Author: Sigga
-
Baukað með efni
Núna í október eru 2 ár síðan ég komst í lagerinn úr Horninu – efnabúðinni sem lokaði árið 1994. Ég keypti stóran hluta af lagernum, eiginlega bara öll efni sem ég taldi mig geta notað…einhvern tíma. Mikill hluti efnanna voru úr ullarblöndu og þar sem ég var á kafi í teygjuefnum þá fóru efnin í…
-
Út í bæ
Mikið óskaplega er ég búin að vera andlaus varðandi bloggið í vetur, það góða er nú samt að ég hef tekið myndirnar og séð greinarnar fyrir mér…það hefur bara vantað textann 🙂 Eitt af því sem ég gerði núna á nýju ári var að taka að mér verkefni utan Saumahornsins. Það var nú doldið ævintýri,…
-
Ó mæ, þetta efni…
Þegar ég byrjaði með þetta saumablogg þá sagði ég ykkur frá efnaútsölunni í húsinu við hliðina á okkar, þar var einu sinni efnabúð sem hér Hornið. Alla vega, ég týndi bæði stað og stund þarna á útsölunni, innan um rykfallin efni sem einnig höfðu lent í sóti og sum í raka (sem ég keypti að…
-
“Grease” kjóllinn
Hver elskar ekki bíómyndina “Grease” – Danny, Sandy, Rizzo og öll hin? Alla vega ein af mínum uppáhalds og þá var nú ekki leiðinlegt að fá að sauma kjól fyrir “Grease” þema á árshátíð. Anna María bað mig að sauma “Rizzo” kjól – ég var nú smá hikandi, átti ekki snið og var eitthvað að…
-
“Opið hús”
Eins og ég nýt þess að dunda mér alein í saumahorninu mínu, þá er fátt skemmtilegra en að fá fólk í heimsókn í hornið mitt 🙂 Í síðasta mánuði ákvað ég að halda “opið hús” í tilefni þess að ég var búin að breyta og bæta. Það kallaði auðvitað á að eiga eitthvað til að…
-
DIY andlitslyfting í horninu
Það er aldeilis langt síðan síðast, sumarið bara langt liðið og ég veit ekki hvað. Ýmislegt hefur á dagana drifið, lítið saumað samt enda saumastofan á hvolfi 🙂 Já, ég skellti mér í að breyta sæta saumahorninu…ja, skellti mér kannski ekki þar sem þetta tók alveg sex vikur… Ég er nú alveg í allan vetur…
-
Fermingarkjóllinn
Þennan valdi hún sér, skvísan mín hún Freyja Ósk, til að vera fermingarkjóllinn. Við fundum hann í gömlu…..eða ekki svo gömlu Burdablaði. Fyrst höfðum við gengið búða á milli og hún mátað óteljandi kjóla….enginn samt sem hún féll fyrir og að lokum bað hún mömmsuna sína um að sauma fyrir sig. Mamman auðvitað varð ekstra…
-
Tónleikakjóllinn
Þá er annasamri viku lokið, tónleikar kórsins yfirstaðnir og tvíburarnir okkar fermdir með stæl og skemmtilegri veislu. Tvennir kjólar voru saumaðir fyrir þessa viðburði dísin fékk fermingarkjól og mamman tónleikakjól. Tónleikakjóllinn varð nú ekki eins og upphaflega var lagt upp með, eins og ég skrifaði síðast þá breytti ég fyrst um efni til að geta notað…
-
Að breyta sniði
Ferming tvíburanna okkar nálgast óðfluga, vika til stefnu, undirbúningur á fullu og tímanum í saumahorninu er fórnað fyrir undirbúning. Áfram heldur samt saumaskapurinn á fermingarkjól dótturinnar – en hann fáið þið ekki að sjá fyrr en eftir fermingu 🙂 Mér finnst reyndar mjög gaman að hafa nóg að gera – tók t.d. að mér að…
-
Ný prjónauppskrift
Það hefur lítið verið að gerast í saumahorninu þessa vikuna, ég er ennþá að vinna mig upp í vinnugetu eftir síðasta verkjakast. Þess vegna eyddi ég vikunni í að rifja upp og endurskrifa uppskrift að hrikalega töff ermum – þó ég segi sjálf frá 🙂 Ermarnar eru úr Léttlopa og Álafosslopa og uppskriftin kemur hér…