 0 3791
That 70´s https://saumaheimursiggu.is/2022/02/26/that-70s/ https://saumaheimursiggu.is/2022/02/26/that-70s/#respond Sat, 26 Feb 2022 11:50:00 +0000 https://saumahornsiggu.is/?p=1978 Ég er alger sökker fyrir gömlum kjólum – er nú bara doldið stolt af því og ég elska að fara á markaði þar sem ég dett niður á gersemar. Eitt sumarið sem við fjölskyldan vorum á Akureyri í stuttu fríi, gengum við fram á hús og þar inni var verið að selja gamla kjóla á […]

The post That 70´s appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>
Endurnýting á gömlum kjólum

Ég er alger sökker fyrir gömlum kjólum – er nú bara doldið stolt af því og ég elska að fara á markaði þar sem ég dett niður á gersemar. Eitt sumarið sem við fjölskyldan vorum á Akureyri í stuttu fríi, gengum við fram á hús og þar inni var verið að selja gamla kjóla á góðu verði. Þarna var ýmislegt í boði auk kjóla sem ég hefði alveg getað kippt með mér líka en… ég hélt aftur af mér og gekk út með þennan stórkostlega 70´s kjól.

Ég einfaldlega elska litina og mynstrið – sniðið er líka flott en ég sá mig ekki nota kjólinn eins og hann var. Það stóð alltaf til að breyta honum. Þar að auki var kjóllinn of lítill á mig – nóg af efni samt til að gera skemmtilega hluti og endurnýta efnið í honum.

Það fyrsta sem mér datt í hug var að nota gamla kórkjólinn minn og blanda þessum tveim saman einhvern veginn. Kórinn sem ég var í notaði alltaf svart sem aðallit á tónleikum og svo puntuðum við okkur með einhverju þematengdu. Þetta var mjög fínt fyrirkomulag, kórkonur ánægðar að geta notað sín eigin svörtu föt – þetta þýddi hins vegar fyrir mig, að þegar ég hætti átti ég alls konar svartar flíkur sem ég bara gat ekki hugsað mér að nota. Ég er allt of litaglöð til að vera í einlitum svörtum fötum 🙂

Einn af kórkjólunum var því tilvalinn í verkið, þægilegur kjóll með vösum og passlega síður fyrir daglega notkun.  Mér finnst skemmtilegast að sýna ferlið í myndum svo hér koma þær 🙂

Kórkjóllinn eins hann var í upphafi breytinga; einlitur og lítið að frétta

Þessi hins vegar mun hressari og skemmtilegri. Það sést ekki á myndinni en rennilásinn í bakið er galopinn 😀

Klippt og skorið, mælt og pinnað niður…mátað og breytt…

Ferlið tók alveg slatta tíma en það var þess virði finnst mér

Ég er virkilega ánægð með útkomuna og elska að nota kjólinn í dag 🙂 Þarna uppgötvaði ég snilldina við að nota keilusniðið, sniðið sem ég nota í nánast öllum mínum fatabreytingum – sérstaklega þegar ég er að stækka flík.

Hér getur þú horft á ferlið

Takk fyrir að lesa, ef þér líkaði lesturinn máttu gjarnan deila með þeim sem þú vilt <3

The post That 70´s appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>
https://saumaheimursiggu.is/2022/02/26/that-70s/feed/ 0 1978
Endurnýting – buxnavíkkun https://saumaheimursiggu.is/2022/02/05/endurnyting-buxnavikkun/ https://saumaheimursiggu.is/2022/02/05/endurnyting-buxnavikkun/#respond Sat, 05 Feb 2022 12:47:36 +0000 https://saumahornsiggu.is/?p=1957 Fataskápurinn sem minnkar fötin Mér finnst þetta doldið skemmtileg útskýring á því að fötin okkar verða of lítil. Við brosum að þessari lýsingu og vitum öll raunverulegu ástæðuna. Þetta er svona eins og með sumt heimilisfólk sem skilur ekkert í því að fötin koma bara hrein og samanbrotin inn í herbergið – eða ofan í […]

The post Endurnýting – buxnavíkkun appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>
Endurnýting á buxum

Fataskápurinn sem minnkar fötin

Mér finnst þetta doldið skemmtileg útskýring á því að fötin okkar verða of lítil. Við brosum að þessari lýsingu og vitum öll raunverulegu ástæðuna. Þetta er svona eins og með sumt heimilisfólk sem skilur ekkert í því að fötin koma bara hrein og samanbrotin inn í herbergið – eða ofan í skúffuna…mögulega frá heimilisálfinum 🙂

Það eru auðvitað endalausar ástæður fyrir því að við stækkum upp úr fötunum okkar og ég ætla ekkert að telja það allt upp hér – nema mína ástæðu. Ég er eins og margar konur á mínum aldri á breytingaskeiðinu. Þær vita það sem hafa upplifað breytingaskeiðið að það eru alls konar fylgikvillar með því, mis skemmtilegir og mis langvarandi. Í mínu tilviki er einn af fylgikvillunum að rokka upp og niður í þyngd/stærð. Einn daginn skipulegg ég fatnað fyrir veislu eftir 4 daga og þegar kemur að veislunni er ég vaxin upp úr klæðunum. Í sumum tilvikum erum við að tala um allt að tveimur númerastærðum.

Ég hef aldrei verið mikið fyrir það að stökkva í búð í hvert sinn sem þetta gerist, kannski vegna þess að ég kann að sauma og hef gaman að því að vera öðruvísi klædd en aðrir – hitt er líka að stærðin minnkar líka þannig að fataskápurinn minn yrði fljótt yfirfullur ef ég keypti nýja flík í hvert sinn sem kroppurinn breyttist. Fyrstu árin á breytingaskeiðinu voru samt all nokkur áskorun því mig langaði heldur ekki að vera stanslaust að sauma nýja og nýja flík. Það var nú upphafið að fatabreytingunum sem ég hef í dag, algera ástríðu fyrir og hefur leitt mig á nýja og spennandi braut.

Fatabreyting – að víkka buxur

Ég á nokkrar svona gallabuxna leggings…þ.e. þröngar, teygjanlegar gallabuxur – bæði bláar og svartar. Ég hef notað svona buxur mikið en nú er svo komið að þær eru allar óþægilegar. Mögulega hafa þær alltaf verið óþægilegar, ég bara nenni ekki lengur að klæðast óþægilegum fötum 🙂

Mig langaði að prófa og sjá hvort ég gæti víkkað svona buxur, er búin að velta þessu aðeins fyrir mér og ákvað bara að prófa.

Byrjuð að rekja upp í hliðum

Þetta eru buxurnar, ég keypti þær á Ítalíu fyrir 7 árum síðan og það sér varla á þeim. Þær eru flottar á litinn finnst mér en mig langar að poppa þær upp. Þær eru þröngar í strenginn – þröngar as in meiða mig – og mér finnst þær of þröngar niður kálfana. Á bólgnu dögunum mínum fæ ég nú bara náladofa í fótleggina af að vera í þeim 😀 Ég var svo æst að byrja að ég gleymdi að taka mynd áður en ég byrjaði svo hér eru þær, hálf uppraktar í annarri hliðinni 🙂

Ég byrjaði bara á að rekja upp saumana í hliðunum og klippti strenginn í sundur. Pressaði síðan saumbrotin slétt og þá voru buxurnar tilbúnar. Ég valdi hressandi og upplífgandi efni til að víkka með og klippti 7cm breiða lengju, 2-3cm lengri en lengdin á skálmunum (bara ef mér dytti í hug að gera eitthvað sniðugt annað en að falda)

Síðan bara skellti ég þessu í saumavélina…et voilà

Hér má svo sjá myndband af ferlinu

Takk fyrir að lesa…og horfa – ef þér líkaði máttu endilega deila með þeim sem gætu haft gagn og gaman af <3

The post Endurnýting – buxnavíkkun appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>
https://saumaheimursiggu.is/2022/02/05/endurnyting-buxnavikkun/feed/ 0 1957
Majonesgúrka https://saumaheimursiggu.is/2022/01/23/majonesgurka/ https://saumaheimursiggu.is/2022/01/23/majonesgurka/#respond Sun, 23 Jan 2022 12:24:37 +0000 https://saumahornsiggu.is/?p=1915 Þú ert í fermingarveislu, kökudiskurinn hlaðinn góðgæti, bæði hollu og minna hollu. Þú sest niður og horfir svöngum augum á veitingarnar, ákveður að byrja á brauðtertunni – það er jú eitt af því holla, er það ekki? Gaffallinn sekkur í brauðið og salatið á milli, munnvatnskirtlarnir fara á fullt við tilhugunina um góðgætið. Gaffallinn er […]

The post Majonesgúrka appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>
Þú ert í fermingarveislu, kökudiskurinn hlaðinn góðgæti, bæði hollu og minna hollu. Þú sest niður og horfir svöngum augum á veitingarnar, ákveður að byrja á brauðtertunni – það er jú eitt af því holla, er það ekki? Gaffallinn sekkur í brauðið og salatið á milli, munnvatnskirtlarnir fara á fullt við tilhugunina um góðgætið. Gaffallinn er kominn hálfa leið að munni, stór brauðtertubiti liggur ofan á, þú opnar munninn…og majonesgúrkan efst á bitanum dettur á kjólinn þinn.

Eins og brauðtertan er góð, getur majonesan verið truflandi

Majones er eitt af mörgu sem er mjög erfitt að ná úr fötum, fitan virðist smjúga inn í minnstu þræðina og sitja þar föst. Eftir stendur flík með fitublett á verulega áberandi stað og fátt um góða drætti þegar kemur að áframhaldandi nýtingu flíkurinnar.

“Sýnileg viðgerð” eða “Visual mending” eins og aðferðin kallast á ensku, er viðhaldsaðferð sem ég er ansi hreint hrifin af. Með því að bæta flíkina með öðru efni en því sem flíkin er út, gerir þú ekki bara við heldur breytir þú flíkinni – stundum það mikið að flíkin verður sem ný. Þetta er hægt að gera hvort sem þú er að gera við göt eða fela bletti og á endanum stendur þú uppi með flík sem er ekki bara nýtileg áfram, heldur áttu flík sem enginn annar á – flík sem þú hefur skreytt að þínu höfði 🙂

Það skemmtilega er að flíkin þarf ekki einu sinni að vera eitthvað biluð, ég á t.d. kjól sem ég nota ekki. Ég keypti kjól fyrir mörgum árum (ætlaði að vera virðuleg móðir fermingarbarna) og ég skil ekki enn þann dag í dag af hverju ég keypti hann. Kjóllinn er einlitur, ljósgrár…eitthvað sem ég bara klæðist ekki svona einu og sér en hann er fullkominn til að nota í svona skemmtilegheit.

Það er margt hægt að gera til að fela blettina – eiginlega spurning um hugmyndaflug

Þegar við erum að skreyta flíkurnar er aðalatriðið að nota hugmyndaflugið, ef þú ert með blett þá er gott að nota hann sem útgangspunkt – og svo bara leika sér áfram. Mér finnst gaman að raða saman bútum og sjá hvernig hægt er að leika sér áfram. Ég á mikið af afklippum frá saumaskapnum mínum og þær eru tilvaldar í svona “blettaverkefni” Ég einfaldlega raða þeim eins og mér sýnist bútarnir koma vel út á flíkinni, síðan skoða ég hvernig ég vil festa þá – það er hægt að gera á ýmsan hátt, t.d. með því að handsauma hvern og einn bút eða renna þeim í saumavélina.

Ég hvet þig til að skoða flíkurnar þínar sem þú geymir í skápnum/geymslunni og sjá hvort þú getir ekki hresst þær við með skemmtilegri skreytingu. Það er hægt að nota alls konar; tölur, perlur, pallíettur og ef þú er lítið í saumaskap og efnaafgöngum þá getur þú notað búta úr annarri flík sem þú ert ekki að nota…

Nýtum fötin okkar betur og minnkum fatasóun!

Takk fyrir að lesa – ef þér líkar þá máttu deila gleðinni með öðrum <3

The post Majonesgúrka appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>
https://saumaheimursiggu.is/2022/01/23/majonesgurka/feed/ 0 1915
Miðlun… https://saumaheimursiggu.is/2021/09/16/midlun/ https://saumaheimursiggu.is/2021/09/16/midlun/#respond Thu, 16 Sep 2021 17:45:34 +0000 https://saumahornsiggu.is/?p=1671 Þegar ég byrjaði með bloggið mitt þá langaði mig að miðla því sem ég kann, það var útgangspunkturinn. Svo einhvern veginn fannst mér ég ekki vera að skrifa þannig að fólk gæti lært en var samt ekki tilbúin að fara að útbúa kennsluvideo eða eitthvað þannig. Tíminn leið og alltaf var ég með þessa tilfinningu […]

The post Miðlun… appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>

Þegar ég byrjaði með bloggið mitt þá langaði mig að miðla því sem ég kann, það var útgangspunkturinn. Svo einhvern veginn fannst mér ég ekki vera að skrifa þannig að fólk gæti lært en var samt ekki tilbúin að fara að útbúa kennsluvideo eða eitthvað þannig.

Tíminn leið og alltaf var ég með þessa tilfinningu um að langa til að miðla því sem ég kann, bloggið varð stopult því mér fannst ég þurfa að skrifa svo mikið og heilinn var bara oft ekki þar. Það var svo ekki fyrr en Covid-árið fræga 2020 sem hugmyndin um námskeið í Saumahorninu fór að vakna. Eftir alls konar vinnu (innri vinnu aðallega) er ég farin að halda námskeið og vá, hvað þetta er nákvæmlega það sem ég vil. Ég hef vitað í mörg ár að það er kennari í mér, ég er góð í að miðla til annarra og að kenna – fór í KHÍ meira að segja 🙂 og loksins hef ég fundið flöt á minni ástríðu sem hentar mér.

Námskeiðin byrjuðu í haust, þau eru fyrir einstaklinga, mesta lagi tvo saman og þau fara fram í Saumahorninu. Þar tek ég á móti einstaklingum sem langar að læra að sauma – eða auka núverandi saumagetu og saman finnum við flöt sem hentar öllum.

Ég eeeelska þetta, bara elska. Það er svo gaman að hitta áhugasama manneskju, fara með henni í grunnatriði saumaskapar og fylgjast með henni móta nýja flík; finna snið og efni, mæla, sníða og sauma.

Eins og ég segi þá elska ég að kenna, svo er það hitt, að kenna fólki að verða sjálfstætt í saumaskap, að efla sjálfstraust í að búa til sínar eigin flíkur og horfa á hvernig hugmyndaflug og frumkvæði eykst með hverju skiptinu sem mætt er. Þetta er draumur fyrir manneskju eins og mig, sem brennur fyrir meðvitund um fatasóun, sem blöskrar offramleiðslan á lélegum textíl og fatnaði – að ég tali nú ekki um umhverfisáhrif og meðhöndlun vinnuafls í textíl- og fataverksmiðjum heimsins.

Staðreyndin er nefnilega sú að þegar þú lærir að sauma, ferð í gegnum ferlið sem fylgir því að búa til eina flík, þá vaknar þú (vonandi) til meðvitundar um verðmætin sem liggja að baki framleiðslunni. Að flík sem kostar 3.000kr í verslun er grunsamlega ódýr þegar horft er til hönnunar, sníðagerðar, efnisframleiðslu, sníðunnar, saumaskapar, flutninga, tolla, álagningar verslunar…..einhvers staðar í þessu ferli er einhver sem ekki fær réttlát laun. Hver skyldi það nú vera?

Ég vil gjarnan leggja mitt af mörkum varðandi fatasóun og geri það með því að kenna fólki að sauma sínar eigin flíkur, að breyta flíkum sem það á nú þegar og legg áherslu á endunýtingu fatnaðar og gamalla gæða efna.

Takk fyrir lesturinn – ef þér líkar, smelltu þá á stjörnu fyrir mig <3

The post Miðlun… appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>
https://saumaheimursiggu.is/2021/09/16/midlun/feed/ 0 1671